Fréttatíminn - 10.09.2016, Blaðsíða 54
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Jóhanna Margrét Gísla-dóttir, dagskrárstjóri hjá 365 miðlum, eignað-ist soninn Harald Breka, ásamt eiginmanni sínum
Ólafi Sigurgeirssyni, í júní síðast-
liðnum. Jóhanna hafði æft crossfit í
nokkurn tíma þegar hún varð ólétt
og í samráði við ljósmóður hélt hún
því áfram á meðgöngunni og alveg
fram á síðasta dag.
Erfitt að komast ekki á æfingu
„Það var markmið hjá mér að æfa
eins mikið og ég gæti á meðan ég var
ólétt og mér fannst það hjálpa mér
mikið á meðgöngunni. Ég var búin
að æfa crossfit í tvö ár og var búin
að lesa mér til um að maður gæti
haldið áfram á meðgöngunni með
því að breyta æfingunum,“ segir Jó-
hanna en hún fékk góða leiðsögn
hjá þjálfaranum sínum, Jakobínu
Jónsdóttur hjá Crossfit Reykjavík.
„Við hjónin tókum meira að segja
æfingu saman á settum degi og
hann setti á sig þyngingarvesti sem
var jafnþungt og óléttukílóin mín.
Þannig hann fékk að prófa að taka
æfingu tíu kílóum þyngri og hon-
um fannst það mjög erfitt,“ segir
Jóhanna og hlær. Hún gat reyndar
ekki æft af miklum krafti alla með-
gönguna vegna grindargliðnunar,
og varð að taka sér hlé frá æfingum
um nokkurra vikna skeið. „Það var
versti tími meðgöngunnar, að geta
ekki gert neitt. Ég hafði áhyggjur
af því að þannig yrði það restina
af meðgöngunni en sem betur fer
náði ég að koma mér aftur af stað
með því að breyta æfingunum enn
frekar.“
Sterkari á sumum sviðum
Jóhanna segir það hafa skipt miklu
máli fyrir bæði líkamlega og and-
lega heilsu sína á meðgöngunni
að geta haldið áfram að æfa. „Mér
fannst þetta alveg nauðsynlegt. Þó
það væri ekki nema suma daga bara
að taka upphitun. Mér leið miklu
betur,“ segir Jóhanna sem gerir sér
þó grein fyrir því að það eru ekki
allar konur sem hafa tök á því að
hreyfa sig á með-
göngunni. Hún
var heppin að geta
það. „Ljósmóðir-
in mín var ánægð
með að ég skyldi
halda áfram að
æfa. Ég held líka
að ég hafi verið
betur búin undir
fæðinguna fyrir
vikið. Hún gekk
mjög vel og ég vil
meina að hreyf-
ingin hafi haft sitt
að segja.“
Og Jóhanna er
komin af stað aft-
ur. „Ég tók mér al-
veg frí í sex vikur,
fyrir utan göngut-
úra. En svo byrj-
aði að mæta aftur
í venjulega tíma
eftir að ég fékk grænt ljós frá lækni
um að ég mætti byrja að æfa. Ég
er að prófa mig áfram og það hef-
ur gengið rosalega vel. Mér finnst
ég á sumum sviðum næstum því
sterkari eftir meðgönguna heldur
en fyrir. Það hefur allavega kom-
ið mér á óvart hvað líkaminn er í
góðu standi. En það er skynsemin
sem skiptir öllu máli í þessu,“ bend-
ir hún á.
Jóhanna fer á æfingar í hádeg-
inu og tekur Harald Breka með sér,
sem sefur vært í vagninum á meðan
mamma hans tekur á því. „Bestu
lúrarnir hans eru fyrir utan Cross-
fit Reykjavík. Það er góð samvinna
í þessu hjá okkur,“ segir hún kímin.
Glansmyndir samfélagsmiðla
En hvernig er sjálft móðurhlutverk-
ið að leggjast í hana? „Þetta er erf-
iðara en ég bjóst við. Sonur minn
hefur ekki verið auðveldasta barn
í heimi, þannig við höfum aðeins
þurft að hafa fyrir þessu. Við for-
eldrarnir spáðum rosa mikið í með-
gönguna og fæðinguna, en minna í
það hvað myndi gerast þegar barnið
væri komið í heiminn. Ef vinkona
mín væri ólétt í dag þá myndi ég
frekar segja henni að lesa um svefn
og þroska ungbarna og brjóstagjöf,
ekki hafa áhyggjur af fæðingunni.
Hún tekur bara nokkra klukku-
tíma,“ segir Jóhanna hreinskilin.
Ýmislegt hefur gengið á, eins og
vill gerast þegar hvítvoðungar eiga
í hlut. Haraldur Breki var aðeins
10 merkur þegar hann fæddist og
því skipti miklu máli að hann fengi
nóg að drekka og þyngdist hratt.
Brjóstagjöfin gekk hins vegar upp
og ofan til að byrja með. „Það hefur
verið vinna að láta hann þyngjast.
Það kom mér einmitt mikið á óvart
hvað brjóstagjöfin getur verið rosa-
lega erfið. Ég veit ekki hvar ég fann
þessa þrjósku, að vera ennþá með
hann á brjósti eftir allt sem gekk á
fyrstu vikurnar. Þetta tekur mik-
ið á,“ segir hún einlæg og heldur
áfram: „Svo er auðvitað ákveðin
pressa á að það sé allt fullkomið hjá
manni. Maður sér glansmynd móð-
urhlutverksins á samfélagsmiðlum
þar sem allt er hreint og fínt, börn-
in alltaf brosandi og allt virðist full-
komið. Þetta er ákveðið viðmið sem
manni finnst maður þurfa að upp-
fylla og verður kannski svekktur
ef það gengur ekki eftir. En þetta
virkar ekki alltaf svona. Mér finnst
heldur ekki að tíminn eigi að fara í
þrífa og taka til, frekar að njóta þess
að vera með barninu og hvíla sig.“
Mæðgin Jóhanna segir móðurhlutverkið erfiðara en hún bjóst við. Hún var dugleg að lesa sér til um fæðinguna á meðgöngunni, en segist
frekar hafa átt að kynna sér svefn ungbarna og brjóstagjöf. Mynd | Hari
Á crossfit-æfingu
á settum degi
Jóhanna Margrét var dugleg að æfa á meðgöngunni og fann að það
skipti miklu máli fyrir andlega og líkamlega heilsu. Móðurhlutverkið he-
fur verið erfiðara en hún bjóst við, en sonur hennar fæddist lítill og br-
jóstagjöfin var mikið hark til að byrja með.
Saman í crossfit Ólafur, maðurinn hennar Jóhönnu, fékk að prófa að bera óléttukílóin hennar á æfingu sem þau tóku saman á settum degi.
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 20162 HEILSA MÓÐUR & BARNS
Sundskóli Sóleyjar
Námskeið í ungbarna-barnasundi að hefjast
Hrafnistu Kópavogi og Hafnarfirði.
Skráning á sundskoli.is, sundskoli@simnet.is eða í síma 898-1496.
Gæðastund fyrir börn og foreldra – Njótið samveru í sundi.
Hlakka til að sjá ykkur,
Sóley Einars | Íþrótta-og ungbarnasundkennari
Leikföng úr
náttúrulegum
efnivið, tré og silki
Meðgöngujóga
hjá Auði
JÓGASETIRÐ | SKIPHOLT 50c
www.jogasetrid.is
ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR OME
GA-3 OLÍUR
TM
Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1 23/05/2014 16:23
Rannsóknir sýna að Omega-3 olía:
• Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi
• Bætir minni og einbeitingu
• Vinnur gegn elliglöpum
• Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska
og starfsemi líkamans
Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum,
Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.is
og Heilsutorgi Blómavals
www.balsam.is
Calamari Gold inniheldur einstaklega
mikið af Omega-3 (DHA):
• 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi
• 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía