Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 40
Sósur Veitingastaðurinn Bike Cave býður nú upp á vegan bernaise-sósu. Fyrir þá sem ekki vita er bernaise-sósa búin til úr smjöri og eggjum. Bike Cave býr hins vegar til sitt eigið vegan mæjónes úr sojamjólk og olíu, blandar út í það kryddi og bragð- efnum svo úr því verður vegan bernaise. Bíó Heimildar- mynd um Bítlana og tón- leikaferðir þeirra um heiminn er nú komin í bíóhús. Um ræðir tímabil þegar vinsæld- ir þeirra voru hvað mestar, upp úr 1960. Myndin inniheldur nánast eingöngu efni sem ekki hefur komið fyrir sjónir almennings. Pylsur Glöggir vegfarendur Austurstrætis hafa ef til vill tekið eftir nýjum pylsubási á milli Eymundsson bókabúðar og Bjarna Fel sportbars. Um SS pylsur er að ræða en gott er að grípa sér pylsu og sjeik þegar farið er í bóka- búðaleiðangur um helgar eða þegar rölt er heim af barnum. NÝTT Í BÆNUM Tölum um … Skammdegið Sunna Rut Garðarsdóttir Sept.-des. eru uppáhalds mánuðirnir mínir með áherslu á nóvember-desember. Aðallega held ég vegna þess að þá má mað- ur vera inni að „tjilla“ og engin dæmir. Þar til svona í janúar, þá nenni ég ekki meir. En þangað til þá er snilld! Haukur Tandri Besta leiðin til að tækla skamm- degið er að skella sér í hot jóga, jóðla í VIP grænmetisrétt fyrir kvöldmatinn og drekka svo heita, sykurlausa möndlumjólk með kakóduftinu frá Sollu í eftirrétt. Búmm! Karl Ingi Karlsson Skammdegið er notalegur felu- staður. Þægileg hulinskykkja sér- sniðin á þá sem þurfa smá næði. Það er í senn átakanlegt og fallegt, hættulegt og „gezellig“. Passar vel með marrandi fótataki í snjón- um. Góð afsökun til að kaupa sér D-vítamín og flott endurskins- merki. Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.