Fréttatíminn - 09.09.2016, Side 58
…vetrarfatnaður barna kynningar 14 | amk… FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2016
Selja vinsæl ullarföt Salbjörg Ýr Guðjónsdóttir og Olga Ingrid Heiðarsdóttir í Ullarkistunni
selja hin vinsælu ullarföt frá Janus og norska merkinu Safa. Mynd | Rut
Ullarfatnaður
er ómissandi fyrir
íslenskan vetur
Í Ullarkistunni fást norsku ullarfötin frá Janus
sem henta ungbörnum, skólakrökkum og fullorðnum vel.
Unnið í samstarfi við Ullarkistuna.
Ullarkistan selur aðallega hin vinsælu norsku Janus ullar-föt sem eru nánast
orðin að skólabúningi íslenskra
leikskólabarna. Ullarfötin eru
margvísleg og henta bæði ung-
börnum, skólakrökkum, fullorðn-
um og útivistarfólki. Þau eru
rómuð fyrir þægilegheit, en ekki
síður fallega hönnun svo hægt
er að nota þau sem hversdags-
fatnað, en ekki falin undir öðrum
flíkum. Í septembermánuði er
von á nýjum og spennandi vöru-
línum í Ullarkistunni frá norsku
merkjunum Janus og Safa með
nýjum sniðum, mynstrum og
litum.
„Okkar bestu meðmæli eru
þegar fólk kemur tilbaka og seg-
ir að það verði að fá eitt sett í
viðbót því barnið vill ekki fara
úr ullarfötunum. Þetta segir
okkur að börnunum líður vel í
fötunum og velja þau sjálf,“ seg-
ir Olga Ingrid Heiðarsdóttir hjá
Ullarkistunni.
Foreldar hennar stofnuðu
verslunina fyrir 11 árum, en hún
hét upphaflega Janusbúðin
og byrjaði sem lítið söluhorn í
þvottahúsi sem fjölskyldan rak
saman á Barónsstíg. „Mamma
er norsk og mundi eftir Janus
fötunum frá því hún var krakki
og langaði að prófa að setja þau
á markað hér.“
Skemmst er frá því að segja
að ullarfötunum var svo vel
tekið að fljótlega varð hornið að
heilli verslun, þvottahúsið lagð-
ist af og fjölskyldan sinnir í dag
alfarið sölu á ullarfatnaði og rek-
ur verslunina Ullarkistan sem er
bæði á Laugavegi 25 í Reykjavík
og á Glerártorgi á Akureyri. Þar
að auki rekur fjölskyldan verslun
í Noregi sem Olga opnaði þegar
hún var þar við nám.
Vinsældir Janus ullarfatanna
má meðal annars rekja til þess
að úrvalið er mikið fyrir börn
og fólk á öllum aldri, og hent-
ar fyrir allar aðstæður. „Einu
sinni voru ullarföt bara undirföt
en nú er úrvalið mun meira og
þetta er svo fallegt. Bæði eru
margar mismunandi þykktir og
mikið litaúrval. Til dæmis erum
við með ullarföt með blúndu
sem hafa alltaf verið gífurlega
vinsæl. En úrvalið er mikið og
til eru renndar peysur, heilgall-
ar, samfellur, leggings, treyjur,
húfur, vettlinga og fleira fyrir
börnin. Fötin bjóða upp á að
nýta kosti ullarinnar án þess að
þurfa að fela hana undir öðrum
fötum.“
Auk þess sem Olga rekur og
starfar í Ullarkistunni, ásamt
foreldrum sínum og systur, er
hún jöklaleiðsögumaður og fæst
mikið við útivist. Þar hafa ullar-
fötin komið að góðum notum.
„Ég hef prufað allar týpurn-
ar og veit að þetta virkar og er
því ekki í neinum vandræðum
með að mæla með þeim við fólk.
Fötin eru svo þægileg og mjúk,
enda úr merino-ull sem er mjúk
og veldur ekki kláða. Svo er
þetta svo hlýtt og gott, algjör-
lega ómissandi fyrir íslenskan
vetur.“ Ullarfötin eru þvegin með
ullarsápu í þvottavél á ullar-
prógrammi þannig að þau eru
auðveld í meðhöndlun, halda sér
vel og duga lengi.
Nú í september mánuði er von
á nýjum vörulínum frá Janus og
líka ullarmerkinu Safa sem er
einnig frá Noregi. „Meira hefur
verið lagt upp úr fallegri hönnun
síðustu árin og er von á nýjum
sniðum, litum og munstri,“ segir
Olga. Vörur frá Safa hafa verið
í versluninni frá síðustu jólum
en þeir er þekktastir fyrir ullar-
sokka, en eru einnig að koma
með ýmiskonar ullarfatnað. Þar
á meðal mikið af fatnaði úr ull
og silki. „Sokkarnir frá Safa eru
ávanabindandi. Þeir eru til dæm-
is með sokka úr ull og silki sem
halda hárréttu hitastigi á fótun-
um og eru mjög þægilegir,“ segir
Olga.
„Við seljum þessar vörur fyrst
og fremst vegna þess að að við
vitum að þær eru góðar og við
höfum ástríðu fyrir þessu.“ segir
Olga.
Fátt er fallegra en rjóð börn að
leik úti í brakandi fersku lofti. Nú
fer að kólna í veðri og þá þarf að
athuga hvernig útifatamál standa
á heimilinu. En það þarf líka að
passa húðina, ekki síst kinnarn-
ar og nebbann, svæði sem eru
berskjölduð fyrir kuldanum. Sum
börn eru afar viðkvæm fyrir kuld-
anum og fá exembletti um leið og
þau komast í snertingu við kalda
loftið. Hægt er að koma í veg fyr-
ir þennan roða og þennan þurrk
með því að nota feitt kuldakrem.
Jafnvel er nóg að bera hreinlega
þunnt lag af vaselíni á kinnarn-
ar áður en börnin fara út. Einnig
er mikilvægt að bera rakakrem
á börnin eftir bað og jafnvel fyr-
ir svefninn til að viðhalda raka
húðarinnar. Þá eru minni líkur á
því að kuldaexem láti á sér kræla.
Foreldrar þekkja það vel hversu
mikilli gremju það getur valdið
þegar börn vaxa upp úr fullkom-
lega nýtilegum og heilum úti-
göllum, úlpum og kuldaskóm. Í
dag eru afar góð merki í gangi og
flíkur eru vel brúkleg mun leng-
ur en barnið er að vaxa upp úr
þeim. Stundum gerist nauðsynlegt
að kaupa ný útiföt og -skó hvert
haust. Sum börn taka slíkan vaxt-
arkipp að kaupa þarf 2 sett yfir
veturinn. Þá eru góð ráð dýr því
fjárútlátin eru víst næg fyrir.
Margar leiðir eru til þess að losa
sig við notaðan fatnað eða kaupa
hann. Á Facebook eru nokkrar síð-
ur þar sem hægt er að kaupa full-
komlega nýtileg föt á lægra verði.
Barnaföt – til sölu/óska eftir er
mjög öflug síða og þar er hægt að
selja, kaupa og óska eftir ákveðn-
um fötum. Sumt er gefins, annað
ódýrt – og enn annað kannski ekki
svo – og fólk er gjarnan að semja
um skipti af einhverju tagi. Aðrar
síður sérhæfa sig í merkjavörum
fyrir börn og enn aðrar einhverju
sérstöku merki. Bland.is er einnig
öflug auglýsingasíða þar sem hvers
kyns fatnaður gengur kaupum og
sölum á alls konar verði.
Vitanlega er hægt að fara með
notuð föt í Rauða krossinn og aðra
nytjamarkaði og þar er gjarnan
hægt að kaupa afar heillegan fatn-
að. Þegar þið kaupið notaðan fatn-
að, passið að skoða vel sauma og
athugið með fóðrið. Kíkið á sólana
á skónum og athugið hvort þeir
séu nokkuð of eyddir, þreifið líka
skóna að innan. Passið að franskir
rennilásar virki enn vel.
Þegar frostið
bítur kinn
Nýtum útifötin
sem best