Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016 Útvarpsleikhús um þjóðarsár Leikskáldið Jón Atli Jón- asson hefur sett saman nýtt heimildaleikrit í fjórum hlutum um Guð- mundar- og Geirfinns- málið. Í verkinu, sem heitir Lifun, er blandað saman raunverulegum heimildum um málið og skáldskap. Lifun er á dagskrá Útvarpsleik- hússins í nóvember. „Lifun fæddist þegar ég las endur- upptökuskýrsluna um þetta fræg- asta sakamál Íslandssögunnar sem kom út fyrir þremur árum,“ segir Jón Atli Jónasson. „Sagan hverf- ist um rannsóknina og ég blanda saman upptökum sem finna má í safni Ríkisútvarpsins og leiknum köflum. Ég tek mér stöðu á þeim tveimur mánuðum þegar meintir sakborningar í málinu, sem síðar voru hreinsaðir af ásökunum, sátu í gæsluvarðhaldi og fengu ekki að hitta lögfræðinga um tveggja mánaða skeið. Sú staðreynd ein og sér er einsdæmi í vestrænni réttar- sögu og ég leyfi mér að skálda inn í þetta æpandi tóm einangrunar- innar.“ Jón Atli segir fulla ástæðu til að skrifa leikverk um þetta mál sem var og er erfitt fyrir íslenskt þjóðfé- lag. „Þessi sakamál og rannsóknin á þeim eru stærsta sárið á þjóðarlík- amanum. Það má alltaf finna ný sett af spurningum.“ Tilgangurinn með Lifun er ekki að leysa einhverja gátu. „Ég er heldur ekki að reyna að styðja eða hrekja ákveðna atburðarás. Ég leyfi bara mörgum röddum að tala úr safni Ríkisútvarpsins og set saman leikrit í kringum þær.“ Jón Atli segir merkilegt að átta sig á því hve mikið magn upplýsinga varð til við rannsókn málsins. „Til dæmis er lýsingin á því hverju Geir- finnur klæddist kvöldið sem hann hvarf gríðarlega nákvæm. Þó ég sé leikritaskáld þá skortir mig máltilf- inningu til að átta mig á því hvernig svona lýsing verður til. Ég upplifi sterkt að upplýsingamagnið sem varð til í málinu sé það mikið að í rauninni verði engar upplýsingar til. Of miklar upplýsingar eru engar upplýsingar.“ Jón Atli segir útvarpsleikhús passa vel til að fjalla um þetta mál. Safn RÚV sé dýrmætt heimildasafn og vinnan í Útvarpsleikhúsinu hafi verið gefandi, leikarar og samstarfs- fólk frábært. Lifun eftir Jón Atla er í fjórum þáttum og verður á dagskrá á Rás 1 alla laugar- daga í nóvem- ber og hefst á morgun klukkan 14. Hljóðbrot er á vef Fréttatím- ans, frettatim- inn.is | gt Í Lifun, leikverki um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, tekst leikskáldið Jón Atli Jónasson á við opnu spurningarnar sem búa í þessu fræga sakamáli og rannsókn þess. Hvað eru laun? „Peningar, allir sem vinna fá pen- ing fyrir að vinna,“ segir Kolbeinn staðfastur. Dagur: „Ég þekki forsetann.“„Ég líka,“ segir Kolbeinn. Hver á að fá hæstu launin? Björgeyju finnst að forsetinn ætti að vera launahæstur því hann er svo duglegur að vinna en Kol- beinn, samstarfsmaður hennar, var ekki sammála henni því hon- um finnst að kennarar ættu að fá hæstu launin af því þeir eru alltaf í vinnunni sinni. Hver á að fá minnst? Kolbeinn: „Krakkarnir.“ Ylfa: „Því þeir eru ekkert að vinna.“ Björgey: „Jú þeir eru í skóla.“ Dagur: „Þeir eru nú einu sinni að læra.“ En sjómenn? „Sko, þeir fá bara svo mikinn pen- ing því fiskur er svo hollur og hann er mjög góður,“ segir Ylfa með bros á vör. Björgey: „Þeir eiga að fá mikið því þeir veiða svo mikinn fisk á dag.“ En hvað með slökkviliðsmenn- ina, eiga þeir að fá meira en sjómennirnir eða minna? Allir í kór: „Meira.“ Kjararáði finnst að því hættulegra sem starfið er því hærra launað ætti það að vera: „Þeir eru svo duglegir að vera í hættulegum störfum og bjarga stundum fólki,“ segir Björgey. En hvað með tónlistarmennina? Ylfa: „Sko, ég hefði getað sagt ykk- ur þetta þegar við vorum að tala um sjómennina en frændi minn fer stundum á sjó.“ En flugmenn? Allir í Kjararáði eru sammála um að flugmenn ættu að hjálpa þeim sem eru í vandræðum og ættu því að vera launaháir: Björgey: „Því það er mjög hættu- legt starf, þau gætu hrapað.“ Kolbeinn: „Þeir geta flogið á flug- vélum til Sýrlands og bjargað fólki. Það er svo mikið stríð þar.“ Ylfa: „Já, það er búið að koma í fréttunum.“ Hvað finnst ykkur að ballerínur ættu að fá mikið? Aníta og Kolbeinn eru sammála um að ballerínur ættu ekki að fá hærra en flugmenn en nokkrum nefndarmeðlimum finnst að þær ættu að fá meira en forsetinn: Björgey: „Já, af því þau eru búin að æfa sig svo lengi.“ Ylfa: „Því þau sýna líka svo flotta sýningu.“ Dagur: „Þær dansa líka svo vel.“ En löggan? Björgey: „Mikil laun því hún tekur bófana svo þeir séu ekki að stela peningnum annara.“ Dagur: „Einu sinni var þjófur að stela bílnum hans pabba míns.“ Hvað með hjúkrunarfræðinga? Björgey: „Mér finnst ekki í lagi að þeir fái lægri laun en til dæmis læknirinn.“ Ylfa: „Þær eru alveg að hjálpa læknunum. Ég meina, ef þeir verða veikir þá geta þær hjálpað, þú veist.“ Björgey: „Einu sinni sprautaði læknirinn í hnéð á ömmu og þá fór hún í hjólastól.“ Krökkunum finnst að hjúkrunar- fræðingar ættu að fá hærri laun en forsætisráðherrann. Ylfa: „Sko, afi minn, hann er svo stór að hann skallaði óvart í vegginn.“ Finnst ykkur að þingmenn ættu að fá meira en hjúkrunar- fræðingar? Allir í kór: „Nei.“ Krakkarnir segja að lokum að allir eigi að fá minna í laun en hjúkr- unarfræðingar, k°sennarar og löggan. Sjómenn eiga að fá há laun því fiskur er góður Kjör þingmanna og forseta Íslands hafa verið í deiglunni á síðustu dögum vegna ákvörðunar kjararáðs að hækka laun þeirra. Fréttatíminn ákvað að kalla saman Kjararáð barna og heyra hver kjör ólíkra starfsstétta ættu að vera á Íslandi. Í Kjararáði barna sitja: Aníta Sóley Gunnarsdóttir 7 ára Björgey Njála Andreudóttir 6 ára Dagur Höskuldsson Rafnar 6 ára Ylfa Matthildur Seljan Helgadóttir 6 ára Kolbeinn Gestur Guðgeirsson 7 ára Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Sýningin Björk Digital er nú uppi í Hörpu. Þar gefst tækifæri á að upplifa tón- og myndheim Bjarkar Guðmundsdóttur með þráðbein- um hætti, meðal annars með nýj- ustu sýndarveruleikatækni. Stella Rósenkranz danshöfundur er ein þeirra sem er búin að henda sér út í þessa heillandi veröld. „Þetta var alveg frábært og þetta mögnuð sýning,“ segir Stella Rózenkranz, dansari og dans- höfundur, um Björk Digital. Á mynd af henni úr Hörpu sést hún djúpt sokkin með gleraugu og heyrnartól á höfðinu og fjarstýr- ingar í höndum.„Ég vissi eiginlega ekkert við hverju var að búast á þessari sýningu en þetta var mjög skemmtilegt og fallegt.“ Nýjasta Plata Bjarkar, Vulnicura, snýst um að græða sárin eftir erfiðan skilnað söngkonunnar á sínum tíma. „Í þessum sýndar- veruleika tekur maður í raun þátt í því bataferli. Með þessum fjar- stýringum sem ég held á þarna á myndinni tengir maður í raun saman þræði í sári sem er opið í hjarta Bjarkar. Þannig að maður fær að taka þátt í tónlistinni með hætti sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég mæli svo sannarlega með þessu.“ Stella segir mjög sérstakt að vera með slíkar sýndarveruleikagræjur á höfðinu. „Þetta er auðvitað besta möguleg tækni og maður upplifir bein tengsl við Björk. Manni finnst maður nánast geta snert hana. Þarna er maður alveg einangrað- ur og gerir sér engan veginn grein fyrir umhverfinu. Ég vissi ekkert að það væri einhver að taka af mér mynd, en verandi dansari þá naut ég þess í botn að fara inn í þennan heim“ segir Stella. | gt Þarna sést Stella Rózenkranz, hægra megin á myndinni, renna saman við tónlist Bjarkar. Mynd | Santiago Felipe Stafrænn heimur Bjarkar alveg magnaður SÉRBLAÐ UM VEGAN þann 12. nóvember Endilega hafið samband og tryggið ykkur pláss elsa@frettatiminn.is 531 3310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.