Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 04.11.2016, Blaðsíða 26
Það var átak fyrir leikarahjónin Unni Ösp Stef- ánsdóttur og Björn Thors að taka að sér aðal- hlutverkin í sýningunni Brot úr hjónabandi sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tak- markaður fjöldi sýninga er í boði því að Unnur á von á sér og átökin í verkinu eru mikil. Leikverk- ið kemur úr sænsku sjónvarpi og hugarheimi snillingsins og kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman, en það opnaði umræðu um hjóna- bönd og skilnaði upp á gátt á sínum tíma. Hjónaband sem brotnar Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Ég var í þrjá mánuði að skrifa þetta, en mest allt líf mitt að reyna það,“ sagði sænski kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman um sjónvarps­ þættina sína Brot úr hjónabandi (s. Scener ur ett äktenskap) sem hann leikstýrði árið 1973. Þættir­ nir voru sex talsins og skörtuðu norsku leikkonunni Liv Ullmann og sænska leikaranum Erland Jos­ ephson í hlutverkum Marianne og Johan. Þeir lýsa niðurbroti tíu ára hjónabands þeirra, en síð­ ar var sögunni þjappað saman í eina langa kvikmynd. Bergmann, sem þekktur var fyrir listrænar kvikmyndir sínar, naut allt í einu almannahylli fyrir persónulega sýn á bresti í hjónabandi. Hjónabandið hjá Marianne og Johan er að rakna upp á saumun­ um, þó svo að í upphafi sögu virð­ ist allt vera í ágætu standi á yfir­ borðinu. Sjálfur var Bergman þá í fimmta hjónabandi sínu og hafði skilið við allar fyrri konur sínar, auk Liv Ullmann sem hann bjó með um fimm ára skeið í óvígðri sambúð. Börn leikstjórans með konunum í lífi hans urðu alls níu talsins. Gríðarlegar vinsældir Sýningar á Brotum úr hjónabandi í Svíþjóð árið 1973 vöktu þjóðar­ athygli, en götur landsins eru sagðar hafa tæmst þegar þættirnir voru í sjónvarpinu. Leikstjórinn Bergman var, þrátt fyrir skraut­ legan feril í tilfinningalegum hlið­ um lífsins, stoppaður af ókunnugu fólki úti á götu sem vildi fá hjá hon­ um ráð um eigin sambönd þess Árið 2000 gaf bandaríski sálfræðingurinn John Gottman út bókina The Seven Principles of Making Marriage Work sem haft hefur nokkur áhrif á hjónabandsráðgjöf á Vesturlöndum. Þar setur hann fram sjö verkefni hjóna í vanda: Víkka út „ástarlandakortið“ „Ástarlandakortið“ er sá hluti heilans þar sem við geymum upplýsingar um makann, um áhyggjur hans, vonir og metnað í lífinu. Gottman vill meina að hamingjusöm pör leggi rækt við skilning á mak­ anum og það hafi áhrif á væntum­ þykju og aðdáun. Rækta væntumþykju og aðdáun Með því að íhuga sambandið og makann og hvað gerir það að verkum að okkur þykir vænt um hann eða hana, leggjum við rækt við væntumþykju og aðdáun. Samræður og íhugunaræfingar Gottman geta styrkt þetta. Að snúa að hvort öðru Það litla skiptir máli. Það er mik­ ilvægt bregðast vel við tilboðum eða óskum um athygli, hlýju, húmor eða stuðning frá makan­ um. Tengslin styrkjast. Að samþykkja áhrif Gottman telur mikilvægt að við samþykkjum að makinn hafi áhrif á líf okkar og ákvarðanatöku, að við tökum skoðanir og tilfinningar makans með í reikninginn. Að leysa það sem er hægt að leysa Gottman smíðar módel þar sem upphafinu á sam­ tali parsins um vandamál sín er stýrt og það mýkt upp. Dregið er úr gagnrýni og ásökunum og parið lærir inn á umræðu um allt sem snýr að endurbót­ um. Reynt er að tempra neikvæðni, slegið á spennu og opnað hægt og rólega á málamiðlanir. Að festast ekki í sama fari Í samræðum um vanda sinn eiga pör sem sækja sér aðstoð sér­ fræðinga í hættu að festast í um­ ræðunni. Gottman vill meina að sama hve djúpt farið er sem parið festist í, þá geti það komist upp úr farinu með hvatningu og vilja til að kanna falin vandamál sem raun­ verulega valda vandanum. Sameiginleg merking Gottman lýsir sameiginlegri merk­ ingu parsins sem andlegri vídd sambandsins sem hefur með innra líf parsins að gera. Sé slíkur merk­ ingarheimur til staðar telur Gottman líklegra að átök í sambandinu séu léttvægari og vandamálin eiga erfiðara með að grafa um sig. og hjónabönd. Í kjölfar þáttanna hækkaði skilnaðartíðni verulega í Svíþjóð og það var rakið til áhrifa þáttanna. Umræða um skilnaði og erfiðleika í samböndum opnaðist upp á gátt. Nokkrum árum síðar, árið 1981, var það Ingmar Bergman sjálfur sem útbjó útgáfu af verkinu fyrir leiksvið og leikstýrði því sjálf­ ur í München í Þýskalandi. Sú útgáfa hefur farið víða og kemur nú í Borgarleikhúsið, í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar og þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Þar eru það hjónin Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir sem fara með aðal­ hlutverkin, leika hjónin Jóhann og Maríönnu, tvö ein á sviðinu. „Þessir þættir opnuðu augu fólks í Svíþjóð um að það væri yfir höfuð hægt að skilja,“ segir Unnur Ösp. „Það var auðvitað áskorun að fjalla um þetta í dag á tímum þegar annar hver maður í kringum mann virðist vera skilinn.“ Bergman var hins vegar á því að á þessari sögu sinni mætti gera breytingar og því er verkið heil­ mikið fært til nútímans. „Þetta verk er klassískt í umfjöllun sinni um samskipti hjóna og samskipti foreldra og því öskraði verkið á okkur öll sem að því stöndum. Það heillaði okkur upp úr skónum. Við lögðum mikla vinnu í hand­ ritið með Ólafi Agli og ákváðum að draga þetta eins nálægt okkar tíma og lífi og mögulegt var. Verk­ ið er því togað á nærgöngulan og hættulegan stað gagnvart ekki bara okkur tveimur heldur öllum hópnum sem að verkinu kemur. Við vildum gera þetta alveg inn að beini, án þess þó að þetta snúist neitt um okkur tvö. Við erum ekki Unnur og Björn á sviðinu,“ segir Unnur. Spegill á lífið Þau hjónin segjast ekki hafa velt sér mikið upp úr túlkun Liv Ull­ mann og Erland Josephson á hjónunum Jóhanni og Maríönnu. „Maður getur aldrei leikið annan leikara,“ segir Björn og bætir því Leikarahjónin Unnur Ösp Stefáns­ dóttir og Björn Thors hafa skilið mörg­ um sinnum á dag á síðustu vikum, sem hjónin Jóhann og Maríanna í verkum Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Mynd | Börkur Sigþórsson. Jólablaðið Þann 24. nóvember auglysingar@frettatiminn.is 531 3310 Endilega hafið samband við okkur til að vera með 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 4. nóvember 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.