Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 20.08.2016, Page 20

Fréttatíminn - 20.08.2016, Page 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016 Gjörningaklúbburinn hefur í 20 ár verið í fararbroddi íslenskra listamanna sem vinna með gjörninga í list sinni. Hópurinn opnar nú á samstarf við stóran hóp listamanna úr ýmsum áttum og býður upp á dularfulla óvissuferð á hátíð sem hefst á miðvikudag. Everybody is Spectacular er al- þjóðleg sviðslistahátíð sem að leiklistarhátíðin Lókal og Reykja- vík Dance Festival standa saman að. Þar má áhorfandinn búast við hinu óþekkta og stundum við því að þurfa að taka afstöðu eða jafn- vel þátt í verkunum. Innlendir og erlendir listamenn bjóða verk sín fram á hátíðinni, listform og hug- myndir renna saman. Gjörningaklúbburinn smellpass- ar inn í hugmyndafræði hátíðar- innar en verkefnið sem þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jóns dóttir, tveir af þremur meðlimum klúbbs- ins, standa nú að er nokkuð dularfullt. Út í óvissuna „Þetta á að vera óvissuferð, eins og lífið sjálft,“ segir Eirún. „Gestir mæta að Hallgrímskirkju og þar bíður þeirra rúta, sextán gestir komast með. Fólk þarf að vera vel klætt eftir veðri, þannig að rútan og klæðnaðurinn gefa kannski ein- hverjar vísbendingar.“ Ekkert er gefið upp um áfangastað. „Í þessu ferðalagi, rétt eins og lífsferðalaginu, þarf fólk stundum að taka af skarið. Stundum þarf það að hafa aðeins ofan af fyrir sér og stundum þarf það að hjálpast að,“ segir Eirún og bætir við að þrátt fyrir óvissuna verði passað vel upp á gestina. Sýningin heitir Psychography sem þær í Gjörningaklúbbnum hafa þýtt sem sálnasafn. Nafnið vísar líka til ósjálfráðrar skriftar sem lengi hefur verið sögð vænleg til að kanna duldar hliðar sálarinnar. Í stórum hópi Yfirleitt hefur Gjörningaklúbburinn staðið nokkurn veginn óstuddur á bak við verk sín, en nú fá þær stóran hóp listamanna í lið með sér. Þar eru leikarar, dansarar, listamenn, klæðskerar og förðunar- meistarar. Eirún segir að samstarfs- fólkið hafi komið snemma inn í undirbúning verksins og lagt dýr- mæta reynslu sína til. Eirún segir að í verkinu flettist saman nokkrir þræðir. „Í fyrsta lagi erum við að fjalla eilítið um sögu þess svæðis sem við förum um. Í öðru lagi höfum við hug- myndir okkar um lífshlaup manns- ins til hliðsjónar. Svo fléttast inn í þetta tuttugu ára saga Gjörninga- klúbbsins og loks sögur og innlegg allra þeirra sem vinna í verkinu með okkur. Þegar gestirnir koma með sínar sögur og reynslu inn í verkið ættum við að ná að flétta saman í nokkuð stóran og sterkan kaðal,“ segir Eirún. Samskipti milli heima Dularfullt andrúmsloft verks- ins og heiti þess er ekki úr lausu lofti gripið því að þegar byrjað var á verkefninu kom fljótlega upp sú hugmynd að fá miðil inn í það til að ná tengingu við annað en það sem fyrir venjuleg augu ber. „Það hafði mjög mikil áhrif á verkefnið,“ segir Eirún, án þess að vilja fara nánar út í þá sálma. „Við erum bara að vinna þvert á listmiðla og þvert á heima. Við skerum í gegnum alls konar lög og himnur, sýnilegar og ósýnilegar.“ Þessi dularfulla óvissuferð er aðeins eitt atriði á hátíðinni Ev- erybody is Spectacluar sem stend- ur dagana 24.—28. ágúst. Allar nánari upplýsingar um dagskrána á þessari alþjóðlegu sviðslistahátíð eru á spectacular.is Margir þræðir mynda sterkan kaðal Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir ásamt fríðu föruneyti sem tekur þátt í óvissuferðinni. Mynd | Ásta Kristjánsdóttir. Nostalgía vikunnar Frakkar vilja stjórna klæðaburði kvenna á ströndinni Svokölluð „búrkíni,“ hyljandi sundbolir sem kenndir eru við búrkur múslima, hafa verið bannaðir í þremur strandbæjum í Frakklandi, og munu þrír bæir bætast við þá tölu á næstunni. Bæjaryfirvöld þar hyggjast fram- fylgja banninu með því sekta kon- ur sem ekki hlýða búrkíní-banninu um 38 evrur. Árið 1920 var starfrækt í Banda- ríkjunum svokölluð „sundfata- lögga“, sem átti að passa að konur sýndu ekki of mikið af líkama sín- um á ströndinni. Nú er árið 2016 og svo virðist sem ekki sé langt í að slík lögga verði endurvakin, nema í þetta skiptið á að passa upp á að konur sýni ekki of lítið á ströndinni. | sgþ Rétt eins og baðfata löggan á þriðja áratug 20. aldar. Þessi kona ætti von á sekt frá yfirvöld­ um færi hún á ströndina í Cannes. Baðfatalögregla mælir sídd baðfata konu, árið 1920. Eftir þriggja ára ferli er bókin An Equal Difference, eftir G.S.Motola, komin út eftir fjölmarga fundi, andlitsmyndir og samtöl við fólk í íslensku samfélagi. Útgefandi er Restless Machinery en bókin er samansafn sagna, könnunar, greiningar og sjón- rænnar upplifunar á íslensku nútímasamfélagi. Um fjöllunin er bæði menningar- og um- hverfismiðuð, þar sem þemað er  jafnrétti. Útkoman er átján ritgerðir og 165 ljósmyndir sem spanna 256 síður allt í allt. Viðtal við Motola má lesa á vef- síðu Fréttatímans. Nánar á heimasíðu verkefnisins: www.anequaldifference.com. -bg Sjónræn upplifun á íslensku samfélagi Bókin An Equal Difference komin út. Ragna Kjartansdóttir rappari, betur þekkt sem Cell7. Mynd | G.S. Motola Margrét Pála, höfundur Hjalla­ stefnunnar. Mynd | G.S. Motola Benedikt Erlingsson leikstjóri. Mynd | G.S. Motola Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016 SRI LANKA Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf. Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn 549.900.- á mann í 2ja manna herbergi

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.