Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Sjávarútvegur Samherji veiðir fisk með verksmiðjutogurum í Afríku. Engar upplýsingar eru um veiðarnar í ársreikningi Samherja. Guðni Th. Jóhannes- son, sagnfræðingur og núver- andi forseti, hefur bent á að Afríkuveiðar Íslendinga séu „tvískinnungur“ í ljósi sögu Íslands og þorskastríðanna. Þorsteinn Már Baldvinsson vill lítið um útgerðina segja. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Útgerðarrisinn Samherji á hlut í stóru útgerðarfélagi í Namibíu eftir að sameiningu útgerðarfélags þess, Esju Fishing Ltd. á Kýpur, við þrjú önnur útgerðarfélög þar í landi í fyrra. Frá þessu var greint í tilkynn- ingu frá samkepppnisyfirvöldum í lögbirtingablaðinu í Namibíu. Fyrirtæki tengd Samherja reka nú að minnsta kosti tvo togara sem stunda fiskveiðar í Afríku. Skip- in heita Heinaste og Saga og er hið fyrrnefnda skráð í skattaskjólinu St Kitts og Nevis í Vestur-Indíum og hitt er skráð í Póllandi hjá útgerðinni Atlantex. Skipin veiða í Namibíu og í Máritaníu. Kýpverska fyrirtækið Esja Fishing Ltd. sem á Heinaste hét áður Miginato Holdings og er dóttur- félag íslensks eignarhaldsfélags Sam- herja, Polaris Seafood ehf. Ekkert kemur hins vegar fram um eignarhluti Samherja í útgerðum í Afríku í ársreikningi félagsins fyrir árið í fyrra sem samþykktur var af stjórn akureyska útgerðarfélagsins í lok ágúst síðastliðinn. Fara þarf í ársreikning Polaris Seafood ehf. til að sjá upplýsingar um eignarhald á Esju Fishing Limited en ekki kemur fram þar fram að fyrirtækið stundi fiskveiðar í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir að þó útgerðin í Afríku sé ekki nefnd í ársreikningn- um þá sé uppgjör hennar hluti af uppgjöri Samherja. Hann segir að Samherji tengist einungis rekstri á þessum tveimur togurum í Afríku og að ekki standi til að stækka út- gerðina. „Við gefum bara upp þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að gefa upp. Þetta eru bara félög sem starfa erlendis og ég held að menn hljóti bara að fá að vera í friði með þau. Ég ætla ekkert að fara að ræða um Afríkumálin við þig.“ Hann vill ekki gefa upp hvernig Afr- íkuveiðarnar ganga rekstrarlega. Samherji átti sex skipa útgerð sem veiddi aðallega hestamakríl í stór- um stíl úti fyrir strönd Máritaníu, Marokkó og Vestur-Sahara á árun- um 2007 til 2013 og komu um 30 prósent af veltu Samherja þaðan. Sú útgerð var gríðarlega ábatasöm fyrir Samherja og var seld til rúss- nesks útgerðarfélags árið 2013. Sam- herji hagnaðist um nærri 8 millj- arða króna á sölunni en fjárfesting fyrirtækisins í útgerðinni hafði þá borgað sig upp. Samherji keypti út- gerðina fyrir um 12 milljarða króna af fjölskyldunni sem átti Sjólaskip í Hafnarfirði árið 2013 og notuðust hluthafar Sjólaskipa við eignarhalds- félög í skattaskjólum sem fjallað er um í Panamaskjölunum þegar þeir seldu Samherja útgerðina, eins og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku. Afríkuveiðar Íslendinga, sem og annarra Evrópulanda, hafa ver- ið umdeildar á Íslandi og erlendis síðastliðin ár þar sem stórar og fjár- sterkar útgerðir, eins og Samherji, veiða fisk í lögsögu fátækra ríkja þar sem kunnátta og þekking á stórfelld- um fiskveiðum er ekki eins góð og til dæmis hjá íslenskum útgerðum. Um- gjörðin utan um fiskveiðar í þessum löndum, meðal annars Máritaníu, er ekki lík því sem gerist til dæmis á Íslandi og þarlend fyrirtæki hafa ekki forsendur til að nýta þessa auð- lind sína eins og margar evrópskar útgerðir. Meðal þeirra sem hafa fjallað um fiskveiðar Íslendinga í Afríku er Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur, sem kjörinn var forseti Íslands fyrr á árinu. Í viðtali við DV árið 2012 sagði Guðni Th. að veiðarn- ar væru „hámark tvískinnungsins“ vegna sögu Íslands sem strandrík- is sem barðist yfir fiskveiðilögsögu sinni í þorskastríðunum. „Í allri okkar baráttu fyrir verndun fiski- miðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum undan ströndum þess.“ Leynir eignarhaldi sínu á útgerð í Afríku Í allri okkar baráttu fyrir verndun fiskimiðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum undan ströndum þess. Guðni Th. Jóhannesson Samherji á hlutdeild í útgerð í Afríku í gegnum Kýpur en togarinn sem útgerðin á, Heinaste, er skráður á flaggi í skattaskjóli í Vestur-Indíum. Hinn togarinn, Saga, hét áður Blue Wave og var í eigu íslenskra lífeyrissjóða, meðal annarra, og veiddi hestamakríl í Afríku. Engar upplýsingar er að finna um Afríkuútgerðina í nýjum ársreikningi Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri fyrirtæk- isins. Trúarbrögð - Orð Frans páfa um konur vöktu heimsathygli. Kaþólski biskupinn á Íslandi fæst ekki til að segja hvort hann sé sammála eða ósam- mála því að konur fái ekki að vera prestar í kaþólsku kirkj- unni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Kaþólski biskupinn yfir Íslandi, David Tencer, neitar að ræða um þá skoðun Frans páfa að konur geti aldrei orðið prestar innan kaþólsku kirkjunnar. „Ég vil ekki ræða þetta. Nei, nei, nei. Ég vil ekki tala um þetta. Hver vegna ætti ég að svara svona?,“ segir David. Frans páfi lét þessa skoðun í ljós, aðspurður í viðtali við sænska rík- issjónvarpið á þriðjudaginn, þegar hann flaug frá Svíþjóð til Ítalíu eft- ir að hafa heimsótt Svíþjóð. Um- mæli páfa féllu í flugvélinni til Ítal- íu og hóf hann tal sitt á því að segja að sænskar konur væru „mjög sterkar og duglegar“ og að hann hefði heyrt að margir sænskir karl- menn vildu finna sér konur erlend- is. Í kjölfarið svaraði hann spurn- ingunni þannig að Jóhannes Páll páfi hafi svarað spurningunni um kvenpresta með afgerandi hætti árið 1994 og hans skoðun væri sú sama. Þessi ummæli páfans hafa vak- ið mikla athygli í Svíþjóð og voru meðal annars fyrsta frétt í kvöld- fréttum sænska ríkissjónvarpsins á þriðjudagskvöldið. Lúterski erki- biskupinn í Svíþjóð, Antjé Jackelén, sagði á miðvikudaginn að skoðun páfans hefði ekkert með guðfræði að gera heldur byggði hún á því að hann hefði ekki haft mikið saman að sælda við konur í lífi sínu og að sýn hans á „mannkynið væri ekki í jafnvægi“. David Tencer fór til Svíþjóðar til að vera við heimsókn páfans þar í landi og segist hann hafa átt í sam- skiptum við hann stuttlega. „Hann vissi að ég væri biskup frá Íslandi. Ég hitti hann og það var mjög fínt. Hann brosti. Við erum úr sömu fjöl- skyldunni, erum kaþólskir,“ segir David sem fæst, þráspurður, ekki til að tjá sig um skoðun páfans á konum. Biskupinn í Landakoti neitar að ræða skoðun páfans á konum David Tencer, biskup kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi, fór til Svíþjóðar til að hitta Frans páfa sem kom sér í bobba með tali sínu um konur. Tencer segir þá Frans tilheyra sömu fjölskyldunni og að gaman hafi verið að hitta hann. Manndráp ekki útilokað Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms um að ekki megi kryf- ja líkið þar sem aðstandendum hafi ekki verið gert viðvart. Lögregla tel- ur ekki útilokað að manninum hafi verið ráðinn bani og fellst dómur- inn því á krufningu. Talið er að líkamsleifarnar sem fundust á ströndinni við Selatanga, skammt austan við Grindavík, séu af hinum 63 ára Joseph Le Goff, sem lagði af stað frá Portúgal til Azoreyja, þann 7. júlí, en siglingin átti að taka viku. Síðast sást til hans 720 mílum austur af Nýfundna- landi. Flutningaskip sigldi þá fram- hjá skútunni en hún virtist mann- laus. Vegna veðurs fór enginn um borð. Landhelgisgæslan leitaði skút- unnar þegar heyrðist í neyðarsendi, en sá þá gult brak á ströndinni skammt frá Grindavík. Þegar geng- ið var á fjörur, fundust líkamsleifar mannsins. | þká Hæstiréttur Dómsmál Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem kona var svipt forræði yfir þremur börn- um sínum. Konan, sem býr í Kópavogi og er af erlendu bergi brotin, fékk heilablóðfall árið 2011 og varð fyrir miklum fram- heilaskaða. Hún er sökuð um að hafa beitt son sinn líkamlegu ofbeldi. Fjölskylda bekkjarfélaga sonar konunnar endaði á því að tala við Barnaverndarnefnd Kópavogs og óskaði að fyrra bragði eftir því að verða stuðningsfjölskylda drengs- ins. Það gerði fjölskyldan eftir að drengurinn fór að venja komur sín- ar til þeirra eftir skóla auk þess sem hann var hjá þeim um mestan part um helgar, þar sem hann flúði móð- ur sína. Fjölskyldan hjálpaði drengnum við heimanám og sá um öll sam- skipti við íþróttafélag sem drengur- inn æfði fótbolta hjá en þau töluðu ekki við foreldra drengsins fyrr en eftir að þau leituðu til barnavernd- ar. Yngri systir drengsins fannst svo á síðasta ári rétt hjá bensínstöð á Nýbýlavegi. Stúlkan var þá þriggja og hálfs árs gömul. Hún fór niður þrjár hæðir í fjölbýlishúsi og gekk allnokkra leið að bensínstöðinni. Móðirin tilkynnti ekki um atvikið til lögreglu, en sagði stúlkuna hafa laumað sér út þegar hún var að klæða sig. Konan stendur í skilnaði en eiginmaður hennar sinnir börn- unum nú. Í dómi segir að konan hafi skerta forsjárhæfni sökum framheilaskaða og að hún sé algjörlega ófær um að fara með forsjá barna sinna vegna þessa. | vg Selartangi. Mynd | Wikimedia Drengurinn fann sér nýja fjölskyldu eftir ofbeldi majubud.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.