Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 25.11.2016, Side 36

Fréttatíminn - 25.11.2016, Side 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 „Púða, kodda, sjálf- virkar nuddgræjur, náttföt, ullarsokka og mjúk teppi, til að geta horft á Netflix og slakað á í enn meiri þægindum.“ „Sleifarstand. Ég fékk slíkan grip í jólagjöf frá ömmu minni fyrir mörgum árum og fannst þetta gagnlausasta gjöf í heimi. Í einhverjum flutningun- um lenti hann á Sorpu og ég sé mikið eftir því. Ég hugsa um hann og ömmu hvert einasta sinn sem ég elda og þarf að leggja sósuga sleifina á annars tandurhreint graníthelluborðið.“ „Gjafabréf á Skinnsemi full- orðinssirkus. Alvöru skemmtun, typpamálun, brjóstadúskar og sjálflýsandi húllafjör. Fyrir utan einstaka uppistandsýningar er þetta eina sýningin sem ég hef farið á og ekki verið við það að sofna allan tímann. Þau eru með nýtt prógramm fyrir janúar og eru að selja gjafabréf núna, sem væri mjög sniðug gjöf handa mér.“ „Alls konar furðudót af Ali Ex- press. Það er mjög þægilegt og skemmtilegt að sitja á náttfötun- um fyrir framan tölvuna langt fram á nótt og netkaupa gjafir frá Kína. Verðið er það lágt að það er ekki hundrað í hættunni ef grip- irnir reynast minna en hágæða- vara. Þetta er auðvitað alls ekkert sniðugt fyrir kolefnafótsporið og stéttabaráttu verksmiðjustarfs- manna svo það fylgir þessu nett samviskubit. Ég hef samt fengið margar fínar gjafir þaðan, eins og til dæmis einangrandi strútspúða sem fer yfir höfuðið og er með götum fyrir munn og hendur svo hægt sé að leggja sig hvar og hvenær sem er.“ „Listaverk, helst eftir gefandann sjálfan eða vini hans og kunn- ingja til þess að fá persónulega tengingu við verkið. Það er ótrúlega mikið af snjöllu fólki að selja myndlistina sína og eftirprentanir á facebook á jólagjafaviðráðanlegu verði. Vonandi líkar manni myndin en ef ekki er samt alveg bannað að skila. Ósamstæðir og skrýtnir hlutir sem gefnir eru frá hjartanu gera húsið að heimili og fólk lærir að elska þá með tímanum.“ Ekki vera Skröggur! Berglind Björk Halldórsdóttir, kennari, gistihúsaeigandi, þýðandi og þriggja barna móðir við Reynisvatn, lætur jólagjafir aldrei flækjast neitt fyrir sér. Hún elskar bæði að gefa og þiggja og er enga stund að þylja upp sínar helstu óskir þessi jólin. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Öllu gamni fylgir einhver alvara og ef þú hefur ekki gert góðverk eða gefið til hjálparstarfs allt árið og leggst svo útbelgdur af jólamat í nýumbúið rúm í hlýjum og öruggum vistarverum að kvöldi aðfangadags án þess að hugsa tvisvar, þá ertu eiginlega algjör hálf- viti,“ segir Berlind Björk. Mynd | Rut „Skrautmunir úr Góða hirðin- um. Það eru ýmsar gersemar sem leynast þar en því miður fara þær oft fram hjá manni því það er svo sjaldan sem maður hefur tíma til að fara og gramsa. Oft ber lykt- in mann líka ofurliði og varpar skítugum blæ á annars fagurlega skapaða hluti. Ég veit til þess að það er fólk sem situr um bestu hlutina og selur þá á uppsprengdu verði í smáauglýsingum eða net- verslunum. Þegar hlutirnir eru komnir heim úr skransölunni og eru settir á instagram myndu þeir nefnilega sóma sér vel í hvaða Hús og híbýli blaði sem er.“ „Áfengi, það get- ur ekki klikk- að. Portvín og piparkökur með mygluostum er geggjað saman. Það eru víst tuttugu og ein tegund af íslenskum jólabjór- um í ár og svo er hægt að „pimpa“ gjöfina upp með fallegu bjórglasi. Mig langar líka í svona snyrtilega græju sem felur rauðvínsbeljur. Þá get ég haft hana í eldhúsinu og hætt að kaupa alltaf sömu tegundina. Með því að gera það og skipta um svo lítið ber á halda nefnilega allir að þetta sé alltaf sama beljan sem er í gangi upp í skáp.“ „Gjafakörfur með matvör- um. Reyktar pylsur, ostar, gæðasúkkulaði og hjúpaður lakk- rís, biscotti kökur, brauðolíur og síróp, heimagerðar smákökur, sultur, kæfur, þurrkaðir ávextir og kryddhnetur. Allt þetta minnir mig á þegar Emil í Kattholti stalst í búrskápinn og hélt veislu fyrir fólkið á fátækrahælinu. Það er ótrúlega notalegt að ganga frá þessu inn í ísskáp, vitandi það að maður á nægar vistir til að narta í næstu daga.“ „Nudd- og baðolíur, baðsölt og skrúbbar úr ilmkjarnaolíum. Þótt sturtusápa og freyðibað úr lág- vöruverslun dugi vel hversdags er einstaklega nota- legt og heilsusam- legt að nota vörur gerðar úr alvöru jurtum án allra aukaefna. Þær eiga að hafa áhrif á líkama, huga, tilfinningar og sál. Losa um orku- hindranir og alls konar. Ég veit svo sem ekki hvort ég finni bara áhrifin eftir að hafa lesið um þau aftan á flöskunni en jólin eru tími töfra og ég trúi á þá.“ „Gjöf sem gefur frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Öllu gamni fylgir einhver alvara og ef þú hefur ekki gert góðverk eða gefið til hjálparstarfs allt árið og leggst svo útbelgdur af jóla- mat í nýumbúið rúm í hlýjum og öruggum vistarver- um að kvöldi að- fangadags án þess að hugsa tvisvar, þá ertu eiginlega al- gjör hálfviti. Andvirði þessara gjafabréfa renna til hjálparstarfs innanlands og erlendis eftir þörf- um. Það má til dæmis velja um jólagjafir undir tré til barna for- eldra sem hafa lítið á milli hand- anna á Íslandi, gjafir sem hjálpa til sjálfshjálpar í Afríku eins og geitur, hænur, tré og örlán sem og neyðarpakka og máltíðir fyrir fólk í flóttamannabúðum um allan heim. Ekki vera Skröggur! Þú get- ur hjálpað.“ „Það er mjög þægilegt og skemmtilegt að sitja á náttfötunum fyrir framan tölvuna langt fram á nótt og netkaupa gjafir frá Kína.“ SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is GASTROPUB JÓLASEÐILL 1 5 JÓLALEGIR RÉTTIR OG 2 GÓMSÆTIR EFTIRRÉTTIR    FLATKÖKUR MEISTARANS, léttgrafin bleikja, rjómaostur, dill, sítróna TVÍREYKT HANGIKJÖT, steikt laufabrauð OFNBAKAÐUR HUMAR með hvítlaukssmjöri, humar-mayo, maís-chilisalsa ANDABRINGA, blómkálsmauk, appelsínu-portvínssósa NAUTALUND OG RIFIN LAMBAÖXL, bernaisefroða, ostrusveppir   Eftirréttir SÚKKULAÐIKAKA „NEMISIS“ bökuð á 90°C JÓLASKYR 5.990 kr. JÓLASEÐILL 2 7 JÓLALEGIR RÉTTIR OG 2 GÓMSÆTIR EFTIRRÉTTIR    FLATKÖKUR MEISTARANS, léttgrafin bleikja, rjómaostur, dill, sítróna TVÍREYKT HANGIKJÖT, steikt laufabrauð OFNBAKAÐUR HUMAR með hvítlaukssmjöri, humar-mayo, maís-chilisalsa HROSSA CARPACCIO, döðlur, rucola-mayo, stökkir jarðskokkar, parmesan ANDABRINGA, blómkálsmauk, appelsínu-portvínssósa SALTFISKUR, sætar kartöflur, tómat-chutney NAUTALUND OG RIFIN LAMBAÖXL, bernaisefroða, ostrusveppir   Eftirréttir SÚKKULAÐIKAKA „NEMISIS“ bökuð á 90°C JÓLASKYR 7.990 kr. JÓLÓ MATSEÐLAR FYRIR HÓPA Frá 22. nóvember bjóðum við spennandi jólamatseðla fyrir hópa – 8 manns eða fleiri. Teikningar | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.