Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 20.08.2016, Blaðsíða 19
Norræn ráðstefna um starfsendurhæfingu verður haldin á Hilton Nordica Reykjavík dagana 5. – 7. september næstkomandi. Á ráðstefnunni verður lögð sérstök áhersla á samtengingu starfsendur- hæfingar og vinnustaðarins og hvernig efla megi endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Fjallað verður m.a. um mismunandi fyrirkomulag í þessum efnum á Norðurlöndunum. Aðalfyrirlesarar eru leiðandi í rannsóknum og þróun innan starfs- endurhæfingar og endurkomu til vinnu. Þeir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi en aðrir fyrirlesarar eru frá Norðurlöndunum. Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu, innan trygginga- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, atvinnurekendum, stjórnendum, starfsmönnum stéttarfélaga og sérfræðingum. Ráðstefnan fer fram á ensku – skráning stendur yfir á vefsíðu VIRK. Nánari upplýsingar um fyrirlesara og dagskrá ráðstefnunnar má sjá á www.virk.is Dr. William Shaw „Improving employer policies and practices to prevent disability“ Dr. Reuben Escorpizo „Current and future efforts on using the ICF in work disability“ Dr. Tom Burns „Modifying IPS – does it still work?“ VINNUM SAMAN AUKIN ATVINNUTENGING Í STARFSENDURHÆFINGU Ráðstefnan er skipulögð af VIRK Starfsendurhæfingarsjóði í samvinnu við Linköping University, Svíþjóð, AIR - National Centre for Occupational Rehabilitation, Rauland Noregi, Marselisborg Centret, Danmörku og Finnish Institute of Occupational Health, Finnlandi. Aðalfyrirlesarar FRÉTTATÍMINN Vöfflukaffi Íslands- deildar Amnesty Í tilefni Menningarnætur í dag, laugardag 20. ágúst, býður Íslands­ deild Amnesty International gest­ um og gangandi í vöfflukaffi líkt og undanfarin ár. Boðið verður upp á rjúkandi heitar vöfflur í húsnæði Íslandsdeildarinnar. Hvar? Þingholtsstræti 27. Hvenær? Á milli klukkan 14 og 16. Diskósúpa á síðasta söludag Til að sporna gegn matvæla sóun býður Nettó upp á diskósúpu á Menningarnótt undir merkjum átaksins Minni sóun. Tilgangurinn er að ylja gestum með bragðmikilli súpu sem elduð er úr hráefni sem komið er á síðasta söludag eða er útlitsgallað og færi undir öðrum kringumstæðum í ruslið þó það sé enn í fullu fjöri! Diskósúpan inniheldur því allskonar ljúffengt grænmeti og verður bæði vegan og glútenfrí en stútfull af stemmingu. Hvar? Hljómskálagarðinum Hvenær? Í dag kl. 17 Menningarnætur-Árni ÁRNI er sólóverkefni söng­ og gít­ arleikarans Árna Svavars Johnsen, sem er þaulreyndur og hæfileika­ ríkur tónlistarmaður úr Hafnar­ firði. Árni gaf nýverið út sína fyrstu plötu, samnefndri verkefn­ inu, og vinnur nú að því að kynna tónlist sína um landið. Á tónleikun­ um verða leikin lög af nýútkominni plötu, auk þekktra ábreiðulaga sem sett hafa verið í nýja búninga með fullskipaðri hljómsveit. Hvar? Tjarnarbíó Hvenær? Í kvöld kl. 20.30 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! BMW 520D TOURING F11 nýskr. 03/2011, ekinn 175 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 3.990.000 kr. Raðnr.254001 AUDI A3 2.0TDi SPORTBACK nýskr. 02/2008, ekinn 152 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 1.790.000 kr. Raðnr. 255004 RENAULT MASTER DCI100 L2H2 nýskr. 03/2013, 3 stk. eknir 40-50 Þ.km, dísel, 6 gíra.Verð 2.999.000 kr.+ vsk. Raðnr. 230308 M.BENZ C 220d AVANTGARDE nýskr. 09/2015, ekinn 8 Þ.km, 170 hö diesel, sjálfskiptur (7 gíra). Eins og nýr! TILBOÐSVERÐ 7.390.000 kr. Raðnr. 255217 SÁ ÓD ÝR AS TI SK VÍS UB ÍLL ME IST AR ATA KTA R SÁ FL OT TAS TI GR ÍNV ER Ð AUDI A6 2.0 TDI S-LINE nýskr. 04/2014, ekinn 16 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Eins og nýr! TILBOÐSVERÐ 6.990.000 kr. Raðnr. 254356 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.