Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 10.09.2016, Side 60

Fréttatíminn - 10.09.2016, Side 60
Unnið í samstarfi við Icecare Bio-Kult Infantis er vísinda-lega þróuð blanda af vin-veittum gerlum fyrir ung-börn og börn á öllum aldri. Ásta D. Baldursdóttir hefur góða reynslu af Bio Kult Infantis. Bio-Kult fyrir börn inniheldur sjö gerlastrengi af mismunandi mjólk- ursýrugerlum. Gerlarnir styrkja og bæta meltinguna auk þess sem þeir innihalda hátt hlutfall af Omega 3. Hver skammtur af Bio-Kult Infantis inniheldur 50% af ráðlögðum skammti af D3 vítamíni. Enginn við- bættur sykur, litar-, bragð- eða aukaefni eru í vörunni. Omega 3 í duftformi „Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og erfitt getur verið að fá þau til að taka inn ýmis konar bæti- efni og vítamín,“ segir Ásta D. Baldursdóttir. „Son- ur minn er 10 ára, hann er kröftugur orkubolti og er á einhverfurófinu. Mér hefur reynst erfitt að fá hann til að taka inn Omega 3 vegna áferðarinnar á olíunni og bragðsins, en hann er með mjög næmt bragðskyn. Í sumar sá ég síðan auglýs- ingu um Bio-Kult Infantis og það vakti athygli mína að það inniheldur Omega 3 í duftformi sem blandast út í drykk eða mat. Ekki er verra að það inniheldur líka 50% af ráðlögðum skammti af D3 vítamíni og Preplex blöndu sem styrkir meltinguna og kemur Bio-Kult Infantis er blanda af vinveittum gerlum fyrir ungbörn og börn á öllum aldri. Meltingargerlar fyrir börn Ásta D. Baldursdóttir. í veg fyrir niðurgang. Auk þess er enginn viðbættur sykur, litar- eða bragðefni í duftinu.“ Bio Kult fyrir börn og fullorðna Ásta hefur gefið syni sínum Bio- -Kult Original mjólkursýru gerlana til að styrkja þarmaflóruna, en þá uppgötvaði hún við lestur bókar- innar Meltingavegurinn og geð- heilsa eftir Dr. Natasha Camp- bell-McBride. „Ég hef einnig sjálf ágætis reynslu af Bio-Kult Candea sem hefur hjálp- að mér að ná jafnvægi á flórunni,“ segir Ásta. „Þar sem ég hef ágætis reynslu af Bio Kult vörunum fyr- ir okkur bæði ákvað ég að prófa Bio-Kult Infantis fyrir son minn og það gengur mjög vel. Gerlarnir eru alveg bragðlausir, leysast vel upp og fær hann eitt bréf á dag út í drykk. Það er líka svo frábært að þessar vörur þarf ekki að geyma í kæli og því ekkert mál að taka þetta með hvert sem er.“ Þ að eru engar nýjar fréttir að konur með barni verða að næra sig vel. Hins vegar getur það reynst snúið enda langar sum- ar konur bara að borða franskar kartöflur með kokteilsósu eða ösku þennan sérstaka tíma sem barn vex og þroskast inni í þeim. Sumar konur hugsa sér gott til glóðarinnar og byrja að „borða fyr- ir tvo“, þegar að því kemur að hýsa splunkunýja mannveru. Það er hins vegar ekki gott og í rauninni óþarfa græðgi. Vissulega þurfa konur að auka inntöku hitaeininga en nærri lagi væri að segja að konur séu að „borða fyrir 1 og 1/5“ – þar sem einungis þarf að borða um það bil 300 hitaeiningum meira á dag en vanalega meðan meðgöngu stend- ur. Ef þig grípur óseðjandi löngun til að borða mold, krít, leir, ösku, steypuryk eða annað sem ekki er matur, ekki láta eftir þeim hvötum. Löngunin gæti bent til þess að þig skorti einhver næringarefni sem hægt er að kippa í liðinn án þess að innbyrða eitthvað sem seint gæti talist fæðutegund. Það er því miður ansi algengt að konur upplifi óbærilega vanlíðan vegna ógleði, aðallega fyrstu vik- ur meðgöngunnar. Mörgum konum reynist vel að hafa kex, saltstangir eða morgunkorn við höndina á náttborðinu og grípa í við fyrsta hanagal. Þurrt nasl virðist virka til að slá á einkennin. Best er að forð- ast mjög feitan mat, djúpsteiktan og mikið kryddaðan á þessu stigi máls- ins, slíkur matur gerir ekkert annað en að ýta undir ógleðina. Margar konur þjást af harðlífi á meðgöngu og þá er ekkert annað að gera en að borða nóg af trefjum, drekka 6-8 glös af vatni á dag og fara í göngutúra. Talið við ljósmóð- ur eða lækni ef harðlífið ágerist. Athugið að ef þér hefur verið ráð- lagt að taka járn á meðgöngunni þá getur það haft mjög slæm áhrif á hægðirnar. Ráðfærið ykkur við lyf- jafræðing eða starfsfólk apóteksins hvaða járn er best að taka í þessu ástandi. Sumar konur fá niðurgang á meðgöngunni sem einnig er afar hvimleitt. Stemmandi matur get- ur hjálpað til eins og bananar, hvít hrísgrjón og hafragrautur. Brjóst- sviði er annað leiðindaástand sem fylgir þessum tíma, sér í lagi þegar líður á meðgönguna. Þá er bara að hafa Rennie til taks, reyna að borða margar litlar máltíðir yfir daginn og takmarka koffeindrykki, kryddaðan mat og sítrusávexti. Það er langsamlega heillavæn- legast að sleppa öllu áfengi á með- göngu sem og sígarettum og harðari ávanabindandi efnum. Sem betur fer þarf vanalega ekki að brýna þetta fyrir vanfærum konum en það er þetta með góðu vísuna sem sjald- an er oft kveðin og allt það. Hvað sem öllu líður er skynsemin er afar gott tól þegar kemur að öllu því sem snýr að meðgöngunni, ekki bara næringu. Slappa af og njóta, er það ekki bara málið? Láttu þér líða vel Eitt og annað um næringu móður á meðgöngu. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 20168 HEILSA MÓÐUR & BARNS Meðgönguþjálfun og þjálfun eftir fæðingu Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.fullfrisk.com. Skráningar og fyrirspurnir í síma 661-8020 eða dagmar@fullfrisk.com. í Sporthúsinu Ný námskeið hefjast 19.09.16 Einnig er hægt að finna okkur á Facebook

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.