Fréttatíminn - 10.09.2016, Síða 40
Kvöld
Þegar börnin eru kom-
in í bælið er gott að
taka fram tölvuna og
horfa á nýju Narcos
seríuna á Netflix. Ekk-
ert betra en að vera
sófaklessa á laugar-
dagskvöldi og horfa á
eiturlyfjadrama.
Morgunn
Gott er að mæta eldsnemma um
helgar í pottinn í hverfislauginni áður
en helgarsvefnpurkurnar
vakna úr hýðinu. Ró
og friður og frábær
leið til að byrja
daginn. Kannski
að fá sér snúð
eftir á.
Hádegi
Þegar maður vaknar snemma um helgar þarf
maður að stoppa um hádegi og
taka sér smá pásu. Í pásunni
er gott að setjast á einhvern
góðan útibekk og hlusta á
nýju plötuna hennar MIA, AMI.
LAUGAR-
DAGS-
ÞRENNAN
Fólkið mælir með…
Dröfn Ösp
Snorradóttir-Rosaz
Nostalgíumynd:
Myndir sem eg get
alltaf mælt með að
horfa á aftur og
aftur eru Back to
the Future 2 og Ace
Ventura Pet Detective.
Snakk: Uppáhalds snarl þessa
dagana er Kettle korn, popp korn
sem er sætt og salt.
Útvarpsþáttur: Svo að sjálfsögðu
mæli ég með að hlusta á pod-
kastið „Englaryk“ á Alvarpinu/Nú-
tímanum sem ég og Hanna Eiríks,
verkefnastýra hjá UN women,
förum yfir það helsta í slúðrinu, en
ekki hvað!!!
Þórunn Björk
Pálmadóttir
Nostalgíubíómynd:
Sennilega fyrsta Indi-
ana Jones myndin,
hitti beint í mark með
sínum ævintýra- og
hetjuljóma. Svo er Gre-
ase náttúrulega alltaf klassísk.
Snakk: Mæli með að allir skelli
sér í berjamó fyrir fyrsta frost. Í
þessari berjatíð er nóg til af berj-
um á heimilinu. Snakk vikunnar er
þess vegna ber, krækiber og helst
með ristuðum kókosflögum. Dá-
samlegt saman.
Útvarpsþáttur: Eini útvarps-
þátturinn sem ég hef fylgst með
að einhverju ráði, eftir að Lög
unga fólksins hættu, er; Nei, hættu
nú alveg með Villa naglbít. Fyrst
hann er ekki á dagskrá, get ég ekki
mælt með neinum þætti.
Kjartan Yngvi
Björnsson
Nostalgíumynd: Ég er
rosalegt nostalgíu-
búnt, helst í kvik-
myndir sem ég horfði
á með systkinum
mínum (of oft) eins og
Monty Python and the Holy Grail
eða Pirates of Penzance.
Snakk: Blanda cumin, cayenne-
-pipar, túrmerik, karrídufti, slurk
af salti og vatni í þunnt mauk.
Hræra möndlum í mixið og rista á
200° í 20 mínútur. Einfaldar, ódýr-
ar og geggjaðar kryddmöndlur.
Útvarpsþáttur: Ókei, ég er menn-
ingarsnobbsklisja en ég fíla
bara Víðsjá í drasl. Vandaður og
spennandi þáttur!
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
LJÓSADAGAR
8. - 25. SEPTEMBER
AF ÖLLUM LÖMPUM OG LJÓSUM
25 - 50%
Silvia mini
24x34 cm
13.990 kr.
10.492 kr.
Sparaðu 3.498 kr.
Carmina mini
22x32 cm
14.990 kr.
11.242 kr.
Sparaðu 3.748 kr.
Eos stórt
40x65 cm
46.990 kr.
35.242 kr.
Sparaðu 11.748 kr.
Duft í kalt vatn, bragðlaust eða hylki
Náttúrulegt
Þörunga magnesíum
ENGIN
MAGAÓNOT
Mikil virkni