Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 10.09.2016, Side 16

Fréttatíminn - 10.09.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. september 2016 ir, en ekki fjögur hundruð þús- und eins og var kannski nær lagi, en honum skeikaði þar um eitt núll. Það er líklega í þessa út- sendingu sem Zbigniew er að vísa til þegar hann segir að flökkusagan um sældarríkið hafi dregið dilk á eftir sér og að margir Pólverjar hafi komið til landsins á fölskum forsendum. Árið eftir, á hrunár- inu sjálfu, flugu 7.770 Pólverjar til landsins á móti þeim 5542 sem fóru af landi brott – og já, hluti þeirra strandaði allavega um tíma hvort sem það var á Skemmuvegi eða á Gistiskýlinu. „Strandhótelið“ á Skemmuvegi Á Skemmuvegi bjuggu að meðaltali 70 til 100 manns þegar Zbigniew bjó þar árið 2011. Hann leigið lítið herbergi og í næsta herbergi voru hjón með unga dóttur sína. Hjónin höfðu komið hingað til lands með alrangar væntingar og komust ekki heim aftur. Ástandið fór mjög illa með fjölskylduna sem flosnaði upp og Zbigniew var fenginn til þess að passa dótturina á meðan móðirin vann á pítsustað. Zbigni- ew lýsir þessu sem vakningu í sínu lífi. Líf hans fékk tilgang og með honum og Önnu, móður barnsins, varð ástarsamband og hann hug- leiddi að flytja af Skemmuvegi með mæðgurnar og koma þeim í betra umhverfi. Blekkingameistarinn Krystlow Á Skemmuvegsárunum keyrði bíll á Zbigniew þegar hann kom hjólandi nálægt svefnstað sínum. Hann flaug upp á húddið á bílnum og brákaði bakið og eins og hann lýsir því sjálfur, lá hann á húddinu og greip um sitt hvora rúðuþurrk- una með lúkunum. En óhapp- ið varð til þess að hann fékk smá tryggingarfé, nóg til þess að borga út í íbúð í Breiðholtinu. Þegar hann fékk féð útborgað hugðist hann koma sér og nýju fjölskyldu sinni undir eigið þak. Hann fékk aftur vinnu hjá Múr og Mál og líf hans fékk stefnu og tilgang. Fjölskyldan flutti í íbúðina, en Krystlow nokk- ur hafði milligöngu um söluna. Það er náungi hvers nafn margir Pól- verjar á Íslandi hnjóta um. Hann er þekktur fyrir að vera blekkinga- meistari af fyrstu gráðu og hefur haft fé af mörgum. Ein flökkusagan af Krystlow er sú að hann eigi fimm konur, en aðallega er hann frægur fyrir að leita uppi veglausa Pólverja sem eru mállausir og geta ekki bjarg- að sér á Íslandi. Hrekklaust tekur fólk ákvörðun um að því sé borgið með því að leggja trúnað á botn- laust málskrúðið sem hann leggur fyrir það. Þannig hefur hann talið fólki trú um að hann tali góða ís- lensku sem kunnugir segja að eigi sér enga stoð í raunveruleikan- um. Krystlow hefur haft peninga af mörgum fjölskyldum og verið eftirlýstur, jafnvel af pólskum yfir- völdum. En erfitt var að herma upp á hann nokkuð misjafnt þangað til að einhver tók upp á því að biðja um kvittun fyrir greiðslu sem hann lét af hendi í viðskiptum sínum við hann. Þá var fyrst hægt að íhuga kæru á hendur honum. Engin kvittun En Zbiegniew bað ekki um kvittun þegar Krystlow sá um kaup hans á íbúðinni í Breiðholtinu, held- ur rötuðu eftirstöðvar af greiðsl- unum ekki til fasteignasölunnar heldur beint inn á reikning milli- göngumannsins. Þannig missti fjöl- skyldan íbúðina þegar kom í ljós að greiðslurnar höfðu aldrei far- ið áfram frá Krystlow heldur lentu þær í eigin vasa Krystlows. Ótal sögur af Krystlow flakka um pólska samfélagið og engin virðist vita hvort hann sé ennþá á landinu eða hvað hann sé að sýsla með í dag né undir hvaða nafni hann siglir.   Get ekki búið á Íslandi mállaus Zbiegniew nennir ekki að velta sér upp úr þessu en segir að lífið hafi ekki verið neitt einfaldara síð- an hann stofnaði fjölskyldu sína. Hann býr í dag í Kópavogi í litlu húsi þar sem honum líður mjög vel. En húseigandinn hafi loks- ins getað selt húsið og að hann sé á götunni með fjölskyldu sína frá og með 1 nóvember. Zbiegniew og Anna eignuðust lítinn dreng fyrir tveim árum sem var að fá inni á leikskóla og dóttirin, sem Zbiegni- ew gekk í föðurstað, er byrjuð í skóla. „Hún talar betri íslensku en pólsku,“ segir Zbiegniew sem segir ómögulegt fyrir sig sjálfan að eyða ævinni á Íslandi. „Ég get ekki lært tungumálið og mun því aldrei kom- ast inn í þjóðfélagið og ég get ekki afborið það,“ segir Zbiegniew. „Ég veit ekki hvað bíður okkar, það er allt öðruvísi að vera kominn með fjölskyldu, þá er ekki hægt að róta börnunum til og frá. Ef ég væri einn gæti ég sofið á bekk eða farið eitthvert á morgun.“ En Zbiegniew segir Ísland ekki vera gott fyrir fjöl- skyldufólk þar sem hérna ríki bæði atvinnu- og húsnæðisóöryggi. Ég á land í Póllandi Ég á land í Póllandi sem ég hafði hugsað mér að börnin mín gætu erft, en það er alltaf möguleiki að fara aftur heim og sýsla með þetta land og lifa af því. En ég veit ekki, það kemur allt í ljós, ég finn eitt- hvað út úr þessu, í augnablikinu er ég allavega að skima eftir húsi fyrir okkur fjölskylduna á Íslandi ég vil helst ekki fara í íbúð, ég fæ andarteppu ef ég þarf að hírast í blokkaríbúð, segir Zbiegniew og tekur fram símann sinn og sýnir myndband af syni sínum þar sem hinn tveggja ára, af mikilli þolin- mæði, reynir að grípa um og ná haldi á örmjórri vatnsbunu sem rennur sleitulaust af þaki hússins heima, sem er um þessar mundir í Kópavogi. Zbiegniew starfar í Gistiskýlinu þar sem margur maðurinn hefur strandað. Hann vinnur vaktavinnu og gengur í mörg störf en þar er fáliðað. Allir gera allt. „Ég á land í Póllandi sem ég hafði hugsað mér að börnin mín gætu erft, en það er alltaf möguleiki að fara aftur heim og sýsla með þetta land og lifa af því. En ég veit ekki, það kemur allt í ljós.“ Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR námskeið Að para saman mat og vín Í vetur heldur Tapasbarinn skemmtileg tapas- og vínsmökkunarnámskeið þar sem farið er yfir galdurinn við að para saman mat og vín. Námskeiðin eru tilvalin fyrir alla; einstaklinga og hópa. Aðaláherslan er að hafa gaman … saman. Vínsnillingar Tapasbarsins og Stefán Ingi Guðmundsson víngúrú sjá um námskeiðin. Smakkaðar verða 10 tegundir af sérvöldum vínum með 13 mismunandi tapasréttum. Meðal rétta sem smakkaðir verða: • Ekta spænsk serrano • Kolkrabbi • Saltfiskur • Beikonvafðar hörpuskeljar og döðlur • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Iberico secreto • Lamb í lakkrís Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum milli klukkan 16 og 18 og kosta 6.900 kr. á mann. Dagsetningar: • 22. september • 6. október • 20. október • 3. nóvember • 17. nóvember Skráning er á tapas@tapas.is Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 551 2344 TAPAS VÍNSMÖKKUN&

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.