Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Dansar í fyrsta skipti með Íslenska dansflokknum. Dansinn var áhugamál til að byrja með en síðan hætti ég aldrei,“ segir Védís Kjartans-dóttir sem dansar í fyrsta skipti með Íslenska dans- flokknum í verkinu Da Da Dans sem frumsýnt verður um miðjan mánuðinn í tilefni 100 ára afmælis dadaismans. Vissirðu alltaf að þú vildir verða dansari? „Ekki beint, ég byrjaði í ballett fjögurra ára og þetta átti bara að vera áhugamál til að byrja með en síðan varð þetta að starfinu mínu sem er geggjað skemmtilegt.“ „Ég lærði úti í Brussel í Belgíu, í skóla sem heitir P.A.R.T.S. í fjögur ár. Þetta er flottur evrópskur skóli. Margir íslenskir dansarar sem hafa lært þarna, eins og Erna Ómars, listrænn stjórnandi dansflokksins. Danshöfundar verksins, Inga Huld og Rósa Ómars, voru líka þarna. Brussel er mekka dansins í dag, þar er margt að gerast í listum,“ segir Védís en þær Inga og Rósa hlutu Grímuverðlaun í fyrra sem danshöfundar ársins fyrir verk sitt, The Valley. „Ég var í fjögur ár í námi. Fyrstu tvö árin voru dansmiðuð, mikil tækni. Síðan fór maður í annað inntökupróf og ef maður komst áfram þá var námið meira einstaklingsmiðað og skapandi þar sem maður býr til eigin verk. Mér lá dálítið á þegar ég var yngri. Var með mikla útþrá og vildi sjá heiminn. Fór því beint í námið úr MH sem ég tók á þremur árum, skellti mér í inntökupróf með 1200 manns og komst inn. Hoppaði því beint í djúpu laugina. Þetta var rosa áhugavert en líka erfitt. Besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Líkt og fyrr segir er þetta í fyrsta skipti sem Védís dansar með Ís- lenska dansflokknum. „Það hefur verið magnað að vinna í þessu dansumhverfi með höfundum og dönsurum. Við erum fjórir dansarar á sviðinu hver með sínar senur en svo er þetta líka mikið samspil eins og er þar sem við notum líkamann og raddirnar. Ég held að hlutverk manns sé að vera hluti af þessum fjórum líkömum á sviðinu sem búa til orkuna og sjálfa sýninguna.“ „Da Da Dans mun pottþétt koma á óvart. Sýningin er skemmtileg, spennandi og djörf þar sem farið verður í sögu dadaisma og hún afbyggð með smá snúningi. Dada- ismi spratt upp úr vitfirringu fyrri heimsstyrjaldar þar sem markmið- ið var að skapa fjarstæðukennd verk sem hristu upp í hugmyndum fólks um tilgang og virði listarinn- ar. Ég lofa heljarinnar stuði. Tón- listin verður heldur ekki af verri endanum. Hermigervill sér um tónlistina.“ | bg Védís frumsýnir Da Da Dans Ballett átti bara að vera áhugamál til að byrja með en síðan varð þetta að starfinu mínu sem er geggjað skemmtilegt,“ segir Védís Kjartansdóttir. Úr undra­ heimi fræga töfra­ mannsins Harry Potter kemur nú bráðlega í kvik­ myndahús sjálfstæð saga um blaðamann­ inn Newt Scamander. Töframenn sýndir í fyrsta skipti í Bandaríkjunum Sögusviðið er árið 1926 í stór- borginni New York, en þetta ku vera fyrsta sjálfstæða framhalds- myndin úr Harry Potter heiminum. Kvikmyndin er byggð á samnefndri bók eftir höf- und Harry Potter bókanna, J.K. Rowling. Í Viskusteininum, fyrsta bókin í Harry Potter röð- inni, er Newt Scam- ander stuttlega kynntur til sögunn- ar sem höfundur kennslubókarinn- ar Fantastic Beasts and Where to Find Them, sem var skyldulesning fyrir alla fyrsta- árs nema Hogwarts. Kvikmyndin fylgir ævintýrum Newts um New York og er það í fyrsta skipti sem við fáum að fylgjast með töframönnum fyrir utan Evrópu. Einnig fáum við að fylgjast með forboðn- um vinskap töframanns og mugga. Kvikmyndin verður frumsýnd 17. nóvem- ber hér á landi og ættu allir lúðar landsins að sam- einast í bíósalnum með popp, kók og gleðina við völd. | hdó „Við vorum búnar að vera saman í skóla í heil fjögur ár án þess að hafa hugmynd um hvor aðra,“ segir Bryndís María Kristjánsdóttir en hún og Þórunn Bryndís Krist- jánsdóttir urðu bestu vinkonur á einni nóttu. Nánar tiltekið í svefn- galsa eina andvökunóttina í bún- inganefnd fyrir söngleik í Versló. „Einhverja nóttina þegar við vor- um ekki búnar að sofa neitt, hlaup- andi um Austurbæjarbíó flissandi úti um allt, urðum við bestu vin- konur, það gerðist bara og hefur haldist þannig,“ segir Bryndís. „Já,“ segir Þórunn hlæjandi. „Við vorum kannski búnar að þekkjast í mánuð þegar við vorum einar í Austurbæjarbíó að klára einhverja búninga, búnar að sofa mjög lítið því það var stutt í sýningu. Á ein- um tímapunkti ákváðum við bara að leggjast á gólfið í anddyrinu og horfðum upp í speglaloftið og fór- um djúpt í einhverjar heimspeki- lega pælingar. Við hlæjum ennþá að þessu næstum 5 árum seinna.“ Munið þið hvað þið rædduð um? „Þetta var bara einhver algjör steypa minnir mig en eftir það var ekki aftur snúið, höfum ekki losnað við hvor aðra síðan.“ „Þetta var samt svo tilviljana- kennt því við kynntumst á síð- ustu önninni í menntaskóla þegar við slysuðumst eiginlega í bún- inganefnd fyrir Nemó söngleik- inn, mánuði fyrir sýningu,“ segir Bryndís. „Já. Magnað að vera á seinustu önninni og hitta allt í einu ein- hvern sem varð bara besta vinkona manns, kynni á seinasta séns.“ „Þórunn braut líka dálítið ísinn þegar hún kynnti sig fyrir mér fyrst: Þórunn Bryndís Kristjáns- dóttir. Allt nöfn sem samanstanda af nöfnum míns besta fólk. Mamma heitir Þórunn, ég heiti Bryndís og pabbi heitir Kristján,“ segir Bryndís hlæjandi. | bg Vináttan: Urðu bestu vinkonur í galsa eina andvökunótt Þórunn og Bryndís urðu bestu vinkonur á seinustu önn í Versló. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.