Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 14
Sum smáheimili eru á hjólum Svefnloft með queen size rúmi Eldhús og stofa Baðherbergi Baðkar í fullri stærð Klósett Vatns- tankur 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Engin alvöru smáhús í boði Saga er tuttugu og fimm ára inn- anhúshönnuður og vinnur fullan vinnudag en hefur ekki efni á að kaupa sér heimili og vill ekki eyða öllum laununum sínum í leigu á stórri íbúð. Frá því að Saga kláraði nám hefur hún leigt bílskúr tengda- foreldranna með kærastanum og líkar það vel. Þau fundu nýlega litla íbúð í miðbænum og flytja þangað á næstunni. Íbúðin er þó ekki mik- ið stærri en bílskúrinn, þau fara úr 20 fermetrum í 30 fermetra, enda hefur Saga ekki hug á því að stækka mikið við sig. Hún segir smæðina ekki hafa áhrif á sambýlið, enn hafi enginn þurft að storma út í göngutúr til að vera í einrúmi. „Það er mjög gott að búa í 20 fermetrum, bara ótrúlega kósí. Til að líða vel í litlu rými er aðalatriðið að skipu- leggja rýmið vel,“ segir Saga. Hún segir þetta ekki endilega snú- ast um að búa í rosalega litlu rými, heldur nógu stóru. „Í dag hentar okkur að búa í 20 til 30 fermetrum en ef við værum með börn þyrft- um við örugglega 50 fermetra. Það skiptir miklu máli að þó rýmið sé lítið þá sé það vel hannað því ef það er vel hannað þá á ekkert að flækj- ast fyrir þér. Það eru hús í sölu núna sem sumir kalla „tiny-hús“, eða smá- hús, en þau eru miklu frekar eins og gistirými því þau eru ekki hönnuð með það fyrir augum að fólk geti búið þar til lengri tíma. Þú gæti gist þar í tvær nætur en þú mynd- ir missa vitið ef þú kæmir með bú- slóðina með þér. Það er ýmislegt í gangi á Íslandi og áhuginn er mikill en eins og er enginn að bjóða upp á alvöru smáhús.“ Deiliskipulög banna smáhús Sandra Borg Bjarnadóttir stofn- aði facebook hópinn Tiny Homes á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún fékk brennandi áhuga á smáhús- um eftir að hafa lært vistrækt og dreymir um að eignast einn daginn sitt eigið smáhús í útjaðri borgar- innar, með garði þar sem hún get- ur ræktað sitt eigið grænmeti. „Ég er að verða þrítug en hef aldrei átt eða leigt eigin íbúð því ég hef ekki haft efni á því,“ segir Sandra sem býr um þessar mundir ásamt maka sínum og þriggja vikna gömlu barni þeirra í kjallaranum í húsi tengda- foreldranna. „Foreldrar mínir eiga hús með risagarði og við vorum með hugmyndir um að byggja lítið hús og setja niður þar. Okkur langaði að byggja húsið sjálf og vera þar í einhvern tíma en flytja svo húsið á okkar eigin lóð þegar hún fengist. En það mátti ekki. Samkvæmt byggingarreglugerðum er í lagi að byggja 40 fermetra hús eða minna á lóð en það þarf að vera innan byggingarreits og vera hugsað sem vinnustofa eða bílskúr en ekki sem heimili. Og svo er orðið smáhýsi ekki til í kerfinu, það er til garðhýsi en það má ekki vera tengt við nein- ar veitur og ekki vera hærra en 2,50 metrar.“ Vilja byggja upp smáhúsahverfi Eftir að hafa allsstaðar rekist á veggi í kerfinu skipulagði Sandra fund fyrir áhugasama um smáhýsi á Sjó- minjasafninu í vor. Færri komust að en vildu og meðlimum hóps- ins á facebook fjölgaði um nokkur þúsund. Í kjölfarið stofnuðu Sand- ra og fleiri úr hópnum HÁS, Hags- munasamtök áhugafólks um smá- Sandra Borg Bjarnadóttir er einn stofnenda HÁS, Hagsmunasamtaka áhugafólks um smáheimili. Hún býr í kjallaranum hjá tengdaforeldrum sínum en dreymir um að eignast pinkulítið einbýli með matjurtagarði. Mynd | Rut heimili. „Markmiðið með félaginu er að gera það mögulegt að byggja sér smáhús á Íslandi en í dag er það ekki hægt því núverandi reglur um deiliskipulag bjóða ekki upp á það. Það eiga að vera ákveðið stór hús í hverju hverfi og það má ekki skemma heildarmyndina. Svo eru lóðir líka svo rosalega dýrar að það er oftast ekkert vit í því að kaupa lóð fyrir pínulítið hús. Þú þarft að fara mjög langt í burtu til að finna ódýrari lóðir. Í félaginu eru margir sem hafa áhuga á því að búa til smá- húsahverfi þar sem hægt væri að kaupa litla lóð og byggja sjálfur. Við erum að vinna í því að gera það að möguleika og við erum búin að setja upp vinnuhópa sem einbeita sér að því að skoða reglugerðir og lóðir og hvort það sé mögulegt að byggja upp slíkt samfélag,“ segir Sandra. Dreymir um smáhús með garði Sandra segist sjálf hafa skoðað allskyns hús, bæði til að byggja sjálf og tilbúin hús, sum hver innflutt einingahús. „Við ræddum við eitt fyrirtæki sem býr til gistirými úti á landi og hefðum getað keypt 50 fermetra timburhús af þeim sem væri gert sem heimili á 5 milljón- ir. Það eru ýmis fyrirtæki að selja allskyns lausnir, mikið til eru það innflutt einingahús, oft úr plasti. Sjálf hef ég lítinn áhuga á því, bæði vegna þess að þessi hús eru oftast mun dýrari en einangruð timbur- hús og vegna þess að mig langar ein- faldlega meira í timburhús. Málið með einingahúsin er líka að þau er oftast byggð sem frístundahús en ekki heimili. Ég vil alvöru heimili þó það sé lítið, vel skipulagt með góð- um hirslum, skíðagallarnir þurfa að vera einhversstaðar á sumrin. Mig langar að eiga mitt eigið land og lítið hús þar sem ég get ræktað mitt eigið grænmeti. Mig langar að vera eins sjálfbær og hægt er og geta verið með vinnustofu á lóðinni. Það er draumurinn minn en hvort það verður hægt á eftir að koma í ljós.“ Ekki bara sparnaður Félagið HÁS er fyrst og fremst ákall á fjölbreyttari húsnæðismöguleika. Það dreymir ekki alla félagsmenn um pinkulítið einbýli heldur vilja sumir litlar íbúðir í fjölbýli eða jafnvel deilihúsnæði. Saga er ein þeirra. Hún lærði innanhúsarki- tektúr í Mílanó og heillaðist þar af hugmyndinni um deilihúsnæði, Smáheimili geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera smá og fólk sem aðhyllist hugmyndafræðina vill einfalda líf sitt. húsnæðisfyrirkomulag sem farið er að bera meira á erlendis. „Útskrift- arverkefnið mitt voru stúdenta- garðar sem gengu út á að deila öllu sem þú þarft ekki dagsdaglega á að halda. Deilihúsnæði er samt ekki bara fyrir félagsverur því þú hefur alltaf val um að vera bara í íbúð- inni, þar er bæði lítið baðherbergi og pínulítið eldhús, auk svefnher- bergis. En þú getur líka notað sam- eiginleg rými eins og stórt eldhús, íþróttasal, sólpall og þvottahús. Þetta byggir í raun á hugmyndinni um að þú þurfir ekki að eiga allt. Flestir eiga verkfæratösku sem þeir nota kannski einu sinni á ári en á deiliheimili væri aðgangur að verk- færum sem allir ættu saman. Margir halda að þetta sé mjög útópísk hug- mynd en ég held að þetta snúist aðallega um hugarfar. Í svona hús- næði þurfa allir að stilla sig inn á það að hlutir eru ekki í einkaeign svo ef þú notar verkfærin þarftu að skila þeim í sama ástandi á sama stað og allir eru sáttir,“ segir Saga en sjálfa dreymir hana um að búa svona í framtíðinni. „Þetta snýst um breyttan lífsstíl með minni neyslu. Ég myndi helst vilja búa í vel hann- aðri smáíbúð í þéttbýli og í samfé- lagi við annað fólk sem líka vill búa smátt. Þessar hugmyndir henta vel fyrir fólk sem á ekki mikla peninga en þetta snýst samt ekki bara um ódýrar lausnir heldur um fjölbreytt- ari lausnir. Við viljum ekki öll búa eins því við erum ekki öll eins.“ „Í kjarna sínum snýst hugmyndin um að eiga minna til að fá meira út úr lífinu.“ Smáheimilahreyfingin 40.000 kr. í stað 123.000 kr. í afborganir Til að kaupa 35 m.kr. íbúð þarf fólk að leggja 7 m.kr. í útborgun og greiða 123.430 kr. á mánuði af 28 m.kr. láni, alls 52 m.kr. á 40 árum. Ef fólk kaupir fremur smáheimili sem kostar til dæmis 17 m.kr. getur það annað hvort tekið lægra lán, 10 m.kr. og greitt 39.774 kr. á mánuði, og 19,0 m.kr. á 40 árum. Miðgildi launa var 535 þús. kr. á mánuði í fyrra; líklega um 605 þús. kr. í dag. Einstaklingur með slík laun er með 414 þús. kr. útborgað. Í dæmi eitt er hann með 291 þús. kr. eftir afborganir, 376 þús. kr. í dæmi tvö. Það hlýst því ansi mikill sparnað- ur af því að búa smátt. SÉRBLAÐ UM ÚTIVIST þann 11. nóvember Endilega hafið samband og tryggið ykkur pláss gauti@frettatiminn.is 531 3310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.