Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 „Að búa smátt einfaldar lífið og þannig sleppur maður við að taka lífstíðarlán í banka og borga af steypuklumpi alla ævi,“ segir Saga Sigríðardóttir, einn af meðlimum HÁS, Hagsmunasamtaka áhugafólks um smáheimili. Félagsskapurinn er íslenski ang- inn af samfélagsvakningu sem verð- ur sífellt meira áberandi á Vestur- löndum og kallast á ensku The Tiny House Movement. Smáheim- ilahreyfingin gengur fyrst og fremst út á að minnka heimilið með því markmiði að minnka skuldabyrði og Gott að búa í 20 fermetrum Nú stendur til að rífa eitt af fáum smáhúsum sem eftir eru í Reykja- víkurborg, Veghús við Veghúsastíg 1, byggt árið 1899. Grunnflötur hússins er 30 fermetrar en til viðbótar er kjallari, ris og bíslag. Af hverju smáhús? = EINFALDARA LÍF MINNI SKULDIR MINNI AFBORGANIR MINNA VESEN MINNA DRASL MINNI SÓUN MINNI INNKAUP MEIRI SJÁLFBÆRNI MEIRA FRELSI Á Íslandi vill fjöldi fólks búa smátt og jafnvel byggja sér smáhús sjálft en það er erfitt eins og staðan er í dag. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is einfalda lífið. Sumir búa í litlu húsi á hjólum eða í húsbíl til að geta ferðast með heimilið á meðan aðrir kjósa að koma sér fyrir á einum stað, annað hvort í pinkulitlu einbýli með garði eða í pinkulítilli íbúð í fjölbýli. Engin lágmarks fermetrafjöldi er á bak við smáheimili en algeng stærð á slíku einbýli er um 30 fermetrar. Í kjarna sínum snýst hugmyndin um að eiga minna til að fá meira út úr lífinu. Gæði fram yfir magn Hreyfingin hefur fengið mikla athygli í Bandaríkjunum þar sem hún spratt upp á níunda áratugn- um sem andsvar við neyslusamfé- laginu. Árið 1987 kom margfalda metsölubókin Tiny Houses, eftir Le- ster Walker, út þar sem teikningar og byggingaraðferðir voru settar fram í bland við myndir af draum- kenndum timburkofum í villtri nátt- úru. Rúmum tíu árum síðar gaf svo arkitektinn Sarah Susanka út met- sölubókina Not so big eftir að hafa lært af störfum sínum sem arkitekt í Bandaríkjunum að fókusinn í húsa- gerð Bandaríkjamanna væri miklu frekar á magn en gæði. Eftir að hafa gerjast í nokkra ára- tugi fékk smáheimilahreyfingin byr undir báða vængi í kjölfar efnahag- skreppunnar. Allt í einu varð hug- myndin um frelsi frá steinsteypunni ekki bara hippaleg útópía heldur nauðsynleg til að lifa skuldasúp- una af. Internetið og lífsstílsblöð hafa síðan verið full af fólki sem vill njóta lífsins núna frekar en í mögu- legri elli. Á internetinu er að finna vinsælar sjónvarpsseríur á borð við Tiny House Nation og Tiny House Hunters þar sem fólk annaðhvort leitar sér að smáhúsi eða sýnir hvernig það er að lifa í slíku húsi. Langflestir viðmælendur eiga það sameiginlegt að vilja frelsi undan fasteignaskuldum, vilja minnka við sig óþarfa, vera sjálfbær og í meiri tengslum við náttúruna. Þurfum ekki svona mikið dót Smáheimilahreyfingin er auðvitað ekkert að finna upp hjólið því það hefur alltaf verið til fólk sem býr smátt. Það þarf ekki að fara lengra en á Árbæjarsafnið til að sjá hversu lítil hýbýli okkar Íslendinga voru snemma á síðustu öld. Munurinn er hinsvegar sá að íbúar torfbæjanna og síðar pínulitlu timburhúsanna voru ekki í andspyrnu við vestræna neysluhyggju né höfðu þörf fyrir að skera við sig óþarfa. Það var einfald- lega enginn óþarfi til staðar og fólk byggði smátt af vanefnum og venju frekar en hugmyndafræði. Það má segja að smáheimilahreyfingin hafi komið hugmyndafræðinni um sjálf- bæran lífsstíl í form. En af hverju ætli hún hafi nýlega byrjað að blómstra á Íslandi? „Ég upplifi þess- ar hugmyndir eins og mótmæli gegn því sem er að gerast í samfélaginu. Fólk í heimilisleit hefur ekki mik- ið val og sama hvernig húsnæðis- möguleika þú skoðar, þá er allt dýrt. Fólk er að leita eftir nýjum lausnum og á sama tíma að átta sig á að við þurfum ekki að eiga svona mikið af dóti,“ segir Saga. Saga Sigríðar- dóttir innan- húshönnuður segir það vera stórgott að búa í 20 fermetr- um. Minna plássi fylgi minna dót og minni afborg- anir. Lífið verði einfaldara og betra fyrir vik- ið. Mynd | Rut Verslunarmiðstöð verður fjölbýli Í Bandaríkjunum er að finna mörg dæmi þess að byggingum sem ekki lengur nýtast í rekstur sé breytt í fjöl- býli með pinkulitlum íbúðum. Elstu verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, sem staðsett er í Providence á Rhode Island, var í fyrra breytt í fjölbýli með 48 smáíbúðum. páska ferð Dvalið í höfuðborginni Delhi sem er sjóðheitur suðupottur menningaráhrifa frá tímum búddadóms, hindúa, múslima og Breta. Til Agra sem státar af þremur stöðum á heimsminjaskrá UNESCO og er Taj Mahal þeirra frægastur. Til að loka hinum Gullna þríhyrningi er næst haldið til Jaipur sem jafnan er kölluð „bleika borgin“ vegna fjölda bygginga í þeim lit. Í borginni Varanasi fáum við að kynnast hinu kaótíska og iðandi mannlífi sem víða einkennir Indland. Niður hið helga fljót Ganges og fylgjumst með borginni vakna. Það er ógleymanleg lífsreynsla að sjá borgarbúa þvo sér í hinu helga vatni. Stórkostleg litadýrð, fjölbreytt mannlíf og fegurstu mannvirki jarðar. Indland bíður þín. ÞÉTT OG HNITMIÐUÐ FERÐ UM GULLNA ÞRÍHYRNING INDLANDS 8.–19. APRÍL, 12 DAGAR 489.000 KR.* farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 *Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel. eldar indlands FARARSTJÓRN: PÉTUR HRAFN ÁRNASON Taj Mahal, Agra, Jaipur og Ganges-fljót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.