Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Heilsa Töluverður munur er á líkamlegu ásigkomulagi skólabarna eftir hverfum í Reykjavík, að sögn hjúkrunar­ fræðingsins Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur. Of þungum börnum fækkar á milli ára en offita stendur engu að síður í stað. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það má gera ráð fyrir því að of feit börn á skólaaldri séu um tvö þúsund á landsvísu,“ útskýrir Ragnheiður Ósk sem mun halda fyrirlestur í dag ásamt Sesselju Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi á Fræðadögum heilsugæslanna um þyngd barna. Hjúkrunarfræðingarnir notast við BMI stuðulinn og hafa tekið saman gögn um þyngd skólabarna og leikskólabarna. Niðurstöður varðandi börn á aldrinum 2-5 ára eru að um 200 börn séu of feit í þeim aldursflokki. Ragnheiður segir nokkurn mun á þyngd skólabarna eftir landshlut- um. Þannig séu 25% barna á lands- byggðinni yfir kjörþyngd á móti 18% barna á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það keimlíkt öðrum löndum. Þegar höfuðborgarsvæðið er skoðað kemur í ljós að þyngd barna er afar ólík eftir bæjum og jafn- vel hverfum innan Reykjavíkur. Til að mynda eru allir skólarnir í Breiðholtinu yfir meðaltali á meðan allir skólarnir í Garðabæ eru undir meðaltali. Ragnheiður segir það ljóst að börn sem standi höllum fæti í sam- félaginu, svo sem vegna fátæktar eða af öðrum ástæðum, berjist oft- ar við heilsufarsvandamál svo sem ofþyngd eða offitu. „Við vorum einmitt að velta því fyrir okkur hvort við ættum ekki að kynna þetta fyrir borgarstjóran- um,“ segir Ragnheiður um niður- stöðu sínar og Sesselju. Aðspurð um hverju þetta sæti, í ljósi þess að skólar fylgja sömu námskrám í Reykjavík, segir hún erfitt að svara því. Hún bendir á að mötuneytamenning geti verið mjög ólík á milli skóla. „Í sumum skólum er til að mynda gerð sú krafa að börn- in komi eingöngu með vatn og ávexti í nesti,“ útskýrir hún. Þá segir hún að erlendis hafi líkamsþyngdin verið tengd við fé- lagslega stöðu, það hafi hún ekki rannsakað. Ragnheiður segir mikilvægt að efla forvarnir í þessum mála- flokki, því vandamálið er erfitt viðureignar þegar börn eru orðin of feit. „Þannig má benda á að 60% sex ára barna, sem voru of feit við upp- haf skólagöngu, eru ennþá of feit við lok skólagöngunnar, 40% of þung og ekk- ert hafði náð kjör- þynd 10 árum síðar,“ bætir hún við. Offita barna útbreidd í sumum hverfum Nesti barna er mishollt, en að auki eru börn misþung eftir hverfum og bæjarfélögum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er hjúkrunarfræðingur. 64 ár ORIGINAL VÉLAPAKKNINGAR FRÁ VICTOR REINZ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjóri tekur skýrsluna alvarlega Velferð „Það er mér bæði metnaðarmál og hjartans mál að tryggja öllum börnum í borginni jöfn tækifæri,“ segir Dagur B. Eggertsson borgar­ stjóri en hann segist taka nýja skýrslu Rauða krossins mjög alvarlega. Í skýrslunni kem­ ur fram að hundruð barna í Reykja vík búa við öm ur­ leg ar aðstæður og eru alin upp til var an leg ar fá tækt ar. Breiðholtið sker sig úr öðrum hverfum borgarinnar en þar er ástandið verst. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Borgarstjóri segir að ýmislegt hafi verið gert á undanförnum árum til að stemma stigu við ójöfnuði með- al barna. Til að mynda hafi verið sett sérstakt ákvæði í samninga við íþróttafélögin um að leita allra leiða til að fjárhagur hindri ekki þátttöku barna í íþrótta- og tóm- stundastarfi. „Til að mæta gjaldtök- unni gefur borgin út frístundakort,“ segir Dagur. „En það er líka mikill aukakostnaður sem fylgir þátttök- unni og við erum að leita leiða til að mæta honum.“ Þá segir að hann að verið sé að skoða að víkka út tekjutengingar við leikskólagjöld, þannig að allir efnalitlir foreldrar fái afslátt af leik- skólagjöldum, ekki bara einstæðir foreldrar eða námsmenn. Dagur segir að sjónir borgaryfir- valda ættu að beinast að frístunda- starfi og brottfalli í framhalds- skólum, auk húsnæðismálanna, þar birtist ójöfnuðurinn. Það komi vissulega til greina að efla Breiðholtið sérstaklega og umfram það sem þegar hafi verið gert. „Til að mynda höfum við boðið upp á ókeypis íþróttaæfingar í Breiðholti en ýmsir höfðu talið að lítil þátttaka væri menningarbundinn vegna fjölda innflytjenda. Annað kom á daginn. Þegar gjöldin voru felld niður fylltust félögin af börnum. En það er alltaf hægt að gera betur og við höfum ýmislegt á prjón- unum, til dæmis að hækka inn- eignir á frístundakortinu.“ Hann segir að fátækt leynist í öllum hverfum borgarinnar, en ekki síður í nágrannabyggð- um borgarinnar þar sem fasteignaverð hefur ver- ið lægra undanfarin ár. Ríki og sveitarfélög þurfi að koma samhent að því að leysa málin. „Varðandi Breiðholtið þá byggðist það upp þegar leyst var úr hús- næðisvanda fátækasta fólksins, sem bjó í bröggum við óviðunandi aðstæður. Við höfum haft þá stefnu núna að dreifa upp- byggingu félagslegra íbúða. En Breiðholtið hefur líka verið í mikilli sókn síðustu ár, skólarnir eru sterkir, íþrótta- félögin og hverfisþjón- ustan góð. Hverfið er enda orðið eftirsótt og fasteignaverð hef- ur hækkað meira í Breiðholti en annars staðar.“ Pólitískar viðræður um daginn og pönk um kvöldið Stjórnmál Formaður Bjartrar Framtíðar reyndi að mynda ríkisstjórn um daginn en breyttist í pönkfyrirbæri með Dr. Spock um kvöldið. „Það verður gott að ná út nokkrum tilf- inningum,“ sagði Óttarr Proppé, for- maður Bjartrar framtíðar, en hann stóð í ströngu í gær. Þannig sett- ist hann við samningaborðið ásamt Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn í von um að mynda starfhæfa ríkisstjórn, en um kvöldið klæddi hann sig úr karrígulu jakkafötun- um, í litríkar spandex-buxur og öskraði úr sér lungu og lifur með pönksveitinni Dr. Spock. „Það hefur verið reynslan af þessu stússi, sérstaklega þegar mikið er að gera í pólitíkinni, að það hreinsar sálina að syngja af krafti,“ sagði hann í samtali við blaðamann rétt áður en hann fór á fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Bene- dikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, þar sem rætt var um flöt til þess að mynda ríkisstjórn til næstu fjögurra ára ásamt Við- reisn. Óttarr segist ekki hafa haft mikinn tíma til þess að æfa með félögum sínum fyrir tónleikana, en hann stefndi á að mæta í fullum skrúða líkt og áður en tónleikarnir fóru fram á skemmtistaðnum Húrra og voru hluti af Iceland Airwave- hátíðinni. | vg Óttarr Proppé hefur lengi verið í hljóm­ sveitinni Dr. Spock. Kvótinn gæti orðið erfiður Svo vel fór á með formönnum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og Bjarna Benediktssyni að Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kom að lok­ uðum dyrum þegar hann mætti til Bjarna á umsömdum tíma. Viðtalinu við hann var síðan frestað um hálftíma. Formaður Viðreisnar útilokaði þáttöku Fram­ sóknarflokksins í ríkisstjórn með Viðreisn eftir fundinn. Mynd | Hari Stjórnmál Björt framtíð og Viðreisn ætla að fylgjast að í stjórnarmyndunarviðræðum, en mestar líkur eru enn taldar á stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Við­ reisnar. Ljóst er að semja verð­ ur um málamiðlun í mörgum málum í slíku samstarfi, til að mynda hafa Viðreisn og Björt framtíð hallað sér að uppboðs­ leiðinni í sjávarútvegi, til að þjóðin fengi arð af auðlindinni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is K rist inn H. Gunnarsson, ritstjóri Vestfjarða og fyrr- verandi alþingismaður, segir að sjálfsagt verði einhverjum steinum hreyft, en Viðreisn og Björt fram- tíð nái sjálfsagt ekki miklu fram í slíku samstarfi. Það verði kannski samþykkt í prinsippinu að bjóða eitthvað upp, jafnvel innan við eitt prósent af kvótanum. Það skili ekki mjög miklu til samfélagsins og því auðvelt að fallast á það. Þá fái út- gerðarmenn jafnvel lækkun eða afnám af veiðigjaldinu og endi jafn- vel með því að græða á öllu saman. Þá megi gera ráð fyrir atkvæða- greiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB en seinna á kjör- tímabilinu. Kannski verði líka fleiri spurningar svo hægt sé að deila um hvernig túlka beri niðurstöðuna. Benedikt Jóhannesson hefur viðrað hugmyndir um að 3 prósent kvótans verði innkölluð og boðin upp á ári. Jón Steinsson, prófessor við Col- umbia háskóla í New York, segir mikilvægt að breytingar í sjávar- útvegi skili þjóðinni ásættanlegum hluta auðlindaarðsins. Þar sé lyk- ilatriði hversu hratt veiðiheimild- ir séu innkallaðar og boðnar út. Ef aðeins 3 prósent séu innkallaðar ár hvert fái almenningur einungis þriðjung auðlindaarðsins. Það þurfi að innkalla 6 prósent árlega til þess að almenningur fái helming auð- lindaarðsins. Það hljóti að teljast al- gjört lágmark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.