Fréttatíminn - 10.09.2016, Síða 51
Friends
Búinn að horfa á suma þættina
alltof oft... en alltaf er þetta jafn
fyndið.
Office (UK)
David Brent er ævintýralega
glataður en bara svo dásamlegur
samt. Óþægilegt áhorf á köflum en
óborganlega fyndið.
Entourage
Botnlaus og afslappaður töffara
skapur – í miklu uppáhaldi.
Sopranos
Stórkostlegir þættir – heilög stund
á mánudagskvöldum þegar RÚV
sýndi þessa snilld.
Breaking Bad
Serían fór rólega af stað en maður
lifandi þegar leið á var maður bú
inn að ánetjast Walter White.
Klovn
Frank er einn af mínum uppáhalds
– hann og Casper ganga svo
æðislega yfir strikið stundum, ekki
hægt annað en að elska þá!
Svo hefði ég getað bætt við
Seinfeld, Fargo, Narcos, Jinx og
Stranger Things sem ég dýrkaði.
Uppáhalds
sjónvarpsþættirnir.
Amk fékk Jón Gunnar Geirdal,
almannatengil hjá Yslandi, til að
segja frá uppáhalds sjónvarps
þáttunum.
Heilög stund á mánudögum þegar RÚV sýndi Sopranos
25 ára afmæli Add-
ams-fjölskyldunnar
Bíó Paradís laugardag kl. 20
Frábært tækifæri til að sjá þessa
sígildu mynd í fullum bíósal. Gest-
ir eru meira að segja hvattir til
að mæta í búningum! Addams
fjölskyldan daðrar við dauðann á
margvíslegan hátt, og verur eins
og afhöggvin hönd er þjónn þeirra.
Þau eru einnig nokkuð auðug. Enn-
fremur koma bæklaður bókhaldari
og okurlánari við sögu og áætlanir
um smygla syni okurlánarans inn
í fjölskylduna sem hinum löngu
týnda frænda Fester. Getur hann
komist inn í dýflissuna og rænt
peningum fjölskyldunnar, áður en
fjölskyldan áttar sig á því að hann
er í raun og veru ekki frændinn Fe-
ster? Leikstjóri er Barry Sonnen-
feld en aðalhlutverk leika Anjelica
Huston, Raul Julia, Christopher
Lloyd og Christina Ricci.
Fríið sem breyttist í
hrollvekju
RÚV sunnudag kl. 21.40
Blóðrautt sólarlag
Sjónvarpsmynd frá 1977 byggð á
handriti Hrafns Gunnlaugssonar,
sem jafnframt er leikstjóri. Myndin
fjallar um tvo kunningja sem fara í
frí saman til afskekkts þorps, klyf-
jaðir brennivíni, byssum og öðrum
skotfærum og þar taka óvæntir
atburðir að gerast. Leikendur: Ró-
bert Arnfinnsson, Helgi Skúlason
og Rúrik Haraldsson.
Er líf á öðrum
hnöttum?
RÚV mánudag kl. 20.05
Heimur mannkynsins
Fyrsti þáttur í áhrifamikilli heim-
ildaþáttaröð frá BBC um
sögu mannkynsins.
Í þáttunum reynir
umsjónarmaður-
inn Brian Cox að
leysa helstu gát-
ur mannkynsins.
Hvar erum við í
alheiminum? Hver eru
örlög plánetunnar jarðar? Hvernig
þróaðist mannsheilinn og með-
vitund hans? Mun okkur takast
að finna líf á öðrum hnöttum eða
erum við ein í alheiminum?
Gott grín og
drama Jón
Gunnar Geirdal
er hrifinn af
Klovnbræðr
um og David
Brent en
jafnframt
alvarlegri
þáttum á
borð við
Sopranos
og Break
ing Bad.
verslunin.karakter
NÝJAR VÖRUR
HAUST 2016
…sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016