Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 24
15.999 kr. TENERIFE f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - f e b rú a r 2 0 1 7 7.999 kr. BRUSSEL f rá T í m a b i l : j ú n í & s e p te m b e r - o k tó b e r 2 0 1 7 21.999 kr. LOS ANGELES f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 5.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : j a n ú a r - a p r í l 2 0 1 7 9.999 kr. FRANKFURT f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 13.999 kr. TORONTO f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - a p r í l 2 0 1 7 Þú getur flogið! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 í 14 ár. Hún þráspurði nunnurn- ar hvenær hún mætti snúa aftur, hversu lengi hún þyrfti að iðrast og hvort hún myndi enda ævina á þess- um stað því við hliðina á henni unnu konur sem höfðu verið í þvottahús- inu í meira en 50 ár. Eftir 11 ára vist strauk hún en kaþ- ólskur prestur náði henni á flótt- anum. Í kjölfarið var hún send til baka, hárið á henni rakað af, hún látin biðjast afsökunar og höfð í einangrunarvist í kjallaranum. Níu mánuðum eftir að presturinn færði hana aftur í þvottahúsið fæddi Mary dóttur, Carmel. Mæðgurnar voru aðskildar og Carmel gefin til ættleiðingar. Í frumvarpi sem var lagt fyrir írska þingið á síðasta ári var lagt til að ættleiddir Írar, sem margir hverjir voru gefnir nýjum foreldrum í leyni á stofnunum kaþ- ólsku kirkjunnar, fengju aðgang að fæðingarvottorðum sínum. Al- þjóðalög kveða á um rétt einstak- linga til að leita uppruna síns en Írum í þessari stöðu hefur enn ekki verið gefinn kostur á að njóta þessara réttinda. Hvað sem laga- setningu líður getur upprunaleitin engu að síður reynst erfið þar sem upplýsingar á fæðingarvottorðun- um reynast oft rangar og engin skráð vitneskja er til um föðurinn. Fjöldagröf á byggingarlóð Síðasta Magdalene þvottahúsið á Ír- landi var starfrækt í klaustri á Sean MacDermott Street í Dublin í reglu Sister of Our Lady of Charity. Þegar mest var störfuðu þar 150 konur og skömmu áður en þvottahúsinu var lokað bjuggu þar 40 konur, sú elsta 79 ára. Árið 1993 sáu nunnurn- ar ekki fram á að ná endum saman og brugðu þá á það ráð að selja byggingarverktaka hluta af lóðinni í grennd við klaustrið. Þegar verk- takinn hóf framkvæmdir gróf hann niður á bein í ómerktri gröf sem alls reyndust vera af 155 fyrrum starfs- stúlkum þvottahússins. Nunnurnar sömdu við verktakann um að hafa lágt um málið og fjarlægja líkams- leifarnar sem ýmist voru brenndar eða grafnar annars staðar. Atburð- urinn komst þó að lokum í fjölmiðla. Þjóðinni var stórlega misboðið og krafan um að aflétta leyndinni sem umlukti starfsaðferðir kirkjunnar varð sífellt háværari. Síðasta Magdalene þvottahúsið á Írlandi var starfrækt í klaustri á Sean MacDermott Street í Dublin. Þegar mest var störfuðu þar 150 konur og skömmu áður en þvottahúsinu var lokað bjuggu þar 40 konur, sú elsta 79 ára. Árið 1993 sáu nunnurnar ekki fram á að ná endum saman og brugðu þá á það ráð að selja byggingarverktaka hluta af lóðinni. Þegar verktakinn hóf framkvæmdir gróf hann niður á bein í ómerktri gröf sem alls reyndust vera af 155 fyrrum starfsstúlkum þvottahússins. Nunnurnar sömdu við verktakann um að hafa lágt um málið og fjarlægja líkamsleifarnar sem ýmist voru brenndar eða grafnar annars staðar. Fæstar þeirra vissu hvað þær höfðu unnið til saka en yfirlýstur tilgangur þvottahúsanna var endurhæfingar- og betrunarvist fyrir „fallnar“ stúlkur og konur sem voru álitnar lauslátar, höfðu eignast barn utan hjónabands, þóttu of fallegar, voru fórnarlömb kynferðisofbeldis, glímdu við andleg veikindi eða voru á einhvern hátt byrði á fjölskyldu sinni. Kvikmynd sætti harðri gagnrýni Kvikmyndin The Magdalene Sisters eftir Peter Mullan kom út árið 2002. Myndin var harðlega gagnrýnd af Páfagarði á sínum tíma en hún segir sögu fjögurra stúlkna í þvottahúsi á 7. áratug síðustu aldar. Þar voru þær vistaðar fyrir misalvarlegar yfirsjónir. Sönn saga Philomenu Lee var færð á hvíta tjaldið í myndinni Philomena árið 2013. Hún segir frá stúlku sem eignast barn og er neydd til að gefa það til ættleiðingar. Philomena Lee er 83 ára baráttukona fyrir breyttri ættleiðingarlöggjöf á Írlandi og hefur meðal annars fundað með páfanum til að gagnrýna verklag ættleiðinga kaþólsku kirkjunnar. Árið 1996 var þvottahúsinu lok- að. Í kjölfarið hófu þær sem höfðu lifað vistina af að deila sögu sinni og krefjast viðurkenningar á því órétt- læti og ofbeldi sem þær voru beittar. Írska ríkisstjórnin viðurkenndi loks árið 2001 að stúlkur í Magdalene þvottahúsunum hefðu sætt mis- beitingu. Stjórnvöld voru hins vegar treg til að bjóða fórnarlömbunum einhverskonar miskabætur þar sem þau héldu því fram að þvottahúsin hefðu verið einkarekin starfsemi og eftirlit með aðbúnaði starfsfólksins ekki í þeirra verkahring. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að dómstólar í landinu höfðu sent konur sem voru dæmdar fyrir smá- glæpi til að taka út refsingu sína með því að starfa í þvottahúsunum. Op- inberar stofnanir skiptu við þvotta- húsin án þess að fá fullvissu þess að starfsmenn þeirra byggju við full- nægjandi aðstæður og réttindi. Þar að auki sáu lögregluyfirvöld um að hafa uppi á þeim sem höfðu strok- ið úr vistinni og skila þeim aftur til nunnanna og áttu þar með þátt í að tryggja þeim vinnuafl. Afsökun og miskabætur Eftir að hafa talað fyrir daufum eyr- um yfirvalda á Írlandi vísuðu samtök eftirlifenda Magdalene þvottahús- anna málinu til nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum með vísan til þess að mannréttindi þeirra hafi verið brotin og þær verið fórn- arlömb vinnuþrælkunar í þvotta- húsunum. Niðurstaða nefndarinn- ar var sú að yfirvöld á Írlandi skyldu rannsaka ásakanir á hendur kaþ- ólsku kirkjunni. Svar stjórnvalda var McAleese-rannsóknin en niðurstöð- ur hennar voru kynntar í skýrslu árið 2013. Viðtöl við eftirlifendur og nokkurra mánaða rannsóknarvinna þótti sanna að stúlkurnar höfðu orðið fyrir reglulegu andlegu ofbeldi þótt engar sannanir lægju fyrir um að þær hefðu mátt sæta líkamlegum refsingum. Enn fremur hafi engar vísbendingar fundist þess efnis að konur hefðu fætt börn á meðan þær unnu í þvottahúsunum. Samtök eft- irlifenda voru ósátt við niðurstöðu skýrslunnar og sögðu hana á margan hátt firra stjórnvöld ábyrgð og rétt- læta aðgerðir kirkjunnar. Eftir að niðurstöður McAleese-rannsóknar- innar lágu fyrir beið forsætisráð- herra landins, Enda Kenny, í hálfan mánuð með að gefa út formlega af- sökunarbeiðni. Í henni sagði hann að starfshættir kaþólsku kirkjunnar í þvottahúsunum, hælum og stofn- unum sem hún starfrækti væri til- efni til þjóðarsorgar í landinu. Hann gaf jafnframt út afsökunarbeiðni til þeirra sem þjáðust vegna þessa og tilkynnti að komið yrði á fót miska- bótasjóði. Nunnureglurnar fjórar sem ráku Magdalene þvottahúsin hafa allar neitað að ganga að kröfum írskra stjórnvalda og ályktana Sameinuðu þjóðanna um að leggja sitt af mörk- um í miskabætur fyrir eftirlifendur Magdalene þvottahúsanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.