Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 25.11.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 sushisamba.is VOLCANO RÚLLA Gómsæt ebi rækja, aspas, ferskur vorlaukur, masago og spicy mayo ... hrikalega góð! Djúsí Sushi Viðskipti „Þessar viðræður eru enn í gangi,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en ranghermt var í blaðinu í gær að samningavið- ræður, á milli Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa vegna rekstrarkostnaðar á skólabyggingu í eigu félagsins, hefðu ekki tekist. Haraldur segir fyrirhugaða sölu á þremur skóla- byggingum í Hafnarfirði ekki setja þessar við- ræður í uppnám en Fréttatíminn greindi frá því í gær að FM hús ætla að selja skólabyggingar í Garðabæ og Hafnar- firði til fasteignafélagsins Regins og tryggingafélagsins VÍS fyrir 3,7 milljarða króna. Á meðal eigna er Áslandsskóli og tveir leikskólar. Haraldur sagði í samtali við Fréttatímann í gær að ákvörðunin kæmi sér á óvart, en bærinn hefur unnið að því að semja við FM hús um að lækka rekstrarkostnað vegna samningsins og eru þær samningaviðræður byggðar á endurskoðun- arákvæði í samningi, að sögn Haralds. „Markmiðið er að eignast þessi hús,“ segir Haraldur svo, en samningur vegna húsanna var gerður í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins árið 2000. Fréttatíminn biðst afsökunar á rangfærsl- um varðandi samningaviðræðurnar. | vg Hafnfirðingar vilja eignast skólabyggingarnar Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir samningaviðræður enn í gangi á milli FM húsa og Hafnar- fjarðarbæjar. Lögreglumál Eiríkur Fannar Traustason er sagður hafa áreitt konu ítrekað úr fangelsinu, áður en hann fékk umdeilt leyfi frá afplánun vegna sérstakra fjölskylduaðstæðna. Ekki fæst uppgefið hvort fangelsisyfirvöld höfðu vitneskju um áreitið. 15 ára stúlka kærði Eirík Fannar fyrir nauðgun í haust en málið var óklárað í kerfinu þegar fangels- isyfirvöld veittu honum leyfi frá afplánun á nauðgunardómi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að Eiríkur Fannar Traustason hafi áreitt konu ítrekað úr fangels- inu, áður en hann fékk sérstakt leyfi frá afplánun vegna fjölskylduað- stæðna. Ekki er vitað hvort fangels- yfirvöldum var kunnugt um áreitið, en það ku hafa verið ógnandi. Eiríkur Fannar hlaut fimm ára fangelsisdóm í Hæstarétti í byrjun júní fyrir grófa nauðgun í Hrísey. Hann fór inn í tjald hjá 17 ára gam- alli stúlku, ýtti höfði hennar ítrekað niður í svefnpoka hennar, hótaði að drepa hana og sló hana í höfuð og líkama. Stúlkan var franskur ferð- langur en hún var ein á ferðalagi um Ísland á reiðhjóli sínu. Eiríkur Fannar játaði brot sín fyrir dómi og samþykkti bótaskyldu. Honum var gert að greiða stúlkunni 1,6 millj- ónir í miskabætur. Dómurinn mat brot Eiríks „mjög alvarlegt.“ Auk þess kærði fimmtán ára gömul stelpa hann fyrir nauðg- un í haust. Málið er á borði hér- aðssaksóknara Reykjavíkur en stúlkan kærði málið hjá Lögreglu- stjóranum á Norðurlandi eystra í sumar. Barnavernd og Barnahús hafa sömuleiðis komið að málinu. Meðferð þessa máls var ekki lokið þegar Eiríkur Fannar fékk að fara í sérstakt tímabundið leyfi úr fang- elsinu vegna alvarlega veikinda ný- fæddra barna sinna. Hann gengur enn laus og er nú kominn til Akureyrar ásamt fjöl- skyldu sinni. Leyfið hefur verið gagnrýnt harkalega og þykir for- dæmalaust. Helga Vala Helgadótt- ir héraðsdómslögmaður sagði við RÚV að allt liti út fyrir að fangels- ismálayfirvöld hefðu gert mistök þegar leyfið var veitt, í ljósi þess að hann sætir annarri rannsókn fyrir kynferðisbrot gegn barni. Arnbjörg Sigurðardóttir, réttargæslumaður stúlkunnar, sagði það hafa komið sér mjög á óvart hversu opin heim- ild fangelsismálayfirvalda sé, til þess að gera hlé á afplánun fanga. Hún sagði einnig að horfa verði á eðli þeirra brota sem fangar sitji inni fyrir, þegar þeim er veitt hlé frá afplánun, og lögunum sé veru- lega ábótavant. Ekki náðist í Páll Winkel fangels- ismálastjóra við vinnslu fréttarinn- ar en hann hefur sagt í fjölmiðlum áður að í þeim tilvikum, sem hlé á afplánun fanga er samþykkt, séu aðstæður viðkomandi mjög alvar- legar. Slíkt sé aðeins gert í undan- tekningartilvikum. Eiríkur Fannar sakaður um áreitni úr fangelsinu Eiríkur Fannar er sagður hafa áreitt konu á meðan hann afplánaði dóm fyrir nauðgun. Hann er nú í umdeildu leyfi. Mynd | Rut Páll Winkel fang- elsismálastjóri segir að aðeins sé samþykkt hlé á afplánun fanga þegar um alvarlegar aðstæð- ur er að ræða. Útboð Umdeilt byggingarverk- takafyrirtæki, Prima ehf, er aftur með lægsta tilboð í útboði Reykja- víkurborgar í gríðarlega stóra framkvæmd við byggingu nýs skóla í Úlfarsárdal. Fyrra tilboð fyrir- tækisins þótti grunsamlega lágt og samkeppnisaðilar saka fyrirtækið um undirboð. Reykjavíkurborg hyggst ráðast í fram- kvæmd í Úlfarsárdal og leitar nú að verktakafyrirtækjum til að byggja þar nýja byggingu fyrir Dalsskóla. Útboð var haldið fyrir nokkrum vik- um og þótti bæði fulltrúum Reykja- víkurborgar og samkeppnisaðilum boð Prima ehf vera grunsamlega lágt. Það nam 79% af kostnaðaráætl- un framkvæmdarinnar. Ámundi V. Brynjólfsson, á viðhalds- og fram- kvæmdasviði, sagði þá að boðið hefði kallað á sérstaka skoðun vegna þess hve lágt það var, en vegna formgalla á útboðinu þurfti að kalla aftur eftir tilboðum í verkið. Þá var skilmálum breytt og krafist meiri reynslu af fyr- irtækjum sem vildu spreyta sig. Prima ehf hefur ekki verið í neinum stórum byggingaframkvæmdum á undan- förnum árum. Fresturinn fyrir ný til- boð í skólabygginguna rann út í gær, fimmtudag, og var þá Prima ehf aftur með lægsta boð. Í þetta sinn nam það 87% af kostnaðaráætlun. Prima ehf hefur sterk tengsl við verktakafyrirtækið Brotafl. Brotafl átti langlægsta tilboðið í verkhluta nýs Icelandair hótels við Landsímareitinn sem gert var á árinu. Verkfræðistofan Efla annaðist útboð verksins í apríl og áætlaði kostnaðinn 92 milljónir króna. Tilboð Brotafls var 59 milljónir eða 65% af kostnað- aráætlun. Sama dag og tilboðið var gert var Sigurjón G. Halldórsson, forsprakki Brotafls, hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um stórfelld skattalagabrot. Á meðan hann var í varðhaldi tók bróðir hans, Guðjón Júlíus Halldórs- son, við stjórnarformennsku í fyrir- tækinu Prima ehf, og tók yfir verkefni Brotafls. Prima ehf var gamalt fyrir- tæki sem hafði ekki verið starfandi í mörg ár. Starfsmenn Brotafls voru ráðnir til Prima og héldu áfram sömu vinnu. Verkstjóri Brotafls, Ómar Raf- nsson, stýrði framkvæmdunum fyrir hönd Prima. Héraðssaksóknari fer enn með rannsókn á Brotaflsmálinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. | þt Prima ehf reynir aftur við að byggja skóla Verktakafyrirtækið Prima spratt upp á grunni lokunar Brotafls. Mynd | Rut Hluthafar Gunnvarar tóku 175 milljóna arð Útgerðarfyrirtækið Hraðfrystihúsið-Gunnvör í Hnífsdal borgaði út 175 milljóna króna arð til hluthafa sinna í fyrra. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkis- skattstjóra. Stærsti hluthafi fyrirtækisins er fyrirtækið Ísfirsk fjárfesting sem er í eigu Ingu Steinunnar Ólafsdóttur og Kristjáns Jóhannssonar. Framkvæmdastjóri Gunnvarar er Einar Valur Kristjánsson sem jafn- framt er einn stærsti hluthafi þess. Gunnvör er tíunda stærsta útgerðar- fyrirtæki landsins og er meðal hluthafa Morgunblaðsins. | ifv „Einn orkufrekasti og hættulegasti tíminn í lífsferli fuglanna er álegan, tímabilið þar sem legið er á eggjum. Á þeim tíma eru fuglar bundnir við jörðina og geta ekki étið á meðan. Hjá tegundum þar sem báðir for- eldrar liggja á eggjum getur skipt miklu fyrir afkomu unganna hvern- ig álegutíma foreldra er skipt.“ Þetta segir José Alves, nýdokt- or við Rannsóknasetur Háskóla Ís- lands á Suðurlandi, en hann er einn meðhöfunda að grein sem birtist í Nature í dag. Tímaritið Nature er meðal allra virtustu tímarita sinnar tegundar í heiminum en það kem- ur út vikulega og hefur raunvísindi í háskerpu. „Hins vegar virðist mismunandi hætta á afráni skýra mun á álegu- mynstri milli tegunda,“ segir José og bætir við að tegundir sem reiði sig á felubúning, t.d. rauðbrysting- ur, sitji fastar á og lengur í einu. „Þær eiga á hættu að koma upp um staðsetningu hreiðursins þegar for- eldrar hafa vaktaskipti og því getur það minnkað líkur á afráni að sitja sem fastast á hreiðrinu. Tegundir sem sjást vel þar sem þær liggja á hreiðri og ráðast að auki á afræn- ingja, eins og t.d. tjaldur og spói, skipta hins vegar oftar um hlut- verk þar sem það hefur lítið gildi að minnka virkni við hreiður.“ Þrautseigja fugla á hreiðri dregur úr afráni José Alves, nýdoktor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Sjávarútvegsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.