Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 64
Vefarinn Benny Hammer Larsen er í heimsókn á Íslandi og verður gestur í versluninni Epal fimmtudag, föstu- dag og laugardag. Benny er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Benny þykir afar fær vefari og það tekur hann ekki nema um klukkustund að klára einn Y-stól. Hann mun einmitt vefa nokkra slíka í Epal um helgina og verða þeir til sölu. Y-stóllinn er frægasta hönnun Hans J. Wegner en hann hannaði yfir 500 stóla á sinni tíð. Y-stóllinn var fyrst framleiddur árið 1950. Al- veg síðan þá hefur stóll- inn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil þriggja vikna í undirbúning. Á heimasíðu Epal kem- ur fram að Y-stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á með- al er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallað- ur Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair. Í tilefni heimsóknar Benny verða tilboð á Black Editions línunni af Y-stóln- um í Epal um helgina. Þá verða einnig sérfræðingar frá Montana í búðinni og 15% af- sláttur af öllum Montana-hillum. Goðsögn Benny vefari er vel þekktur vefari og er ekki nema klukkutíma að vefa einn Y-stól. Hann er með mynd af stólnum húðflúraða á handlegginn. Benni vefari í heimsókn Er ekki nema klukkutíma að vefa einn Y-stól. Klassík Y-stóllinn hef- ur verið framleiddur síðan 1950 og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Handverk og hönnun í Ráðhúsinu Sýningin Handverk og hönnun fer fram í Ráðhúsinu um helgina. Að venju sýna fjölmargir hönnuðir og handverksfólk hönnun og hand- verk af ýmsum toga. Meðal þess sem verður til sýnis og sölu er skart, trémunir, leðurvörur, skór, fatnaður, leirmunir, gler og margt fleira. Sýningin verður opin alla helgina frá klukkan 10-18. Hægt er að kynna sér þá sem sýna á heima- síðunni handverkoghonnun.is. Hönnun ferðamanna- staða Arkitektafé- lag Íslands og Félag íslenskra landslagsarki- tekta standa fyrir áhuga- verðu málþingi í næstu viku. Málþingið er um hönnun ferða- mannastaða og verða þeir skoð- aðir frá sjónarhorni m.a. hönnuða, fræðslufulltrúa, verkefnastjóra, leiðsögumanns, ferðamanns og bæjarstjóra. Wieteke Nijkrake, arkitekt, og Jorrit Noordhuizen landslagsarkitekt sem koma frá Hollandi flytja erindi á málþinginu um verkefni sem unnið var í sam- starfi við Skaftárhrepp og Háskóla Íslands. Auk þeirra tala Einar Ás- geir Sæmundsen landslagsarki- tekt, Vilborg Halldórsdóttir leið- sögumaður, Örn Þór Halldórsson arkitekt, Þráinn Hauksson lands- lagsarkitekt, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, Lemke Meijer ferðamaður og Dagur Egg- ertsson arkitekt. Fundarstjóri verður Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður. Þátttökugjald á mál- þingið er 7.000 kr. og fer skrán- ing fram á Tix.is Málþingið verður haldið í sal Íslenskrar erfðagrein- ingar, Sturlugötu 8, fimmtudaginn 10. nóvember og hefst klukkan 13 og lýkur um klukkan 17. Sniðugar hugmyndir á Skreytum hús Hægt er að fá ráð og lausnir fyrir heimilið á skemmtilegri íslenskri facebook-síðu Víða á internetinu má finna skemmtilega hugmyndabanka þar sem hægt er að leita að sniðugum hugmyndum fyrir heimilið. Víða er líka hægt að skiptast á hugmynd- um og fá ráð. Á facebook má til dæmis finna hópinn Skreytum hús sem telur rúmlega 30 þús- und meðlimi. Þar má bæði leita ráða og finna sniðugar lausnir og hugmyndir sem tengjast heimil- inu. Þá er vinsælt að birta fyrir og eftir myndir af breytingum á inn- réttingum eða húsgögnum og fá viðbrögð frá öðrum. Þá er gott að muna eftir því að vera kurteis eða sleppa því að segja sína skoðun ef hún er neikvæð og særandi. RÚM Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur! Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is | rbrum.is Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til! Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Við bjóðum mismunandi stíeika á dýnum, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA …heimili & hönnun kynningar 12 | amk… FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.