Fréttatíminn - 10.09.2016, Síða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016
ŠKODA Octavia G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar
eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt
án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.
Þú kemst lengra en borgar minna
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is
G-TEC FYRIR NÁTTÚRUNA OG VESKIÐ
ŠKODA Octavia G-TEC
Verð frá 3.490.000 kr.
Sjálfskiptur frá 3.690.000 kr.
Það er því ekki hægt að segja að
markaðsvirði á varanlegum kvóta
og leigukvóta vísi í sitt hvora áttina.
Þvert á móti virðist þarna vera
ágætt jafnvægi á milli. Útgerðar-
menn eru óvitlausir þegar þeir
meta verðmæti kvótans.
Það eru stjórnvöld sem virðast
ekki átta sig á verðmætinu. Að leigja
eitthvað út sem kostar 1010 millj-
arða króna á 4,8 milljarða króna á
ári er úr takt við alla þekkta eigna-
leigu. Það tæki eigandann um 210
ár að innheimta verðmæti eignar-
innar með leigunni.
Mikil leiga inn í rekstri
Það kann að vera að þessi svim-
andi upphæð, 80 milljarðar króna,
standi í einhverjum. Hvernig eiga
útgerðarmenn að geta greitt 80
milljarða króna í leigu í fyrir kvót-
ann? Þetta er næstum tvöfalt hærri
upphæð en nam samanlögðum
hagnaði 30 stærstu útgerðarfyrir-
tækjanna 2014 þegar þau skiluðu 43
milljarða króna hagnaði. Fæst félag-
anna hafa skilað inn ársreikningum
fyrir síðasta ár svo það er ekki hægt
að sjá hvert hlutfallið væri á móti
hagnaði síðasta árs. Ef við gerum
ráð fyrir að öll greinin hafi skilað
viðlíka hagnaði og 30 stærstu fyrir-
tækin næmi árshagnaður útgerðar-
manna um 49 milljörðum króna.
En áður en við ræðum hagnaðinn
er rétt að benda á að áður en til hans
kemur höfðu útgerðarmennirnir
greitt veiðigjöld, 9,2 milljarða króna
fiskveiðiárið 2013/14 og 7,7 milljarða
króna 2014/2015. Meðaltal þess eru
8,5 milljarðar króna. Ef við drögum
það frá 80 milljörðunum þá sitja eft-
ir 71,5 milljarðar.
Næst þyrftum við að taka frá
þá kvótaleigu sem útgerðarmenn
greiða hver öðrum. Eins og áður
sagði nam sú leiga um 9,2 milljörð-
um á síðasta fiskveiðiári. Að henni
frádreginni vantaði enn 62,3 millj-
arða króna.
Kvótaleiga í formi vaxta
En það er meiri kvótakostnaður
inn í reikningum útgerðarfélag-
anna en kvótaleiga og veiðigjöld.
Frá því kvótakerfið var sett og á,
og einkum á tímabilinu frá því að
frjálst framsal var sett á, hefur mik-
ið magn kvóta skipt um eigendur.
Á tiltölulega fáum árum juku 10
stærstu félögin hlut sinn úr fjórð-
ungi í helming alls kvóta. Þau drógu
til sín kvóta sem samkvæmt síðustu
sölu, kaupum HB Granda á kvóta í
Þorlákshöfn, er um 250 milljarða
króna virði.
Til að fjármagna þessi kvótakaup
fengu fyrirtækin lán í bönkum. Því
miður er ekki hægt að einangra
skuldir útgerðarfyrirtækjanna
vegna kvótakaupa í reikningum
þeirra. En miðað við 5 prósent árs-
vexti þyrftu félögin að greiða um
12,5 milljarða árlega til að halda við
250 milljarða króna lánum vegna
kvótakaupa.
Þetta eru náttúrlega ekki rauntöl-
ur, aðeins dæmi til að gefa til kynna
stærðarhlutföllin varðandi kvóta-
kaup. Ef við gerum ráð fyrir að út-
gerðarfélögin greiði þessi lán niður
á 20 árum þá nema afborganir og
vextir þeirra á tímabilinu um 380
milljörðum króna vegna kaupa á
fjórðungshlut af heildarkvótanum
eða um 19,1 milljarði árlega.
Nú má deila um hversu traust
þessi ágiskun er, að á hverjum tíma
séu útgerðarmenn að greiða fyrir
um kaup á um 25 prósent af heildar-
kvótanum. Ef menn vilja heldur
reikna með fimmtungi þá er upp-
hæðin 16,4 milljarðar króna á ári
en ef menn vilja reikna með þriðj-
ungi þá er upphæðin 23,4 milljarð-
ar króna.
Til einföldunar skulum við reikna
með 19,1 milljarði króna árlega. Sú
fjárhæð dregst frá 80 milljörðunum
ásamt veiðigjöldum og kvótaleigu.
Eftir sitja þá 42,2 milljarðar króna.
Ógnargróði útgerðarinnar
Af þessu sést að útgerðin greið-
ir umtalsverðar upphæðir í
kvótaleigu. Gallinn er að aðeins
lítill hluti þeirra rennur til al-
mennings. Hann fær veiðigjöldin
en önnur kvótaleiga rennur til út-
gerðarmanna sjálfra. Kvótaleiga í
formi kaupa á varanlegum kvóta
rennur að hluta til fjármálastofnana
í formi vaxta en að hluta til annarra
útgerðarmanna eða þeirra sem eru
að hætta útgerð.
49 milljarða króna árshagnað-
ur útgerðarmanna er ótrúleg há
upphæð. Í úttekt Fréttatímans fyrr
í sumar kom fram að arðsemi út-
gerðar var meira en fjórum sinn-
um meiri en annarra fyrirtækja á
Íslandi að meðaltali. Ef við reikn-
um með að mismunurinn sé auð-
lindarentan þá getum við sagt að
af 49 milljarða króna hagnaði út-
gerðarinnar 2014 hafi um 12 millj-
arðar króna verið venjulegur fyrir-
tækjahagnaður en um 37 milljarðar
verið sambland af auðlindarentu og
gengishagnði vegna lágs gengis ís-
lensku krónunnar.
En eins og hér hefur komið fram
er auðlindarentan enn meiri en
þetta, því áður en að til hagnaðar
kom höfðu útgerðarmenn greitt
fyrir rentuna með veiðigjöldum,
kvótaleigu og afborgunum og vöxt-
um af kvótakaupum.
Þegar allt þetta er lagt saman sest
hversu gríðarverðmætur kvótinn er
og auðlindarentan gjöful. Það er því
ekki að furða þótt útgerðarmenn
meti kvótann upp á 1010 milljarða
króna í varanlegu formi og ársleig-
una upp á 80 milljarða króna.
Þorskurinn 50 milljarða virði
Hlutfall leigu Markaðsvirði
Leiguverð kg. af heildarkvóta kvóta m.kr.
Þorskur 216.81 11% 50,098
Ýsa 193.78 24% 6,349
Loðna 66.41 1.5% 6,309
Karfi/gullkarfi 72.13 10% 3,224
Grálúða 163.35 14% 2,094
Humar 1,431.01 5% 1,749
Síld 31.93 8% 1,745
Ufsi 33.03 16% 1,720
Norsk-íslensk síld 28.79 1.1% 1,204
Kolmunni 6.93 0.10% 1,073
Djúpkarfi 75.01 11% 918
Barentshafsþorskur, Noregur 128.79 0.8% 843
Steinbítur 72.35 36% 604
Barentshafsþorskur, Rússland 138.79 0.8% 568
Skarkoli 63.99 42% 444
Úthafsrækja 81.50 60% 309
Langa 39.48 25% 304
Gulllax 26.35 5% 197
Þykkvalúra 159.60 55% 164
Úthafskarfi 61.77 25% 154
Keila 46.06 11% 147
Skötuselur 202.02 74% 136
Langlúra 49.76 37% 52
Blálanga 17.29 7% 33
Sandkoli 16.65 41% 8
Hér má sjá leiguvirði kvótans í einstökum fiskitegundum, annars vegar meðalverð á
kíló og hins vegar heildarvirði kvótans miðað við það verð. Hlutfallstalan sýnir hversu
mikill hluti kvótans er á bak við þessi viðskipti. Ef hlutfallið er undir 5 prósent má
véfengja verðið en engin ástæða er til að efast um markaðsverðmæti þeirra tegunda
þar sem meira en tíundi hluti kvótans var leigður út.
Grandi fær álíka
og allir borga
Leiguverðmæti
kvótans m.kr.
HB Grandi hf. 4,760
Samherji Ísland ehf. 3,282
Þorbjörn hf 3,044
Vísir hf 2,721
FISK-Seafood ehf. 2,709
Skinney-Þinganes hf 2,640
Rammi hf 2,342
Vinnslustöðin hf 2,243
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 1,892
Útgerðarfélag Akureyringa ehf 1,667
Nesfiskur ehf 1,594
Síldarvinnslan hf 1,560
Gjögur hf 1,342
Brim hf 1,259
Jakob Valgeir ehf 1,114
Ísfélag Vestmannaeyja hf 940
Loðnuvinnslan hf 867
Ögurvík hf 861
Bergur-Huginn ehf 829
K G fiskverkun ehf 823
Miðað við markaðsverð á kvótaleigu í
einstökum fisktegundum á síðasta ári
nemur verðmæti kvótans sem HB Grandi
fær um 4.760 milljónum króna, rétt
aðeins lægri upphæð en öll útgerðar-
fyrirtæki greiða í kvótaleigu til ríkisins í
formi veiðileyfisgjalda. Verðmæti kvóta
Samherja er um 3.282 milljónir króna,
en ef tekin erum með skyld fyrirtæki,
Útgerðarfélag Akureyringa og Síldar-
vinnslan, fær sá hópur fyrirtækja kvóta
árlega sem nemur um 6,5 milljörðum
króna.