Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Á blómatíma Vesturlanda var það ríkjandi viðhorf að fátækt væri afleiðing félagslegrar stöðu og það mætti berjast gegn henni með fé- lagslegum aðgerðum. Það sama átti við um veika stöðu kvenna, svartra, fatlaðra og annarra samfélagshópa, sem höfðu mátt búa við samfélag sem var mótað að þörfum og hags- munum annarra, hinna ríku og efnameiri karla. Fyrir þennan tíma var litið á fá- tækt sem afleiðingu leti, heimsku eða annarra persónugalla. Eða jafnvel sem dóm Guðs. Eitthvað sem ekki var við ráðið með fé- lagslegum aðgerðum. Auðvitað er þetta ekki algilt. Rætur blóma- tíma Vesturlanda liggja aftur til frönsku stjórnarbyltingarinnar og af þeim uxu sprotar, ekki síst fram yfir miðja nítjándu öld. Af þeim spruttu verkalýðsfélögin, barátta gegn þrælahaldi, almennur kosn- ingaréttur, kvenfrelsi og bættur aðbúnaður fatlaðra. Það varð hins vegar ekki fyrr en eftir seinna stríð sem mannúðarstefnan blómstraði og hafði afgerandi áhrif á mótun samfélaga á Vesturlöndum. Á þessu tímabili var litið svo á að fátækt væri að stærstu leyti fé- lagsleg staða sem fólk erfði eða lenti í vegna áfalla. Unnið var gegn fátækt með því að rjúfa keðjuna milli kynslóða. Fátækum börnum var tryggð menntun og aðgengi að samfélaginu. Kjör hinna fátæku voru bætt svo fólk gæti notið tóm- stunda, menningar og félagslífs. Öryrkjum var tryggð framfærsla til mannsæmandi lífs. Öldruðum var tryggð reisn. Þetta var alla vega hugmyndin. Og hún gekk vel upp. Það kom í ljós að besta leiðin til að bæta hag heildarinnar var að styðja þá verst settu. Það er skynsamlegasta efna- hagsstjórnin. Þótt þessar hugmyndir lifi enn í samfélaginu hafa samt aðrar og verri hugmyndir ríkt undanfarna áratugi. Þá var efnahagsstefnan mótuð að hagsmunum hinna efna- meiri. Að baki lá sú manngildis- hugmynd að hinn ríki væri ríkur vegna þess að hann bæri af öðrum. Ríkidæmi var afleiðing mannkosta, áræðni, visku, þreks og fjörs. Sam- félaginu bæri því að verðlauna hina ríku. Og draga úr stuðningi við hina fátæku og veiku. Sem væri lakara fólk. Þetta hljómar harðneskjulegt og ljótt. Og er það. En því miður hafa svona hugmyndir einkennt okkar tíma, mótað stefnu margra stjórn- málaflokka og haft mikil áhrif á aðra. Við þurfum ekki að deila um hversu vondar þessar hugmyndir eru. Hagtölur sýna að undanfarna áratugi hefur hagur flestra staðið í stað eða versnað. Hinir ríku eru eini hópurinn sem hefur það umtalsvert betra í dag en fyrir þrjátíu árum. Ástæða þess að ég skrifa þessi aug- ljósu sannindi er að skýrsla Rauða krossins um fátækt barna sýnir að við höfum misst sjónar á þessum lærdómi. Skýrslan sýnir að fátækt vex meðal barna sem standa veikt í samfélaginu. Ástæðan fyrir þessari þróun er sú að við höfum ekki um langan tíma viljað ræða um fátækt sem afleiðingu félagslegrar stöðu. Það var gert af tillitssemi við hina auð- ugu svo þeir gætu lifað í þeirri trú að auður þeirra væri afleiðing persónulegra yfirburða þeirra. Og ef hinn ríki er ríkur fyrir eigin verð- leika, en ekki vegna þess að sam- félagsgerðin færir til hans auð; þá er hinn fátæki ekki fátækur vegna veikrar félagslegrar stöðu heldur vegna persónulegra veikleika; hann er ekki nógu duglegur, útsjónar- samur og fylginn sér. Þessar hugmyndir hafa dregið afl úr samfélagi okkar. Við höfum hrörnað sem samfélag. Í stað þess að horfast í augu við veika félags- lega stöðu fátækasta fólksins höfum við heldur viljað ræða um almenn- ar aðgerðir til að bæta almenna stöðu sem flestra. Í slíkum aðgerð- um verða hinir fátækustu útund- an, þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Við þurfum að geta rætt um vanda öryrkja almennt og síðan sér- staklega um vanda hinna fátækustu meðal öryrkja; um vanda innflytj- enda almennt og sérstaklega hina fátækustu meðal þeirra; um vanda geðsjúkra, fíkla og fatlaðra en líka sérstaklega þá fátækustu í þessum hópi. Og við þurfum að aðlaga öll kerfi samfélagsins að þörfum barna sem alast upp við fátækt og/eða skerta foreldragetu á heimili. Skólakerf- ið á geta stutt þessi börn til náms jafnt og börn hinna efnameiri og heilbrigðiskerfið á að geta veitt þeim heilsugæslu til jafns við aðra. Og svo framvegis. Fátæk börn búa við skort vegna þess að samfélagið jaðarsetur for- eldrana. Við þurfum að bæta stöðu foreldranna. En við þurfum líka að mæta börnunum sérstaklega. Gunnar Smári BÖRNIN OKKAR lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 3JA RÉTTA HÁDEGISSEÐILL Mánudaga til föstudaga frá 11.30–14.30 GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is • FORRÉTTUR • AÐALRÉTTUR Veldu kjöt eða fisk • EFTIRRÉTTUR 2.800 kr. SKOÐAÐU MATSEÐILL VIKUNNAR Á @saetasvinid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.