Fréttatíminn - 09.09.2016, Page 6
Afgreiðslutími sjá
www.dorma.is
Holtagörðum, 512 6800
Smáratorgi, 512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafjörður
Fyrir þínar bestu
stundir
NATURE’S
LUXURY
heilsurúm Aðeins 142.490 kr.
Nature’s Luxury heilsudýna
með Classic botni.
Stærð: 180x200 cm.
Fullt verð: 189.900 kr.
25%
AFSLÁTTUR
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á botni.
Aðeins 49.900 kr.
Plano
svefnsófi
Click – Clack svefnsófi.
Grátt og rautt slitsterkt áklæði.
Svefnsvæði: 120 x 190 cm.
Fullt verð: 59.900 kr.
10.000
króna
AFSLÁTTUR
Nettur
Þú finnur nýja bæklinginn
okkar á www.dorma.is
Smáratorg | Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður www.dorma.is
NATURE’S
LUXURY
heilsurúm
Aðeins 142.490 kr.
Nature’s Luxury heilsudýna
með Classic botni.
Stærð: 180x200 cm.
Fullt verð: 189.900 kr.
Fyrir þínar bestu
stundir
25%
AFSLÁTTUR
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á botni.
HELSINKI
rúmgafl
Rúmgafl fæst í svörtu og hvítu PU leðri og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm.Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm.
Fullt verð: 39.900 kr.
20%
AFSLÁTTUR
Aðeins 31.920 kr.
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
Bann við arði innleitt í heilsugæsluna
Heilbrigðismál Læknir
sem opnar einkarekna
heilsugæslustöð furðar sig
á arðgreiðslubanni innan
heilsugæslunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Sjúkra-
tryggingar Íslands hafa
eftirlit með arðgreiðslubann-
inu.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Arðgreiðslubann úr einkarekn-
um heilsugæslustöðvum á höfuð-
borgarsvæðinu mun verða til staðar
í hverjum nýjum samningi um slík-
an rekstur sem Sjúkratryggingar Ís-
lands gera hér eftir. Sjúkratryggingar
Íslands tilkynntu í vikunni að búið
væri að undirrita samninga um tvær
einkareknar stöðvar á Bíldshöfða og
Urriðhvarfi í Kópavogi. Samningarn-
ir eru til fimm ára og gerð krafa um
að heilsugæslustöðvarnar séu að
meirihluta í eigu heilbrigðisstarfs-
fólksins sem vinnur á þeim.
Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu
kemur fram að arðgreiðslubannið
eigi ekki við um gildandi samninga
Sjúkratrygginga við einkareknar
heilsugæslustöðvar, til dæmis Sala-
og Lágmúlastöðina. „Þegar þeir
samningar renna út er hins vegar
miðað við að bann við arðgreiðsl-
um verði áskilið í nýjum samn-
ingum, þannig að rekstraraðilar
heilsugæslustöðva á höfuðborgar-
svæðinu sitji við sama borð óháð
eignar- og rekstrarformi.“ Eigendur
heilsugæslustöðvarinnar í Salahverfi
greiddu sér til dæmis 194 milljóna
króna arð út úr starfseminni á árun-
um 2008 til 2014.
Sjúkratryggingar Íslands munu
sjá um að arðgreiðslubanninu verði
framfylgt með eftirliti. Steingrím-
ur Ari Arason, forstjóri stofnunar-
innar, segir um þetta. „Við mun-
um bara kalla eftir ársreikningum
þessara fyrirtækja og fylgjast með
því hvort það komi til arðtöku eða
ekki.“
Einn af læknunum sem stendur að
heilsugæslustöðinni í Urriðahvarfi,
Teitur Guðmundsson, segir að hon-
um þyki „sérstakt“ að þetta rekstr-
arform sé tekið út fyrir sviga innan
einkarekinnar heilsugæslu á Íslandi.
„Þetta er öðruvísi en með öll önn-
ur fyrirtæki í rekstri. En við ákváð-
um að bjóða í þetta engu að síður
og undirgöngumst þær kröfur sem
samningurinn felur í sér.“
Teiti Guðmunds-
syni lækni finnst
arðgreiðslubannið
skrítið en segir að
hann undirgangist
þær kröfur sem gerð-
ar eru til nýju einka-
reknu heilsugæslu-
stöðvanna.
Fjármál Skuldirnar sem
hvíla á höfuðstöðvum
Sjálfstæðisflokksins tvöföld-
uðust í fyrra. Ríkisbankinn
Landsbankinn er lánveit-
andi flokksins. Ríkisendur-
skoðandi segir stofnunina
ekki sinna eftirliti með
lántökum stjórnmálaflokka,
almennt séð.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæð-
isflokksins við Háaleitisbraut, er
veðsett Landsbankanum fyrir 360
milljóna króna láni. Lánið var tek-
ið fyrir tæpu ári og er nú eina lánið
sem hvílir á húsnæðinu. Þetta kem-
ur fram í veðbandayfirliti Valhall-
ar. Með lánveitingunni tvöfölduð-
ust skuldirnar sem hvíla á Valhöll.
Verðmæti Valhallar nemur rúm-
lega 480 milljónum króna, sam-
kvæmt fasteignamati næsta árs.
Landsbankinn er í meirihluta-
eigu íslenska ríkisins og heldur
Bankasýsla ríkisins, sem heyrir
undir fjármála- og efnahagsráðu-
neytið, á hlutabréfunum í honum.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, er fjármála- og
efnahagsráðherra og heyrir Banka-
sýslan því undir hans ráðuneyti.
Bjarni var einn þeirra sem skrif-
aði undir lánið frá Landsbank-
anum sem formaður Sjálfstæð-
isflokksins. Meðal annarra voru
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir og Þórður
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins. Fréttatíminn
reyndi að ná tali af Þórði vegna
veðsetningar Valhallar en án ár-
angurs.
Með láninu voru þrjú eldri lán
við Íslandsbanka greidd upp og
fluttust þau af veðbókarvottorði
Sjálfstæðisf lokksins í kjölfarið.
Þessi lán voru upphaflega að verð-
mæti 15, 40 og 125 milljóna króna.
Tvö síðarnefndu lánin voru tek-
in eftir hrunið árið 2008 og sagði
Jónmundur Guðmarsson, þáver-
andi framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins, frá því í DV í janúar
árið 2013 að veðsetning Valhall-
ar tengdist ekki endurgreiðslu á
prófkjörsstyrkjum til FL Group
og Landsbanka Íslands sem veitt-
ir voru fyrir hrun. „Umrætt lang-
tímalán tengist á engan hátt endur-
greiðslu styrkjanna. Almennar
rekstrartekjur flokksins eru nýtt-
ar til endurgreiðslu styrkjanna.“ Þá
höfðu 18 milljónir af 55 milljónum
krónum verið endurgreiddar út af
styrkjunum. Endurgreiðsla styrkj-
anna setti því strik í reikninginn
í fjárhag Sjálfstæðisflokksins eftir
hrun. Ekki hefur spurst til frekari
endurgreiðslna eftir þetta en flokk-
urinn hætti að svara fyrirspurnum
um málið árið 2014.
Fjármál íslenskra stjórnmála-
flokka hafa verið talsvert til um-
ræðu á Íslandi á síðstu árum,
sérstaklega skömmu eftir efna-
hagshrunið árið 2008. Prófkjörs-
styrkir frá stórfyrirtækjum til
stjórnmálamanna og stjórnmála-
flokkanna vöktu þá mikla athygli.
Öfugt við 50 milljóna króna lánið
sem hvílir á höfuðstöðvum Fram-
sóknarflokksins, sem sagt er frá á
forsíðu Fréttatímans í dag, þá er
hins vegar alveg ljóst hver lánveit-
andi Sjálfstæðisflokksins er.
Ríkisendurskoðun hefur eftirlits-
hlutverk með ákveðnum þáttum í
fjármálum stjórnmálaflokka, með-
al annars styrkveitingum til flokka
og frambjóðanda í aðdraganda
kosninga. Sveinn Arason ríkis-
endurskoðandi segir hins vegar
að almennt séð fari stofnunin ekki
í nákvæma greiningu á bókhaldi
stjórnmálasamtaka, meðal annars
lántökum þeirra hvers konar.
„Okkar hlutverk er fyrst og fremst
að kanna hvort fjármál flokkanna
og frambjóðendanna séu innan
þeirra marka sem löggjöfin setur.“
Þá skiptir almennt séð heldur ekki
máli hver lánveitandi stjórnmála-
flokkanna er.
Valhöll veðsett fyrir 360
milljóna króna láni
Myndlist Ekkja Ólafs Lár-
ussonar, Sigrún Bára Frið-
finnsdóttir, hefur gefið
Nýlistasafninu mikið magn
efnis úr vinnustofu Ólafs
sem spannar tvo áratugi, frá
og í kringum 1970-1990.
Þar með talið hluta af persónulegu
bókasafni hans, filmusafni, negatíf-
ur og upptökur af gjörningum og
margt fleira.
Nýlistasafnið mun f lytja sýn-
ingarrými sitt í Marshall-húsið út
á Granda í byrjun næsta árs ásamt
Kling og Bang galleríi og Ólafi El-
íassyni.
Sýningin, sem jafnframt mun
opna nýtt rými safnsins við höfn-
ina, verður yfirlitssýning á verk-
um Ólafs ásamt heimildum um
gjörninga hans og öðru efni sem
ekki kom fyrir sjónir almennings
á meðan hann lifði. Sýningin mun
einnig innihalda verk úr safneign
Listasafns Íslands og Listasafni
Reykjavíkur ásamt verkum í einka-
eign, frá vinum og vandamönnum
Ólafs sem og söfnurum.
Þess má geta að þann 10. septem-
ber hefði Ólafur fagnað 65 ára af-
mæli sínu, en hann lést 4. desember
2014. | vg
Opna Marshall-húsið með
verkum Ólafs Lárussonar
Ólafur Lárusson lést í desember
árið 2014.
Skuldirnar sem hvíla á höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, tvöfölduðust
í fyrra þegar 360 milljóna króna lán var tekið hjá Landsbankanum. Mynd | Hari