Fréttatíminn - 10.09.2016, Page 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016
VONDU KERFIN:
kvótaKERFIÐ
Aðventusigling & Nürnberg
1. - 8. desember
Aðventan í Þýskalandi er dásamlegur tími. Gamla ríkis og
virkisborgin Nürnberg státar af einum elsta jólamarkaði
landsins sem nýtur sín innan um tignarlegar byggingarnar.
Hápunktur ferðarinnar er þriggja daga sigling eftir Dóná.
Gist er á skipinu tvær nætur í mestu þægindum og komið við
í Regensburg. Einnig verður farið til Bamberg, Würzburg og
Rothenburg sem skarta sínu fegursta á aðventunni.
Verð: 227.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
e
hf
.
Markaðsvirði kvóta er óralangt
frá því leiguverði sem stjórnvöld
innheimta af útgerðarmönnum. Á
nýbyrjuðu fiskveiðiári verða inn-
heimtir aðeins um 4,8 milljarðar
króna. Það jafngildir aðeins um 13
krónum á hvert þorskígildiskíló.
Á síðasta fiskveiðiári bárust Fiski-
stofu tilkynningar um leigu á kvóta
fyrir andvirði um 9,2 milljarða
króna. Með öðrum orðum er leigan
sem útgerðarmenn greiða ríkinu,
4,8 milljarða króna í formi veiði-
gjalda, um 4,6 milljörðum króna
lægri en þeir greiddu hvor öðrum
í leigu á síð- asta fiskveiðiári.
9, 2 m i l l j -
arðarnir sem
tilkynntir voru
inn til Fiskistofu
voru hins vegar
aðeins fyrir tæp-
lega 12 prósent af kvótan-
um. Útgerðarmenn endurleigðu um
11,4 prósent af kvótanum sem þeir
fengu úthlutað gegn 4,8 milljarða
króna veiðigjöldum. Ef við horfum
á útgerðarmenn sem heild þá leigðu
þeir allan kvótann á 4,8 milljarða
króna, endurleigðu 11,4 prósent
hans og fengu alla 4,8 milljarðana
til baka. Á eftir sátu þeir með 4,6
milljarða króna í hagnað plús 88,6
prósent af heildarkvótanum, um
328 þúsund þorskígildistonn.
Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi
ekki sett fiskveiðikvóta á
markað er kvótinn engu á
síður á markaði. Hann geng-
ur bæði kaupum og sölum og
er líka leigður ár í senn. Og
þar með liggur nokkuð ljóst
fyrir hvert markaðsvirði
kvótans er. Heildarkvótinn
er um 1000 milljarða króna
virði og leiguverð á honum
er nálægt 80 milljörðum
króna á ári.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Fyrsta verk ríkisstjórnar Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokks var að lækka
veiðileyfagjöldin. Markmið eldri laga
var að koma veiðigjöldunum upp
í um 13 milljarða króna eða nærri
16 prósent af markaðsvirði kvótans
í viðskiptum útgerðarmanna í millum.
Á yfirstandandi ári verða veiði-
gjöldin aðeins 4,8 milljarðar króna,
sem jafngildir 94 prósent afslætti
frá markaðsvirði.
Ríkið leigir kvótann á 6
prósent af markaðsvirði
Það er ekki annað hægt að segja
en að útgerðarmennirnir hafi kom-
ið merkilega vel út úr viðskiptum
sínum við stjórnvöld.
80 milljarðar á ári
Á bak við 9,2 milljarða króna
kvótaleigu á síðasta ári eru um 11,4
prósent heildarkvótans. Það merkir
að heildarleiguvirði alls kvótans er
nærri 80 milljörðum króna.
Sú upphæð er órafjarri þeim 4,8
milljörðum króna sem stjórnvöld
innheimta hjá útgerðarmönnum
á yfirstandandi fiskveiðiári. Ef við
treystum markaðsverðinu, sem
orðið hefur til í frjálsum viðskipt-
um útgerðarmanna sín á milli, veita
stjórnvöld útgerðarmönnum 94
prósent afslátt af kvótaleigu. Stjórn-
völd leigja útgerðinni kvótann að
andvirði 80 milljarða króna á að-
eins 4,8 milljarða króna. Útgerðar-
menn fá 75 milljarða króna í raun
gefins.
Er verðið raunhæft?
Hversu ábyggilegt er markaðsverð
á kvótaleigu?
Í sumum fiskitegundum má efast
um verðið. Þannig var aðeins leigt
út um eitt prósent heildarkvótans í
loðnu, norsk-íslenskri síld og þorski
í Barentshafi. Þetta eru of lítil við-
skipti til að hægt sé að fullyrða að
verðið í hlutfallslega litlum viðskipt-
um endurspegli verðmæti alls kvót-
ans.
En í öðrum fiskitegundum voru
viðskipti með miklum mun stærri
hluta kvótans. Þannig námu leigu-
viðskipti með úthafsrækju 60 pró-
sent af heildarkvótanum, 36 pró-
sent af steinbítskvótanum voru
leigð út 25 prósent af löngunni og
24 prósent af ýsukvótanum.
Og það sem mestu skiptir; tæp-
lega 11 prósent af þorskkvótanum
voru leigð út á síðasta fiskveiðiári
fyrir meðalverð upp á 216 krónur og
81 eyri á kíló. Miðað við það leigu-
verð er þorskkvótinn í ár rétt rúm-
lega 50 milljarða króna virði.
Lítill hluti íbúða selst
Í flestum viðskiptum þykja viðskipti
með 11 prósent af heildinni gefa
ágæta hugmynd um heildarvirði
alls massans. Um 8 til 10 prósent
íbúða á höfuðborgarsvæðinu skipta
um eigendur á hverju ári. Á grunni
þessara viðskipta er fasteignamat
ákveðið fyrir allar íbúðir, fast-
eignaskattar lagðir á og veðhæfni
íbúða metið. Gríðarlega umfangs-
mikil viðskipti byggja á þessu verð-
mati sem fæst af viðskiptum með 8
til 10 prósent heildarinnar. Engum
dettur í hug að vefengja þetta mat.
Við leyfum okkur jafnvel að
ganga út frá því að sala á 605 íbúð-
um af 83.400 íbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu gefi góða mynd af
verðsveif lum á íbúðarhúsnæði í
ágústmánuði. Það eru aðeins 0,7
prósent af heildinni.
Miðað við það þyrfti kannski ekki
að gera þann fyrirvara sem hafð-
ur var hér að ofan um áreiðan-
leika þess að áætla heildarvirði alls
síldarkvóta út frá viðskiptum með
um eitt prósent af öllum kvótanum.
Lítil viðskipti með hlutabréf
Svipaða sögu er að segja af við-
skiptum með hlutabréf. Þótt þau
gangi kaupum og sölum er aðeins
lítill hluti bréfanna sem eru í raun
á markaði. Í hverju félagi er kjarni
hluthafa sem er ekki í neinum sölu-
hugleiðingum. Í sumum félögum
er jafnvel aðeins lítið brot sem er í
raun á lausu. Samt efast enginn um
að síðustu viðskipti gefi raunsanna
mynd af markaðsvirði félagana, fólk
og fyrirtæki færa þau til bókar og
skatturinn leggur á samkvæmt því.
Á hverju ári er veltuhraði hluta-
bréfa í kauphöllinni á Íslandi um 55
prósent af öllum bréfum. Að meðal-
tali er því innan við 5 prósent hluta-
bréfanna sem skipta um eigendur.
Samt efast enginn um að viðskiptin
með hlutabréf í síðasta mánuði hafi
endurspeglað raunverulegt mark-
aðsvirði þeirra.
Eðlilegt hlutfall leigu
Síðustu stórviðskipti með varan-
lega kvóta urðu þegar HB Grandi
keypti 1600 tonn af Hafnarnesi
Ver fyrir rétt tæplega 4 milljarða
króna. Í þessum viðskiptum skiptu
um 0,7 prósent af þorskkvótanum
um eigendur. Verðið sem greitt var,
var hvorki óeðlilega hærra né lægra
en sambærileg viðskipti misserin
á undan.
Samkvæmt þessum viðskiptum
er þorskkvótinn við Ísland um 570
milljarða króna virði og allur kvóti
Íslendinga í öllum fiskitegundum
um 1010 milljarða króna virði.
Það er því til bæði markaðsvirði
varanlegs kvóta og leigukvóta.
Annars vegar er allur kvóti 1010
milljarða króna virði við varanlega
sögu og hins vegar um 80 milljarða
króna virði í ársleigu.
Gengur þetta tvennt saman? Er
raunhæft að ársleiga á einhverju
sem kostar 1010 milljarða króna sé
80 milljarðar króna?
Ef kvótinn væri verslunarhús-
næði gætum við spurt hvort eðlilegt
væri að leigja út 50 milljón króna
eign á 330 þúsund krónur. Ja, það
þætti lágt leiguverð við Laugaveg-
inn eða inni í Kringlu en líklega
sanngjarnt í úthverfunum.