Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 42
Taylor Swift launahæsta tónlistarkonan Taylor Swift er launahæsta konan í tónlist- arheiminum. Þessi 26 ára gamla popp- stjarna þénaði um 19 milljarða króna, meira en tvöfalt meira en Adele sem var í öðru sæti á lista Forbes yfir launahæstu tónlistarkonurnar í ár. Stærsti hluti tekna Taylor Swift kem- ur frá velheppnuðu tónleikaferða- lagi hennar um heiminn og stórra samninga við fyrirtæki á borð við Apple og Diet Coke. Í þriðja sæti list- ans er Madonna, Rihanna er í fjórða og Beyoncé í því fimmta. Svo koma þær stallsystur Katy Perry, J-Lo, Brit- ney Spears, Shania Twain og Celine Dion. Verð enn berbrjósta á ströndinni sextug Fyrirsætan Heidi Klum er þekkt fyrir frjálslynd viðhorf og kippir sér ekki upp við þó papparassar nái myndum af henni berbrjósta í sumarfríum með hinum þrítuga kærasta sínum, Vito Schnabel. Heidi er orðin 43 ára gömul og segir í viðtali við tímaritið People að hún muni ekki breyta venj- um sínum þó hún eldist. „Ég verð örugglega berbrjósta pían á ströndinni þegar ég er sextug. Kannski verða maginn og brjóstin ekki eins og núna en þannig er ég bara. Ég er frjálslynd og mun ekki breytast. Líkami manns er ennþá fallegur þegar maður eldist. Maður þarf ekki að fela sig undir tjaldi þó húðin sé ekki eins og þegar maður var tvítugur.“ Lindsay talar tungum Leikkonan Lindsay Lohan kom mörgum á óvart á dögunum þegar hún talaði við opnun nýs næturklúbbs síns í Aþenu á Grikklandi. Við- staddir voru sammála um að í máli Lindsay hefði mátt greina hreim víða að úr heimin- um... sem passaði ekki beint við uppruna hennar í Bandaríkjunum. Hreimurinn bar keim frá Ástralíu, Frakklandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu. „Þetta er blanda af þeim tungumálum sem ég annað hvort skil eða er að reyna að læra. Ég hef verið að læra ýmis tungumál síðan ég var krakki, ég tala ensku og frönsku og skil rússnesku. Svo er ég að læra tyrk- nesku, ítölsku og  arabísku.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég var heppin, en líka bara ótrúlega ákveðin, það er svo rosaleg samkeppni og erfitt að komast inn í svona stöðu,“ segir Sigríður Mogen- sen, aðstoðarframkvæmdastjóri í áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London, en hún hefur starfað hjá bankanum í eitt og hálft ár. Sigríður var ráðin í starfið áður en hún lauk meistaranámi frá London School of Economics (LSE). Umhverfið ógnandi í fyrstu „Ég hringdi sjálf í nokkra aðila sem sjá um ráðningar fyrir bankana, en var alltaf sagt að í ljósi þess að ég væri ekki með neina alþjóðlega bankareynslu þá ætti ég ekki séns. En ég gaf mig ekki og lagði áherslu á að það væri gott að ég væri með öðruvísi bakgrunn en aðrir,“ segir Sigríður og bendir á að það sé að færast í aukana að bankarnir fari aðeins út fyrir rammann við ráðn- ingar. Eftir þetta gerðust hlutirnir mjög hratt. Sigríður fékk viðtal og var ráðin í starfið tveimur dögum síðar. Hjá Deutsche Bank starfa um hundrað þúsund manns í fimmtíu löndum svo það voru ansi mikil viðbrigði fyrir Sigríði að koma þar inn. „Ég hef mikið verið spurð hvort þetta sé ekki flókið starf en þetta eru bara verkefni eins og á öllum öðrum vinnustöðum. Mesta sjokkið var að koma inn í svona risastórt fyrirtæki og reyna að átta sig á hvernig landið lægi og bank- inn væri upp byggður. Fyrst þegar maður kemur inn í þetta umhverfi þá finnst manni það ógnandi en svo áttar maður sig á því að þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína.“ Hún segir þó mikla innbyrð- is samkeppni vera á milli starfs- manna en hún reynir að taka ekki þátt í slíku. „Maður á ekki marga vini í bankanum. Ég hef unnið á mörgum stöðum á Íslandi og maður eignast alltaf góða vini í vinnunni, en það er aðeins ein- manalegra hér,“ segir hún kímin. Vinnudagarnir oft langir Sigríður starfar í alþjóðlegri deild hjá bankanum og er því í sam- skiptum við fólk um allan heim. Hún viðurkennir að það hafi ver- ið töluverð áskorun að læra inn á samskipti við fólk af ólíkum menningarheimum. „Ég hafði bara starfað á Íslandi þar sem ég var í samskiptum við fólk með svipað- an bakgrunn og ég, en á svona al- þjóðlegum vinnustað þá er maður í samskiptum við fólk af ólíkum uppruna, sem aðhyllist ólík trúar- brögð, og þarf að læra að taka tillit til ólíkra siða, hvað þykir kurteist og hvað ekki,“ útskýrir Sigríður. Vegna þess hve samskiptin eru alþjóðleg geta vinnudagarnir orðið ansi langir þegar taka þarf mið af staðartíma hinu megin á hnettin- um. Suma daga mætir hún jafnvel fyrir sjö á morgnana og er ekki að fara heim fyrr en klukkan tíu á kvöldin. „Þetta getur verið mikið álag. Ég er líka móðir og á fjögurra ára stelpu, og stundum er erfitt að halda góðu jafnvægi þarna á milli, en þegar ég réð mig í starfið þá samdi ég um að ég færi klukkan fimm á daginn að minnsta kosti tvisvar í viku. Það er ekki venjan og flestir vinna fram til sjö, átta öll kvöld, en þetta var ófrávíkjan- leg krafa af minni hálfu. Löngu vinnudagarnir koma auðvitað inn á milli en ég er með mjög góðan skilning á því að ég eigi barn og ég legg mikla áherslu á að eyða góð- um tíma með dóttur minni. Flestar konur í þessum geira eiga ekki börn eða eignast börn mjög seint, þannig mörgum finnst skrýtið að ég eigi barn og sé í þessari stöðu.“ Þurfti að læra nýtt tungumál Sigríður segir það líka hafa verið ansi mikið sjokk að átta sig á því hvað bankageirinn er í raun mikill karlaheimur. „Það er mikil áskor- un út af fyrir sig að vera ung kona í þessum bransa og það er sérstak- lega ríkjandi karlaveröld í áhættu- stýringunni.“ Þá var tungumálið í bankanum henni talsvert framandi. „Fyrst er ákveðið tungumál innan banka- geirans hérna úti og svo er ákveðið tungumál innan Deutsche Bank. Fyrstu dagana í vinnunni var verið að nota allskonar skammstafanir sem ég hafði aldrei heyrt áður og vissi ekkert um hvað var verið að tala en ég náði sem betur fer fljótt tökum á þessu. Þetta er ótrúlega spennandi og krefjandi starf og hefur opnað alveg nýja veröld fyrir mig. Það er mjög áhugavert að fá innsýn inn þennan alþjóðlega fjár- málaheim.“ „Maður á ekki marga vini í bankanum“ Sigríður Mogensen er aðstoðarframkvæmdastjóri í áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London. Hún segir það hafa verið mikið sjokk í fyrstu að koma inn í svona stórt fyrirtæki þar sem hún þurfti að læra nýtt tungumál. Innbyrðis samkeppni á milli starfsmanna er mikil en Sigríður reynir að taka ekki þátt í því. Spennandi starf Sigríður segir starfið mjög krefjandi og spennandi og það það opnar alveg nýja veröld fyrir hana. Neistar á milli Harry prins og Meghan Markle Hafa eytt síðustu viku á heimili hennar í Kanada. Harry Bretaprins hefur eytt síðustu viku í Kanada með nýrri kærustu sinni, leikkonunni Megh- an Markle. Prinsinn, sem er 32 ára, og Markle, sem fræg er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Suits, hafa verið óaðskiljanleg á meðan á dvöl þeirra í Kanada hefur staðið. Þau hafa dvalið á heimili hennar og meðal annars sýnt hvort öðru sínar bestu hliðar í eldhúsinu og leikið við hunda hennar. Þá skelltu þau sér í hrekkjavökupartí. „Harry er á góðum og rólegum stað í lífinu og Meghan kom inn í líf hans á réttum tíma. Hann er hamingjusamari en hann hefur verið í mörg ár,“ sagði heimildar- maður nákominn hirðinni. Harry og Meghan kynntust í maí og hann ku hafa þegar kynnt hana fyrir bróður sínum, Vilhjálmi prins, og Katrínu, hertogaynju af Kamrabrú. Þeim mun hafa litist vel á hina 35 ára leikkonu. „Þau taka sambandið viku í senn og reyna bara að njóta þess að vera saman. En það er augljóst að þau elska að vera saman og það neistar þeirra á milli.“ Ástfangin Harry Breta- prins og Meg- han Markle eru ástfangin og hafa eytt síðustu dögum saman í Kanada. Mynd | Getty …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.