Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 09.09.2016, Qupperneq 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016 Sauðárkrókur Hjónin Heiðar Örn Stefánsson og Gunnhild- ur Ása Sigurðardóttir reistu sér fyrsta hús sinnar tegund- ar á Íslandi úr yleiningum. Það er fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er af einstaklingi á Sauðárkróki í meira en ára- tug. Efniviðurinn er meðal annars fjörusandur. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þegar hjónin Heiðar Örn og Gunn- hildur Ása vildu flytja á Sauðárkrók var húsnæðisúrvalið af skornum skammti. „Auk þess var fasteigna- verðið hátt miðað við landsbyggð- ina. Við fórum því í leiguhúsnæði og hugsuðum vel hvernig við gæt- um komið okkur fyrir,“ segir Heið- ar Örn. Hjónin keyptu sér steyptan grunn og ákváðu að byggja hús fyrir fjöl- skylduna, sem auk þeirra telur þrjá drengi. „Við skoðuðum ýmsar leiðir og enduðum á að byggja úr nýjum yleiningum frá Límtré Vírnet sem aldrei hafa verið notaðar í íbúðarhús á Íslandi áður.“ Meðal efniviðar er þéttpressuð steinull sem unnin er úr fjörusandi á Sauðárkróki. „Steinullin er skor- in er í strimla og klædd með járni. Þá eru notaðar stálrúllur frá Svíþjóð til að valsa aftur- og framhliðina en það er unnið á Flúðum. Úr verða ein- ingar sem raðað er saman og kíttað á milli, svo veggirnir verði þéttir.“ „Þegar búið er að klæða ein- inguna er endanlegt útilag tilbúið. Að leggja þakið var svo afar fljótlegt og tók okkur rúman dag. Við vor- um tveir handlangarar og tveir og hálfur smiður í 16 daga að gera hús- ið fokhelt.“ Heiðar Örn áætlar að kostnaður að fokhelt húsið kostið um 17 millj- ónir. Húsið er 237 fermetrar með bíl- skúr og vonast fjölskyldan til að allt verði tilbúið um jólin. Byggðu hús á sextán dögum „Þetta er líklega fyrsta húsið sem byggt er af einstaklingi á Sauðárkróki í tíu, tuttugu ár. Nú er nágranni minn farinn af stað og ætlar að byggja sér eins hús,“ segir Heiðar Örn. Upplýsingar í símum 845 1425 / 899 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is Verð á mann í tvíbýli kr 622.000 Nánari ferðalýsing á www.icelinetravel.com Sydney, Brisbane, Fraser Island, strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Ástralía 18. nóv til 5. des 2016 Stjórnsýsla Útlendingastofn- un þýddi engar fréttir í tvo mánuði. Meðal annars er vörðuðu umsóknarfrest til ríkisborgararéttar hjá Alþingi. Engar fréttir höfðu birst á vef Útlendingastofnunar í um tvo mánuði, en þar á meðal var ekki búið að þýða frétt um veitingu rík- isborgararéttar á Alþingi, sem hafði þó verið á íslenska hlutanum í um mánuð. Síðasta frétt birtist 4. júlí á vefn- um á öðru útlendu tungumáli, en þó hafa allnokkrar fréttir birst á vefnum síðan á íslensku. Fréttatíminn sendi fyrirspurn á Útlendingastofnun á miðviku- daginn og í svari sem barst frá stofnuninni í gær sagði meðal annars: „Við reynum eftir megni að þýða fréttir sem eru birtar á heimasíðunni. Í reyndinni hafa þýðingarnar þó ekki alltaf forgang fram yfir önnur verkefni nema þegar fréttirnar varða beinlínis þjónustu stofnunarinnar, til dæmis afgreiðslutíma og umsóknarfresti, sem mikilvægast er að séu birtar á ensku.“ Það var ekki fyrr en Fréttatíminn benti á að það vantaði meðal annars frétt um skilafrest til þess að skila inn umsóknum um ríkisborgararétt til Alþingis, sem Útlendingastofnun þýddi fréttina og birti. | vg Útlendingastofnun birti ekki frétt um umsóknarfrest til ríkisborgararéttar fyrr en í lok vikunnar. Engar fréttir á ensku í tvo mánuði Kvóti Færeyingum tókst í þriðju tilraun að selja 5000 tonn af kolmunakvóta. Land- stjórnin fékk 8,7 milljónir króna í kassann en hafði vonast eftir þrefalt hærri upphæð. Eftir að engin tilboð yfir lágmarksupphæð höfðu borist í tvo tilboð fyrr í vikunni seldust loks þau 5000 tonn af kolmunnakvóta sem færeyska landsstjórnin bauð upp. Hæsta tilboð var 15 aurar danskir á kílóið eða 2,61 krónur íslenskar. Lægsta tilboðið sem fékkst samþykkt var 10 danskir aurar kílóið eða 1,74 krón- ur íslenskar. Við það miðast söluverðið, allir sem áttu gilt tilboð fengu keypt á því verði, fimm skip frá þremur útgerðum. Þar sem lítið magn af kolmunnakvóta seldist á Ís- landi í fyrra er erfitt að segja til um hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Á síðasta fiskveiði- ári gekk aðeins um þúsundasti hluti kvótans kaupum og sölum. Meðalverðið var 6,93 krónur kílóið. Upphaflegt lágmarksverð færeyskra stjórnvalda var 5,22 krónur  íslenskar. Miðað við útboðsgengið í Færeyjum er 154 þús- und tonna kolmunnakvóti Íslendinga tæplega 270 milljón króna virði. Miðað við vonir landsstjórnar Færeyja í upphafi vikunnar væri hann 810 millj- ón króna virði. Miðað við tiltölulega lítil viðskipti í fyrra er markaðsvirði hans á Íslandi rúmlega einn milljarður króna. Seldu loks kolmunakvótann Færeyjar Høgni Hoydal, sjávarútvegs ráð herra Færeyja, segir að megin- markmiðið með uppboð á afla heimildum leiði til þess að hærra verð fá- ist fyrir kvótann. Hann segir meginmarkmiðið með uppboðsleiðinni að tryggja að afla heimildirnir séu eign fólksins en ekki sjávarútvegs fyrirtækja. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Vandamálið til að byrja með að þeir sem eru sterkir leikmenn á velli í sjávarútveginum eru að vinna á uppboðunum en þeir eru að borga miklu meira en þeir hafa gert áður fyrir kvótann. Uppboðsleiðin er því góð en það koma upp þessi vanda- mál,“ segir Høgni Hoydal, sjávar- útvegsráðherra Færeyja, aðspurður um hvernig hann telji að það hafi gengið hjá Færeyingum að prófa að bjóða aflaheimildir í landinu upp á uppboði. Høgni segir því að í framtíðinni vonist hann til jafn- ari keppni um kvótann til að ný- liðun í sjávarútveginum verði meiri og að kvótinn muni dreifast jafn- ar á milli sjávarútvegsfyrirtækja í Færeyjum: Hingað til hafi of fáir boðið í kvótann. Høgni kemur til Íslands í dag, föstudag, til að ræða um uppboðs- leið Færeyinga á fundi í Norræna húsinu á vegum Vinstri grænna á Við höfum þetta sögulega tækifæri „Markmið okkar er að kvótinn verði ekki prívat eign einhverra fyrirtækja.“ laugardaginn auk þess sem hann verður á málþingi í Háskólanum á Akureyri á sunnudaginn. Í lok júlí buðu Færeyingar upp tíu prósent af aflaheimildum lands- ins en til stendur að innleiða nýtt fiskveiðistjórnarkerfi í landinu árið 2018 þar sem uppboðsleiðin verður farin með allan kvóta landsins. Boð- inn var upp síldar- og makrílkvóti auk botnfiskskvóta í Barentshafi. Uppboðsleiðin hefur verið mikið rædd á Íslandi síðustu vikurnar og hafa Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð öll talað fyrir því að einhvers konar uppboðsleið verði farin í sjávarútvegi á Íslandi. Vinstri grænir hafa ekki gefið út að þeir séu fylgjandi uppboðsleiðinni með eins skýrum hætti. Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkuinn vilja halda kvótakerfinu óbreyttu. Høgni segir að breytingarnar snúist um grundvallaratriði. „Við höfum nú þetta sögulega tækifæri í Færeyjum frá 1. janúar 2018 að kvót- inn verður ekki lengur gefinn held- ur boðinn út. Markmið okkar er að kvótinn verði ekki prívat eign ein- hverra fyrirtækja heldur eign fólks- ins.“ Uppboðsleiðin er hins vegar umdeild í Færeyjum og segir Høgni að stóru sjávarútvegsfyrirtækin í landinu hafi barist gegn þessari leið. „Stærsti hluti sjávarútvegsfyr- irtækja í Færeyjum vill ekki þessar breytingar í markaðsátt heldur vilja þau frekar hafa kerfið eins og það er á Íslandi.“ Høgni vill ekki segja neitt um hvaða leið hann telji að Íslendingar eigi að fara í skipulagningu síns fisk- veiðistjórnunarkerfis. „Ég veit það ekki. Ég vil ekki segja hvað Ísland á að gera. En ég veit að Íslendingar fylgjast með okkur alveg eins og við fylgjumst með þeim.“ Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að frjálst framsal kvóta og skuldsetning sjávarútvegsfyr- irtækja vegna kvótaviðskipta hafi haft slæm áhrif í Færeyjum. Eitt af markmiðum nýja fiskveiðistjórnunar- kerfisins í Færeyjum er að koma í veg fyrir þetta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.