Fréttatíminn - 09.09.2016, Síða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 9. september 2016
Stelpur Filma! verður haldið í
annað skipti nú í ár í samstarfi
Riff og Reykjavíkurborgar.
Þetta árið koma 12 erlendar
stelpur á námskeiðið, frá
Finnlandi og Færeyjum.
Kynjahallinn í kvikmyndabransan
um er alþjóðlegt vandamál að mati
Söndru Guðrúnar, skipuleggjanda
námskeiðsins: „Þeim í Fær eyjum
og Finnlandi fannst þetta vera mjög
áhugavert verkefni. Þau sem við
hittum þar voru mjög með vituð
um vandamálið. Það var mikill
áhugi þegar það var auglýst eftir
þátttakendum. Við viljum víkka
sjóndeildarhringinn hjá bæði ís
lensku og erlendu stelpunum, þær
vinna saman, gista saman og ræða
mikilvæg málefni.“
Byggt á Stelpur rokka
Með Stelpur filma! er stuðlað að því
að leiðrétta þennan kynjahalla með
því að bjóða upp á rými þar sem
stelpur er hvattar til kvikmynda
gerðar með því að gefa þeim næði
til að þroska sína hæfileika og
mynda tengsl við kvenkyns fyrir
myndir: „Markmið okkar er að
leggja okkar að mörkum að reyna
leiðrétta kynjaskekkju í kvikmynda
bransanum. Hvetja stelpur til að
koma og taka þátt. Þær hafa mikinn
áhuga en það skilar sér t.d. ekki í
kvikmyndaklúbbum framhalds
skólanna. Það er af einhverjum
ástæðum sem maður hefur ekki
alveg skýringar á. Okkur datt í hug
að þetta gæti verið einhver lausn,“
segir Sandra Guðrún.
Er eitthvað sem þú vilt segja við stelp-
ur á þessum aldri sem vilja koma?
„Þessi bransi er jafnt fyrir stelpur og
stráka, þú þarft ekki að kunna neitt,
það þarf enginn að kunna neitt til
þess að byrja á þessu námskeiði.
Bara prófa sig áfram, maður lærir
ekki nema að taka áhættuna.“ | hdó
Stelpur filma! Kynjahallinn leiðréttur
Kynjahallinn
í kvikmynda-
bransanum
er alþjóðlegt
vandamál.
MC Drullusokkar er
mótor hjólagengi, u pp-
runnið í Vest mannaeyjum.
Það var stofnað 4. maí
2006 og er því 10 ára í ár.
Eina reglan til að gerast fé-
lagi er að félags maðurinn
þarf sannarlega að hafa
átt heima í Vestmannaeyj-
um. Finnur Bjarkason er
undantekning reglunnar.
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Finnur ólst upp í Vík í Mýrdal og hefur búið þar í 79 ár, síðan hann fæddist, og hefur hjólað og trommað
síðan hann man eftir sér. Hann
skellir sér á hjólið mjög reglu
lega en íhugar að hætta bráðum
vegna aldurs.
Mótorhjólaferillinn
Finnur hefur verið á hjóli síðan
hann var 13 ára. Kennari frá
Vestmanneyjum, Símon Waag
fjörð, kynnti honum starfsemi
Drullusokka þegar hann kom
og kenndi stærðfræði. „Hon
um fannst leiðinlegt að vera hér
einn, þannig við
tókum okkur saman fjögur, ég
og dóttir mín og tengda sonur
og hann og við byrjuðum að
hjóla,“ segir Finnur um kynni
sín af genginu.
Hljómsveitarárin
„Fyrsta ballið sem ég spilaði á
var árið fyrir fermingu sem var
á hestamannaballinu í braggan
um í Pétursey. Ég hætti nú að
spila í ákveðinn tíma því ég var
hættur að þekkja börnin mín,
fór að vinna klukkan 7 á morgn
ana og var ekki kominn heim
fyrr en um 9, 10 á kvöldin. En
svo byrjaði ég aftur eins og asni,
það eru orðin 15 ár síðan en ég
hætti núna um daginn endan
lega, held að ég sé alveg hættur,“
segir Finnur um reynslu sína
innan tónlistarbransans.
Fjölskylda Finns er byrjuð að
hafa áhyggjur af áhættuáhuga
málum hans á háum aldri: „Dæt
ur mínar eru búnar að biðja
mig um að hætta að hjóla, svo
ég detti ekki og drepi mig. Ég er
alltaf á hjólinu en ég er að reyna
að hætta til að þóknast dætrun
um. Strákarnir hjóla samt með
mér,“ segir Finnur og hlær.
Dætur mínar eru búnar að biðja mig um að hætta að hjóla, svo ég detti ekki og
drepi mig, segir Finnur Bjarkason.
Mynd | Friðrik Þór Halldórsson
79 ára
„drullusokkur“
Hvítur fagur páfagaukur er nú í
fóstri hjá arkitektastofunni T.ark
í Brautarholti. Þar hefur hann
verið í pappakassa undanfarna
daga. „Hann flaug að svölunum hjá
okkur í kaffitímanum á miðviku
dag. Við starfsmennirnir sáum
hann koma og tókum hann inn.
Við höfum reynt að búa ágætlega
um hann, settum hann í pappa
kassa og gáfum honum epli og
vatn að drekka. Það stendur nú
reyndar til að reyna að redda búri
fyrir hann í dag. Ef enginn eigandi
finnst þá má hann vera hér í smá
stund,“ segir Sigríður Margrét
Einarsdóttir, tímabundin fóstur
móðir fuglsins.
Hvernig ber hann sig?
„Honum líður ágætlega, svona
eftir atvikum, en lætur í sér heyra
inn á milli.“
Þeir sem telja sig þekkja fuglinn
eru beðnir um að hafa samband
við T.ark arkitektastofu. | þt
Hvítur gári heldur nú til á arki-
tektastofunni T.ark á meðan eiganda
hans er leitað.
Týndur páfagaukur í
fóstri á arkitektastofu
Finnur fær sér kaffi eftir hjó
la ævintýrið
í Vík. Mynd | Friðrik Þór Halldórsso
n
„Ég er að reyna að
hætta til að þóknast
dætrunum. Strákarnir
hjóla samt með mér.“