Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 04.11.2016, Síða 34

Fréttatíminn - 04.11.2016, Síða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Saga notar Messenger til að ná í mömmu sína, kærasta og vini. María segir best að ná í yfirmann sinn á Facebook. Hún sé virkust þar. Mynd | Hari Er heimasíminn dauður? Tímarnir breytast og mennirnir með. Ekki er langt síðan við gátum bara notað heimasímann til að ná í okkar nánustu. Í dag höfum við hins vegar úr mörgu að velja og má nefna: Farsímann, Facebook, Snapchat, Twitter, tölvupóst og Tinder. Hvaða miðla notum við til að ná í fólk og er það misjafnt eftir því hvern við erum að reyna að ná í? Fréttatíminn ræddi við Maríu Johnsen og Sögu Garðars um málið. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Það er ekki slæmt að hafa margar leiðir til að ná í fólk. Ef það væri bara ein leið, bara heimasími, þá væru allir í ruglinu,“ segir María, 17 ára nemi. Saga og María voru sammála um það að nenna ekkert alltaf að svara í símann: „Stundum nenni ég ekki að svara mínum eigin síma og vil bara að fólk sendi mér skilaboð. Oft þegar ég fæ hring­ ingu frá númeri sem ég þekki ekki þá nenni ég ekki að svara,“ segir Saga. Maríu finnst leiðinlegt að tala í símann og hentugra að nota netið: „Mér finnst aðeins óþægilegra að vera með símann alveg upp við eyrað á mér. Ef ég tala við ein­ hvern á netinu þá get ég allavega verið að gera eitthvað annað á meðan.“ Þær segja eðlilega misjafnt hvaða leiðir séu farnar við að ná í fólk, allt fari eftir því um hvern ræðir. Þegar kennari sé annars vegar megi maður ekki vera of persónu­ legur, til að mynda. Facebook sé til dæmis of persónu­ legur staður fyrir þess konar sam­ skipti. „Kennarar vilja helst ekki að maður hafi samband í gengum samfélagsmiðla því það er of persónulegt. Tölvupóstur er bara einhvern veginn eðlilegastur,“ segir María. Saga er útskrifuð úr Listaháskól­ anum en meðan á náminu stóð fannst henni samskipti sín við kennara eiga að vera formleg, ekki frjálsleg: Ég hef haft samband við kennara á Facebook eftir útskrift þegar við erum orðnir vinir. Þegar þeir voru að kenna mér langaði mig bara að hafa samskiptin eins og þau eiga að vera; á einhverjum formlegum nótum milli nemenda og kennara. Þess vegna notaði ég tölvupóst. Hvernig er með heimasímann, notið þið hann? „Nei, eiginlega aldrei nema þegar ég er að reyna ná í litlu frændur mína, þá hringi ég í heimasíma foreldra þeirra,“ segir Saga. „Ekki ég heldur,“ segir María. „Það er líka hentugra fyrir mig og minn aldurs­ hóp að hafa allt fyrir framan mig. Í staðinn fyrir að geta bara hringt í og úr einum heimasíma.“ Hvernig nærðu í  eftirfarandi? Saga 29 ára Mamma: Farsími eða Messen- ger Kærasti: Hringja. Sendum eitthvað á Messen- ger líka en ef ég þarf að ná í hann þá hringi ég. Vinir: Hringja eða Messenger. Maður er eiginlega hættur að senda sms og fá sms, nema frá Dom- inos eða eitthvað. Amma eða afi: Hringja. Yfirmaður: Farsíma. Kennarar: Tölvupóstur. María 17 ára Mamma: Hringi alltaf í mömmu mína eða sendi henni sms. Kærasti: Við erum mjög virk að tala við hvort annað á samfélagsmiðlum en við hringjumst og sms-umst alveg jafn mikið líka. Snapchat og Messenger. Skrifa honum oftast á Snapchat í staðinn fyrir að senda myndband. Við erum bara af og til að tékka á hvort öðru. Vinir: Snapchat. Við erum líka með hópspjall á Face- book. Við erum mjög duglegar á Snapchat að senda hvor annari allan daginn. Amma eða afi: Ég hitti afa ekkert mjög oft en ég myndi hringja í hann í farsímann. Yfirmaður: Facebook, hún er lang virkust að svara þar. Kennarar: Alltaf í gegnum tölvupóst. 9.999 kr. ALICANTE f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 & j a n ú a r 2 0 1 7 9.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : j a n ú a r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - j a n ú a r 2 0 1 7 9.999 kr. KANARÍ f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 & j a n ú a r 2 0 1 7 9.999 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 Vertu memm! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.