Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Saga notar Messenger til að ná í mömmu sína, kærasta og vini. María segir best að ná í yfirmann sinn á Facebook. Hún sé virkust þar. Mynd | Hari Er heimasíminn dauður? Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekki er langt síðan við gátum bara notað heimasímann til að ná í okkar nánustu. Í dag höfum við hins vegar úr mörgu að velja og má nefna: Farsímann, Facebook, Snapchat, Twitter, tölvupóst og Tinder. Hvaða miðla notum við til að ná í fólk og er það misjafnt eftir því hvern við erum að reyna að ná í? Fréttatíminn ræddi við Maríu Johnsen og Sögu Garðars um málið. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Það er ekki slæmt að hafa margar leiðir til að ná í fólk. Ef það væri bara ein leið, bara heimasími, þá væru allir í ruglinu,“ segir María, 17 ára nemi. Saga og María voru sammála um það að nenna ekkert alltaf að svara í símann: „Stundum nenni ég ekki að svara mínum eigin síma og vil bara að fólk sendi mér skilaboð. Oft þegar ég fæ hring­ ingu frá númeri sem ég þekki ekki þá nenni ég ekki að svara,“ segir Saga. Maríu finnst leiðinlegt að tala í símann og hentugra að nota netið: „Mér finnst aðeins óþægilegra að vera með símann alveg upp við eyrað á mér. Ef ég tala við ein­ hvern á netinu þá get ég allavega verið að gera eitthvað annað á meðan.“ Þær segja eðlilega misjafnt hvaða leiðir séu farnar við að ná í fólk, allt fari eftir því um hvern ræðir. Þegar kennari sé annars vegar megi maður ekki vera of persónu­ legur, til að mynda. Facebook sé til dæmis of persónu­ legur staður fyrir þess konar sam­ skipti. „Kennarar vilja helst ekki að maður hafi samband í gengum samfélagsmiðla því það er of persónulegt. Tölvupóstur er bara einhvern veginn eðlilegastur,“ segir María. Saga er útskrifuð úr Listaháskól­ anum en meðan á náminu stóð fannst henni samskipti sín við kennara eiga að vera formleg, ekki frjálsleg: Ég hef haft samband við kennara á Facebook eftir útskrift þegar við erum orðnir vinir. Þegar þeir voru að kenna mér langaði mig bara að hafa samskiptin eins og þau eiga að vera; á einhverjum formlegum nótum milli nemenda og kennara. Þess vegna notaði ég tölvupóst. Hvernig er með heimasímann, notið þið hann? „Nei, eiginlega aldrei nema þegar ég er að reyna ná í litlu frændur mína, þá hringi ég í heimasíma foreldra þeirra,“ segir Saga. „Ekki ég heldur,“ segir María. „Það er líka hentugra fyrir mig og minn aldurs­ hóp að hafa allt fyrir framan mig. Í staðinn fyrir að geta bara hringt í og úr einum heimasíma.“ Hvernig nærðu í  eftirfarandi? Saga 29 ára Mamma: Farsími eða Messen- ger Kærasti: Hringja. Sendum eitthvað á Messen- ger líka en ef ég þarf að ná í hann þá hringi ég. Vinir: Hringja eða Messenger. Maður er eiginlega hættur að senda sms og fá sms, nema frá Dom- inos eða eitthvað. Amma eða afi: Hringja. Yfirmaður: Farsíma. Kennarar: Tölvupóstur. María 17 ára Mamma: Hringi alltaf í mömmu mína eða sendi henni sms. Kærasti: Við erum mjög virk að tala við hvort annað á samfélagsmiðlum en við hringjumst og sms-umst alveg jafn mikið líka. Snapchat og Messenger. Skrifa honum oftast á Snapchat í staðinn fyrir að senda myndband. Við erum bara af og til að tékka á hvort öðru. Vinir: Snapchat. Við erum líka með hópspjall á Face- book. Við erum mjög duglegar á Snapchat að senda hvor annari allan daginn. Amma eða afi: Ég hitti afa ekkert mjög oft en ég myndi hringja í hann í farsímann. Yfirmaður: Facebook, hún er lang virkust að svara þar. Kennarar: Alltaf í gegnum tölvupóst. 9.999 kr. ALICANTE f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 & j a n ú a r 2 0 1 7 9.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : j a n ú a r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - j a n ú a r 2 0 1 7 9.999 kr. KANARÍ f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 & j a n ú a r 2 0 1 7 9.999 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 Vertu memm! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.