Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 10.09.2016, Síða 46

Fréttatíminn - 10.09.2016, Síða 46
Markmið mikilvæg Hafdís segir góð markmið vera eina helstu ástæðu fyrir því að fólk haldi áfram að mæta í ræktina. Hafdís Björg, einkaþjálfari og fitnessdrottning, veit hvað hún syngur þegar kemur að líkamsrækt. góð ráð fyrir þá sem eru að byrja í ræktinni Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þegar fer að hausta flykkjast Íslendingar gjarnan inn í líkams-ræktarstöðvarnar. Hjá mörgum er það einfaldlega hluti af því að koma sér í rútínu eftir sumarið og friða samviskuna eftir fríið. En það er ekki nóg að mæta bara í ræktina, það þarf að gera eitthvað og helst gera það rétt, til að ná árangri. Þá er ýmislegt annað sem gott er að hafa bak við eyrað og tileinka sér til að ná árangri, eins og að æfa alltaf á sama tíma, gera plan, hafa góðan æfingafélaga og fleira. amk fékk Hafdísi Björgu Krist- jánsdóttur, einkaþjálfara í World Class og tvöfaldan Íslandsmeistara í fitness, til að gefa lesendum, sem eru að koma sér af stað í ræktinni, nokkur ráð. Sjálf er hún 29 ára gömul, þriggja barna móðir, mikill dýravinur og stefnir á heimsmeist- aramótið í fitness í nóvember. Hún ætti því að vita hvað hún syngur þegar kemur að líkamsrækt. Markmið Markmið eru megin ástæða fyrir því að fólk heldur áfram og setur hreyfingu í forgang. Langbest er þó að setja sér eitt stórt markmið sem maður bútar niður í smærri, svo að leiðin að stóra markmiðinu verði hvetjandi. Að ná litlu mark- miðunum er stóri sigurinn. Plan Ekki bara mæta og gera eitthvað. Það skiptir ekki máli hvað þú kannt og hvað þú veist mikið um æfingar, það er alltaf gott að hafa plan. Hægt er að finna allskon- ar æfingaplön á internetinu en ég mæli þó alltaf með því að fólk komi sér í samband við þjálfara og finni út æfingaplan sem er einstaklingsmiðað og hjálpar þér að ná þínum markmiðum. Að kynnast umhverfinu Ef þú ert að byrja er gott að fá leiðsögn um salinn og tækja- kennslu. Að koma í fyrsta sinn inn í líkamsræktarstöð getur verið eins og að labba inn í frumskóg. Ef upplifunin er slæm í fyrsta sinn er mjög ólíklegt að þú fáir þig til þess að mæta aftur, svo nýttu þér tækja- kennsluna. Það eru lang flestar lík- amsræktarstöðvar sem bjóða upp á slíka þjónustu. Rútína Koma æfingartímanum í rútínu og hafa þennan tíma heilagan. Ekki plana klippingu á æfingartíma. Ef þú ert alltaf að færa tímann og rugla í rútínunni verður þetta fljótt að detta upp fyrir og þú verður farin að taka Bónus ferð- irnar fram yfir góða æfingu áður en þú veist af. Finndu þér tíma og haltu rútínu. Hvatning Góður æfingafélagi, góð tónlist, skemmtilegt umhverfi. Hvað hvetur þig áfram? Finndu þína hvatningu og þinn drifkraft. Það getur verið æfingafélaginn sem að dregur þig á æfingu þegar veðrið segir þér að kúra aðeins lengur eða leggjast upp í sófa og horfa á einn þátt. Það getur verið eitt lag sem virkilega kemur þér í gírinn eða það getur verið bara þetta yndislega skemmtilega umhverfi sem þín líkamsræktarstöð hefur upp á bjóða. Það skiptir ekki máli hvað það er, finndu þitt. 5 Benecta hjálpar til við bólguúrvinnslu …heilsa 6 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Benecta • Hjálpar líkamanum að vinna úr bólgum • Styður við uppbyggingu vefja s.s. brjósks, sina og beina • Hjálpar til við að viðhalda heilbrigðu stoðkerfi • Auðveldar hreyfigetu Aukinn liðleiki og minni verkir með Benecta Benecta er íslenskt fæðubótarefni unnið úr rækjuskel, sem stuðlar að úrvinnslu á bólgum í líkamanum og verndun vefja í stoðkerfi. Benecta inniheldur kítínfá­ sykrur sem eru unnar úr rækju­ skel. Sykrungarnir bindast bólgu­ próteinum í líkamanum og hjálpa líkamanum að vinna úr bólgum og styðja við uppbyggingu vefja og auka þannig liðleika og hreyfi­ getu. Með daglegri inntöku má draga úr bólgum og óþægindum og þannig auka úthald og orku. Jafnframt stuðlar Benecta að endurnýjun vefja (s.s. brjósks, sina og beina) og hjálpar því til við að viðhalda heilbrigðu stoðkerfi. Notkun Benecta Dagleg inntaka af Benecta get­ ur hjálpað líkamanum að vinna úr bólgum hvort sem þær eru af völdum álags eða hækkandi aldurs. Benecta er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri. Skammtar: 2 hylki á dag fyrstu mánuðina. Eftir það 1­2 hylki á dag. Mælt er með því að taka Benecta á fastandi maga. Ekki Unnið í samstarfi við Vistor hf. Ég hef verið með brjósk­skemmdir í hné i mörg ár og hefur það orsakað bólgur og þreytuverki í hnjám,“ segir Sigurður H. Stef­ ánsson, fyrrum handboltakappi. „Verkir og bólgur hafa verið mis­ miklir eftir álagi en ég fann mik­ inn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka Benecta. Það hefur komið þannig fram að þreytuverkir eru svo til farnir og liðleiki hefur auk­ ist en áður var stundum erfitt að beygja hnén. Er ekki frá því að annar stirðleiki í líkamanum hafi líka minnkað eftir að ég byrjaði að taka Benecta,“ segir Sigurður ennfremur. Benecta „Benecta styður við náttúru­ lega viðgerðarferla í líkamanum og hjálpar til við bólguúrvinnslu og getur þannig stuðlað að auk­ inni hreyfigetu,“ segir Guðný Traustadóttir, markaðstengill hjá Vistor hf. Benecta fyrir betri líðan Sigurður H. Stefánsson „Verkir og bólgur hafa verið mismiklar eftir álagi en ég fann mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka Benecta.“ Mynd | Rut Benecta fæst í apótekum, Heilsuhúsinu og Perform.is skal taka meira en ráðlagðan dag­ skammt (2 hylki). Hvert hylki inniheldur 300mg af kítínfásykrum sem unnar eru úr rækjuskel. Engin aukaefni eru í Benecta. Benecta er ekki ætlað þunguð­ um konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi. Íslensk framleiðsla Benecta er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís. Mikil þróunarvinna og áralangar rann­ sóknir liggja að baki vörunni sem byggir á sérhæfðri þekk­ ingu tengdri framleiðslu á lyfjum og fæðubótarefnum unnum úr rækjuskel. Þróun Benecta hefur staðið yfir undanfarinn áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn. Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. AUGNVÍTAMÍN Augnheilbrigði Við aldursbundinni augnbotnahrörnun

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.