Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 28
við að þau hafi vissulega horft á sjónvarpsþættina þegar þau voru að velta því fyrir sér hvort þau ættu að taka hlutverkin að sér. „Þetta verk er alveg furðulega merkilegur spegill á líf fólks á okk- ar reiki og á samskipti allra para í kringum mann. Það eru senur og samtöl þarna sem eru bara eins og atriði úr lífi manns. Hversdagslegt líf sem maður kannast við, sett á svið á raunsæjan hátt.“ Hjónin Jóhann og Maríanna koma vitanlega úr dekruðum skandinavískum miðstéttar- veruleika þar sem vandamálin kunna oft að vera léttvæg miðað við örbirgðina sem finna má víða í hinum stóra heimi. „Þá tekur fólk stundum upp á því að sækjast eftir einhverri spennu í lífinu, til að vega upp á móti einhverjum leiða eða flatneskju í hversdeginum,“ heldur Björn áfram. Unnur bendir á að Brot úr hjónabandi hafi einhverra hluta vegna verið að slá aftur í gegn víða um heim á síðustu árum. Margar leiðir hafa verið farnar í uppsetningum á verkinu og það er nauðsynlegt að uppfæra efnið að einhverju leyti. Björn segir að þó að verkið sé ekki nema fjörutíu og þriggja ára gamalt þá hafi margt breyst í samfélaginu. „Þetta er nú- tímalegt verk en það er nauðsyn- legt að uppfæra það svo það haldi styrkleika sínum. Til dæmis hefur margt varðandi kynjahlutverk inni á heimilinu breyst mikið. Sumt í upphaflega textanum er næstum ekki trúverðugt í dag. Jóhann talar til dæmis aldrei um börnin sín og hlutverk móðurinnar á atvinnu- markaði og hlutverk föður inn á heimili eru líka eitthvað skökk miðað við nútímann. Allt var þetta með þeim hætti að það þurfti endurskoða við slíka aðlögun,“ segir Björn. Unnur bætir því við að þetta sé auðvitað gleðilegt því það sýni að við færumst eitthvað áfram í jafnréttismálum á þeim árum sem liðin eru. Saga fólksins í salnum Þegar við hittum Björn og Unni eru þau nýbúin með fyrsta rennsli á verkinu með áhorfendum. „Ég fann það mjög sterkt að við vorum að segja sögu fólksins í salnum,“ segir Unnur Ösp. „Þetta er ekki endilega tilfinning sem maður fær mjög oft í leikhúsi, því að þar eru margar sögur fjarlægari fólki og raunveruleika þess en einmitt þessi saga af sambandi sem er að losna upp.“ Átökin milli hjónanna í verk- inu eru mikil, sálfræðihernaður- inn harður og margt sem vellur upp á slétt yfirborðið. Þau Björn og Unnur segja að það hafi verið stór ákvörðun að taka hlutverk- in að sér en hugmyndin um að þau tækju verkið að sér kom frá leikhússtjóranum. „Þetta stend- ur nærri veruleika manns og það er ekkert á hverjum degi sem það gefast tæki- færi á að tækla slík hlutverk. Við höfum sjaldan þurft að hugsa okkur svona vel um, en ég efast um að maður myndi gera þetta ef hjónabandið héngi á blá- þræði,“ segir Unnur og þau hlæja bæði. „Við, eins og aðrir, þekkjum fjölmargar sögur af leikarapör- um sem hafa farið flatt á að taka að sér svona hlutverk. Það kom mér því mjög á óvart hvað þetta var auðvelt, því að þó maður hafi verið að rífast og skilja við karlinn sinn oft á dag í vinnunni, þá jókst kærleiksstigið á heimilinu þvílíkt á meðan.“ Átökin í verkinu eru slík að þau Björn og Unnur áttu erfitt með að æfa línurnar sínar heima við, nema þegar þau voru ein heima. Það varð til þess að nágrannarn- ir höfðu nokkrar áhyggjur af sambandi leikaranna á tímabili. „Vinnan varð samt eins og löng og góð hjónabands-þerapía, af því að maður var svo þakklátur fyrir að vera ekki að upplifa þessa dramatík á sviðinu nema bara í þykjustunni,“ segir Unnur bros- andi. Tíminn Í bakgrunni verksins er veruleiki sem fjölmargir foreldrar þekkja ágætlega á eigin skinni. Tími til að rækta fjölskyldulífið renn- ur fólki úr greipum. „Í upphafi verksins vita þau hjónin ekki alveg hvaða leiði er kominn í sambandið. Það er mikið að gera, það er mikið álag og ekki alltaf tími til að sinna makan- um. Vinnan kallar og stúss- ið í kringum börnin og það er heldur ekki alveg tími til að sofa saman og rækta tengslin, þannig að þegar við hittum þessi hjón þá eru þau aðeins byrjuð að greina það hvort eitthvað sé að. Svo flettist ofan af þessu smám saman og sprungurnar koma í ljós,“ segir Unnur. Björn bætir við að þetta sé á einhvern hátt vandamál í samtímanum. „Fólki gefst illa tími til að hlusta á sjálft sig og hlusta eftir umhverfi sínu, finna kyrrð og tíma til að nota með fjölskyldu sinni.“ Aðstandendur sýningarinnar hafa rætt heilmikið um það að maður þurfi að þekkja og elska sjálfan sig, áður en maður getur farið að elska aðra. Óuppgerð sár úr fortíð geta því haft áhrif á til- finningalíf fólks. Þetta er þema sem Bergman var hrifinn af, rétt eins og stærsti áhrifavaldur hans, leikskáldið Henrik Ibsen. „Við í leikhúsinu erum forréttindahóp- ur að því leyti að við fáum að velta fyrir okkur tilfinningum og inn- sæi alla daga. Hamingjuleitin er í grunninn það sem Bergman er að tala um,“ segir Unnur Ösp, „og þar gildir þetta gamla góða um að setja súrefnisgrímuna fyrst á sjálf- an sig, því ef þú ert ekki tengdur þínum tilfinningum og getur ekki gefið þér einhvern örlítinn tíma fyrir sjálfan þig, þá hefur þú ekk- ert að gefa í allt þetta streð og allt þetta álag. Ef fólk veltir tilfinn- ingalífi sínu eitthvað nánar fyrir sér eftir að hafa séð Brot úr hjóna- bandi þá er sannarlega eitthvað unnið. “ Unnur Ösp og Björn segja að nauðsyn- leg uppfærsla á verki Ingmars Berg- man til nútímans sýni fram á að margt hafi breyst í samskiptum kynjanna og kynhlutverkum á síðustu áratugum. Erland Josephson og Liv Ullmann í hlutverkum sínum sem Johan og Marianne. Sænskir sjónvarpsáhorfendur stóðu á öndinni árið 1973. Höfundur verksins Brot úr hjóna- bandi, leikstjórinn Ingmar Bergman, náði almannahylli með þáttunum. Hann, af öllum mönnum, var spurður um ráð varðandi hjónalífið á götu úti. Félagslegt leyfi til skilnaða hefur aukist Hafliði Kristinsson fjölskylduráðgjafi hef­ ur mikla reynslu af því að miðla málum milli hjóna og fólks í sambúð. Hann hef­ ur starfað á þessu sviði í 16 ár og sem prestur í 13 ár þar á undan. „Ég hitti auðvitað helst fólkið sem vill reyna að leggja sig fram til að bjarga sam­ bandinu og það kann að lita til­ finningu mína,“ segir Hafliði. „Oft er talað um að á síðustu árum hafi orðið viðhorfsbreyting til sambanda og hjónabanda og að fólk eigi auðveldara með að slíta sambandinu. Ég er ekki alveg viss um það. Hins vegar hefur dregið mik­ ið úr félagslega þrýstingnum um það að fólk haldi saman samböndum sem eru í miklum erfiðleikum. Þannig er félags­ lega leyfið til þess að slíta sam­ vistum, ef svo má segja, orðið meira. Fólk sér dæmi um það í kringum sig að fólk slíti samvistum og hefur meiri samanburð. Það hefur samt komið mér á óvart, á jákvæðan hátt, hve margir eru tilbúnir að berjast fyr­ ir samböndum sínum. Sá vilji er líka meiri ef parið á saman börn.“ Hafliði segir að skilnaðartíðni, bæði hvað hjónabandsslit og sam­ búðarslit varðar hér á landi, sé ívið lægri en til dæmis í Svíþjóð og Bandaríkjunum en það hefur sýnt sig að eitt af hverjum þrem­ ur slíkum samböndum endar með slitum. „Uppgjörið er samt alltaf jafn þungbært og mín reynsla er sú að fólk vill ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana og þráir að vera í ör­ uggu sambandi til lengri tíma.“ Ég fann það mjög sterkt að við vorum að segja sögu fólksins í salnum. Þetta er ekki endilega tilfinning sem maður fær mjög oft í leikhúsi.“ Unnur Ösp ÖLL MÁLNING 20% AFSLÁTTUR TIL 14. NÓVEMBER Fullkomin samsetning fyrir heilbrigði húðar, hárs og nagla RE-SILICA BEAUTY-GEL inniheldur kísilsýru í hreinu, vatnskenndu gel formi sem og fegurðarvítamínið bíótín. RE-SILICA BEAUTY www.saguna.is Fæst í næsta apóteki og á saguna.is Hluta af söluandvirði RE-SILICA varanna hér á landi lætur Saguna renna til Ljóssins. www.ljosid.is 28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.