Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 38

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 Jóhann Páll Valdimarsson, stofn- andi Forlagsins, hefur selt sinn hlut í fyrirtækinu og mun láta af störfum sem stjórnandi þess um áramótin. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað taki við, en hann sé manískur maður og detti örugglega eitthvað skemmtilegt í hug. Það vanti til dæmis bæjar- stjóra í Corleone á Sikiley. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Bókaútgáfa er lífshættulegt starf Flestir halda að ég sé að segja ósatt þegar ég segist ekki hafa hugmynd um hvað ég er að fara að gera, en það er alveg satt,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi Ís- lands, þegar hann er spurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur nú þegar hann hefur selt sinn hlut í Forlaginu og lætur af störfum um áramótin. „Konan mín er að þýfga mig um þetta en ég get ekki svar- að henni því ég veit það ekki sjálf- ur. Eina planið sem ég er með er að plana ekki neitt. Ég ætla bara að leyfa lífinu að koma til mín og sjá hvað gerist á þeirri leið sem eftir er, hvað sem hún verður nú löng. Mér finnst bara svo gaman að lífinu og æ meira gaman eftir því sem ég eld- ist. Þegar ég var ritstjóri Verzlunar- skólablaðsins skrifaði ég ritstjórnar- grein sem hét: Lifðu stutt, og lifðu vel, deyðu ungur og vertu fallegt lík, en ég er margbúinn að biðja Guð um að gleyma þessari grein. “ Vill hætta í stuði Jóhann Páll er 64 ára gamall og hef- ur verið viðriðinn bókaútgáfu nán- ast frá barnsaldri, hvað kom til að hann ákvað að segja skilið við hana? „Það gerðist eitthvað þegar ég varð sextugur, alveg out of the blue. Þá sagði mér einhver eðlisávísun að þetta væri orðið fínt, nú skyldi ég hætta þessu. Ég sagði engum frá þessu, ekki einu sinni konu og börn- um, fyrr en fyrir tveimur eða þrem- ur árum. Þá sagði ég þeim að nú hyggðist ég gera breytingar, en þau tóku mig greinilega ekki alvarlega. Það var ekki fyrr en á hólminn var komið, um mitt þetta ár, að þau átt- uðu sig á að mér var fúlasta alvara með þetta. Egill Örn, sonur minn spurði hvernig mér dytti í hug að hætta núna, ég væri í bullandi stuði og sýndi það í vinnunni, brennandi af áhuga og stútfullur af hugmynd- um, það gengi engan veginn upp að ég hætti núna. En það er akkúrat pælingin hjá mér, að fara meðan ég er í stuði og meðan ég get þetta og hef ánægju af. Mér finnst hin til- hugsunin; að láta keyra mig heilabil- aðan og gargandi í hjólastól út úr Myndir | Hari Þegar ég varð sextugur sagði einhver eðlisávísun mér að þetta væri orðið fínt, nú skyldi ég hætta þessu, segir Jóhann Páll Valdimarsson sem hættir sem forleggjari um áramótin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.