Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 10
að sligast undan álagi og flýja starf eða lenda í langtímaveikindum vegna álags. Þá eru laun þeirra ekki í neinu samræmi við starfið. Það þarf líka að huga að störfum sýslumanna, en a.m.k. hér á höf- uðborgarsvæðinu ræður starfsfólk alls ekki við þann málafjölda sem þangað berst.“ Helga Vala Helgadóttir, lögfræðing- ur. „Ég tel stjórnar- skrármálið ennþá vera mikilvæg- asta mál fyrir Ís- land þar sem það grundvallar ýmis önnur stór mál. Ég tel að ákall um nýja stjórnarskrá sé viðvarandi krafa og að ekki sé hægt að una við það að niðurstöð- ur þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 verði hunsaðar mikið lengur. Vona að ríkisstjórnin, sem koma skal, beri gæfu til að huga að þessu stóra máli, framtíðarinnar vegna.“ Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. „Þessu er auðsvar- að. Það er náttúru- lega stjórnarskrá- in en hana þarf að snyrta aðeins til og svo bara kýla í gegn. Allir sem skrifa vita að það þarf að lesa að- eins yfir og laga hlutina til. Sama á við um stjórnarskrána. Annars eru það auðvitað heilbrigðis- og menntamál sem nýir stjórnarherr- ar verða að taka til skoðunar og standa sig í.“ Hörður Torfason söngvaskáld. „Brýnustu fyrstu verkefni nýrr- ar ríkisstjórnar verða að tryggja frið á vinnu- markaði. Aftur- kalla ákvörðun kjararáðs um laun æðstu embætt- ismanna og stjórnmálamanna. Finna heildarlausn í lífeyrismál- um landsmanna sem tryggir frið á vinnumarkaði. Verkefni til lengri tíma er að byggja upp stórlaskaða innviði samfélagsins, heilbrigð- ismál, samgöngumál og mennta- málin. Það þarf að taka á svartri atvinnustarfsemi, kennitöluflakki og setja á keðjuábyrgð í útboðs- málum þar sem aðalverktaki beri ábyrgð á sínum undirverktökum. Þetta er liður í að skapa traust og tryggja að fjármunum sé ekki skot- ið undan eins og viðgengst í dag.“ Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar. „Ég tel að brýnustu mál nýrrar ríkisstjórnar séu að byggja upp innviði samfélagsins: Mennta-, heilbrigðis- og samgöngukerfi, sem vægast sagt eru ömurlega sett. Það verður að taka umhverfis- mál föstum tök- um og framfylgja Parísarsamkomu- laginu refjalaust. Það verður að taka alvarlega uppbyggingu ferða- mannaiðnaðarins alls. Og síðast en ekki síst: Það verður að virða vilja þjóðarinnar um mannúð og ábyrgð í móttöku flóttamanna.“ Guðrún Pétursdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands. „Á Landspítala gerum við ráð fyr- ir að stjórnmála- menn standi undir væntingum og efli heilbrigðiskerfið strax á næstu fjár- lögum. Þau þurfa að taka umtals- verðum breytingum frá fjármála- áætlun fráfarandi ríkisstjórnar ef svo á að vera. Við þurfum verulega innspýtingu fjármagns til reksturs og innviðauppbyggingar þjóðar- sjúkrahússins og stjórnmálamenn geta gengið að því sem gefnu að því fé er vel varið.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans „Það er brýnt að nýtt þing leggi upp í nýja tegund af samtali milli stjórnvalda, vinnu- markaðar, þings og þjóðar, en til að það sé hægt verður að tryggja jafnræði milli fólks. Hvað varðar peningastefnu og krónuna, festu og stöðugleika í þeim málum, þá verður henni að tengjast trúverð- ug nálgun á það sem við köllum félagslegan stöðugleika. Að hér séu settir í farveg sýnilegir áfangar og markmið um að endurreisa vel- ferðarkerfið.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ „Taka þarf upp nýtt verklag á Al- þingi þar sem öll lagasmíð, stefn- ur og ákvarðanir verða að sam- ræmast sjálfbærri þróun. Forgangsatriði er að vinna tímasetta áætlun um loftslagsmál- in og stefna að kolefnishlutlausu Íslandi um 2030. Sameina þarf stjórn náttúruverndarmála undir einn hatt og taka á stórauknu álagi ferðamanna á náttúruperlur með friðlýsingum og auknu fjármagni. Þar ber hæst að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. Þá kalla ég eftir þjóðarsamstöðu um að hætt verði að beita auðnir sem ekki þola beit.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. samfélag þurfa einnig að vera í for- grunni, til dæmis húsnæðismálin og endurreisn fæðingarorlofsins.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB „Mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar er að beita skattkerfinu til að jafna kjör í landinu. Úrskurð- ur kjararáðs sýnir hversu mikilvægt er að ná sátt um skiptingu gæða landsins. Á meðan lágmarkslaun ná ekki framfær- sluviðmiðum hlýtur það að fara í forgang." Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands „Mikilvægustu verkefni næstu ríkisstjórnar eru að endurreisa innviði kerfisins. Heilbrigðiskerfið er að niðurlotum komið en ég vil líka nefna veru- legar áhyggjur mínar af stöðu lögreglu og ákæruvalds. Málin hrúgast inn, lögregluþjónar eru 10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 „Meginverk- efni: Að vinna að nýjum samfélags- sáttmála, koma Ís- landi í röð traustra lýðræðislanda. Vinnulag: Setja frá upphafi tón sátta við þjóðina; ekki heimta traust heldur ávinna sér traust með orðum sínum og fyirhetum en umfram allt með verkum sínum; standa við gefin fyrirheit. Skammtímaverkefni: Aft- urkalla undanbragðalaust nýlegar launahækkanir kjararáðs, frið um lífeyrismál og á vinnumarkaði. Lengri tíma verkefni: Sambæri- leg lífskjör og í nágrannalöndum, aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu, bætt húsnæðiskerfi, nýr samfé- lagssáttmáli og ný stjórnarskrá, sjálfbærni auðlinda, hagkvæmni og arður til eigandans, þjóðarinn- ar.“ Svanur Kristjánsson félagsfræðiprófessor „Það er mjög mik- ilvægt að byrjað verði að greiða listamönnum laun fyrir vinnuna sína. Eins er mikilvægt að styrkja sjóði sem tengjast listum. Ég væri glöð ef það kæmi hér stjórn sem setti þessi mál í forgang og ég treysti Katrínu Jakobsdóttur til þess.“ Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlista- maður og formaður SÍM „Þess sem ég óska mér heitar en að ákveðin málefni komist á dagskrá er að stunduð verði öðruvísi póli- tík. Raunverulegt lýðræði þar sem gegnum samræðu og málamiðlanir nái það besta úr hinu pólitíska litrófi fram að ganga.“ Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri „Það er mjög mikilvægt að ný ríkisstjórn nái saman um að út- gjöld til háskóla- stigsins verði í samræmi við það sem tíðkast í löndum sem Ísland vill bera sig saman við. Það er al- gjör forsenda þess að Ísland þróist áfram sem þekkingarþjóðfélag og nái því stigi hagsældar sem við viljum búa við. Fjársveltir háskólar geta ekki sinnt kennslu, rannsókn- um og nýsköpun á þann hátt sem atvinnulífið og nútíminn kallar eftir.“ Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, að- stoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands „Það er mikilvæg- ast að næsta ríkis- stjórn endurreisi traust almennings á lýðræðinu með því að klára ferli að nýrri stjórn- arskrá og standi við þau loforð sem hafa verið gefin um þjóðarat- kvæðagreiðslu varðandi áfram- hald viðræðna við Evrópusam- bandið.“ Andri Sigurðsson, hönnuður og meðstofnandi Jæja-hópsins. „Það er mjög brýnt að ný ríkisstjórn afgreiði lagasetn- ingu í samræmi við samkomulag við BHM, BSRB og KÍ um nýskipan lífeyrismála á Íslandi.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formað- ur BHM „Það er mjög mikilvægt að ný ríkisstjórn horfi til mannréttinda fatlaðs fólks og sjái til þess að allir hafi jafnt aðgengi að samfélaginu. Svo þarf tafarlaust að hækka örorkulífeyri þannig að hann verði til samræmis við lægstu laun.“ Ellen Calmon, formaður ÖBÍ „Þeir flokkar sem taka við stjórnar- taumunum þurfa að leggja mikla áherslu á félags- legan stöðugleika þar sem áherslan er á uppbyggingu heilbrigðiskerf- isins og velferðarkerfisins með það að leiðarljósi að auka jöfnuð og sanngirni í samfélaginu. Mál- efni fjölskyldna og fjölskylduvænt Umboð ríkisstjórna á Íslandi er orðið æði veikt. Tvær ríkisstjórnir af síðustu þremur hafa flosnað upp í kjölfar mótmælaöldu. Mynd | Hari OrkupOkinn Allt sem þú þArft HOll Og góð OrkA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.