Fréttatíminn - 09.09.2016, Page 54
Vin í amstri
hversdagsleikans
Hilton Reykjavík Spa er þekkt fyrir gæði og fagmennsku í nuddi, snyrtimeðferðum og heilsurækt. Persónulegt viðmót
og glæsileg hönnun skapar afslappað andrúmsloft þar sem andleg og líkamleg vellíðan er í fyrirrúmi.
Unnið í samstarfi við
Hilton Reykjavík Spa
Við viljum að okkar við-skiptavinir upplifi það að sál og líkami er eitt og gleymi ekki að gefa
sér tíma til að slaka á,“ segir
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir,
deildarstjóri Hilton Reykjavík Spa,
sem er hluti af Hilton hótelinu.
Öll aðstaða Hilton Reykjavík Spa
býður upp á fullkomna slökun með
heitum og köldum pottum, margvís-
legum nudd- og snyrtimeðferðum
í einstaklega notalegu umhverfi.
Hilton Reykjavík Spa er þekkt fyrir
margvíslegar nuddmeðferðir, allt
frá hinu klassíska heilnuddi yfir í
steinanudd og í Yuheimo meðferð.
Sú síðastnefnda er austurlensk
lækningameðferð við verkjum í
líkama þar sem unnið er út frá
hreyfingum líkamans með um 100
æfingum sem framkvæmdar eru
í meðferðinni með bætt lífsgæði
að markmiði. Yumeiho er einnig
þekkt sem aðferð til að leiðrétta
stöðu mjaðmabeina, nuddmeðferð
og svæðanuddmeðferð. Meðferðin
samanstendur af nuddi og æfing-
um til að ná fram jafnvægi á liðleika
líkamans og eyða óþægindum og
verkjum sem hrjá nútímamanninn.
Allir nuddarar Hilton Reykjavík
Spa eru faglærðir og reynslu miklir
á sínu sviði og koma frá ólíkum
heimshornum. „Nudd er stór hluti
af líkams- og heilsurækt. Það er
bæði heillandi og lagfærandi fyrir
líkamann, bæði fyrir þá sem eru að
þjálfa og einnig þá sem takast á við
krefjandi verkefni í leik og starfi.
Margir eru komnir upp á lagið með
það að sækja nudd reglulega til að
vinna gegn kvillum, slaka á vöðum,
draga úr bólgum, bæta heilsuna og
auka vellíðan,“ segir Ragnheiður.
Á „comfort Zone“ snyrtistofu
Hilton Reykjavík Spa eru margar
dásamlegar snyrtimeðferðir í boði,
svo sem lúxus andlitsböð og vafn-
inga meðferðir eins og litun og
plokkun og handsnyrtingu. Fiðrildi
nefnist meðferð sem er óhefðbund-
in snyrti- og nuddmeðferð sem felst
í því að sérstakar ilmkjarnaolíur
eru notaðar til að skapa jafnvægi í
líkamanum og veita djúpa slökun.
Heitri olíu er dreypt á líkamann og
er nuddað með léttum hreyfing-
um. Heitum púðum með pressuð-
um jurtum er svo komið fyrir víða
um líkamann til að draga úr bólgum
og örva hreinsun. Meðferðin veitir
djúpa slökun.
Fullbúin líkamrsæktarstöð er á
Hilton Reykjavík Spa sem bæði er
nýtt af meðlimum stöðvarinnar og
hótelgestum, auk þeirra sem koma
til að sækja sér nudd- eða snyrti-
meðferð.
„Ég mæli með því að fólk gefi
sér góðan tíma til þess að njóta alls
þess sem við höfum að bjóða. Það
er gott að fara í pottana og gufu,
kíkja í jógatíma eða ræktina og
enda á góðri nudd- eða snyrtimeð-
ferð og enda á því að rölta á slopp-
num yfir í veitingasöluna og fá sér
hvítvínsglas, vítamínríkt „boost“
eða gott kaffi,“ segir Ragnheiður.
…heilsa kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Fjölbreytt úrval Comfort zone snyrtistofan býður upp á margar dásamlegar
snyrtimeðferðir.
Veitingar Meðal nýjunga hjá Hilton Reykjavík Spa er veitingasala þar sem viðskiptavinir
geta sest niður á sloppnum og fengið sér vínglas, „boost“ eða gott kaffi.
Slakað á Á fallegum degi kjörið er að sitja úti í heitu pottunum og slaka á.
Slökun Ragnheiður mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma til að njóta alls þess sem
Hilton Reykjavík Spa hefur að bjóða.
Þjónusta Persónuleg og vönduð þjónusta er eitt aðalsmerki
Hilton Reykjavík Spa.
Huggulegt Umhverfi Hilton Reykjavík Spa er hannað til þess að fólk slaki á og líði vel.
„Nudd er stór
hluti af líkams-
og heilsurækt. Það
er bæði heillandi
og lagfærandi fyrir
líkamann“
Ragnheiður K.
Guðmundsdóttir
Deildarstjóri Hilton Reykjavík
Spa