Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 62

Fréttatíminn - 25.11.2016, Síða 62
9.999 kr. PARÍS f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 15.999 kr. NEW YORK f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 15.999 kr. WASHINGTON D.C. f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 9.999 kr. GRAN CANARIA f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 15.999 kr. TENERIFE f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. 20% afsláttur 20% afsláttur Fáðu enn lægra verð! TIL ALLRA WOWFANGASTAÐA WOW! Fjólublár föstudagur! 62 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 25. nóvember 2016 Fyrir hundrað árum gekk illmennið Fantômas nánast fram af bókaormum í Frakklandi, slík var illska hans og slægð. Nú sendir íslenska hljómsveitin Amiina frá sér nýja plötu með tónlist sem tengist þessu skrautlega illmenni sem fljótlega var kominn upp á hvíta tjaldið eftir að hann sló í gegn hjá glæpaþyrstum lesendum. Guðni Tómasson gudni@ruv.is Það er ekki víst að þú, lesandi góð­ ur, þekkir nafnið Fantômas nema þú sért þeim mun betur að þér í hundrað ára gömlum glæpasög­ um frá Frakklandi. Þessi persóna er samt hvorki meira né minna en lávarður hryllingsins og ein allra þekktasta og vinsælasta persóna franskra glæpasagna. Sögurnar af Fantômas urðu til í samvinnu höfundanna Marcel Allain og Pierre Souvestre og slógu fljótlega í gegn. Fantômas kom fram á sjónarsvið bókmenntanna árið 1911 en saman skrifuðu höfundarn­ ir þrjátíu og tvær bækur um óþokk­ ann áður en Souvestre dó, en þá bætti Allain bara ellefu sögum við flokkinn. Stórhættulegur glæpon Fantômas er glæpamaður sem svífst einskis og oft er horft til hans sem eins konar millistigs í þróun frá ill­ mennum nítjándu aldar til nútíma­ legra raðmorðingja sem hafa allar götur síðan verið vinsælt umfjöllun­ arefni glæpasagnahöfunda. Hann er sinn eigin herra, vægðar­ laus með öllu og mikill sérfræðing­ ur í að dulbúast. Í mörgum tilfellum fer hann frumlegar og flóknar leið­ ir í glæpum sínum. Þannig drepur hann til dæmis fórnarlömb sín með risavöxnum snákum, plágusýktum rottum eða kemur þeim feiga fyrir í herbergi sem fyllist hægt og rólega af sandi. Af þessum lýsingum að dæma þótti ljóst að Fantômas var fædd­ ur fyrir hvíta tjaldið og sögurnar Sögurnar um óþokkann Fantômas héldu frönskum lesendum í helj-argreipum fyrir hundrað árum. Útlit útgáfunnar á tónlist Amiinu um Fantômas tekur skiljanlega mið af glæpa- manninum og ódæðum hans. Meðlimir Amiinu stilla sér auðvitað upp í kirkju- garði með svartan „ælæner“ í kringum augun. Amiina innblásin af franska fantinum Fantômas um hann voru fljót­ lega kvikmyndaðar, enda buðu þær upp á hressandi notk­ un á tæknibrellum þess tíma. Strax á árun­ um 1913-14 leik­ stýrði franski leik­ st jór inn Louis Feuillade f imm þöglum kvikmynd­ um um Fantômas og ódæði hans. Hver myndanna er ríflega klukku­ stund að lengd og líkt og átti við um bækurnar áttu þessar myndir eftir að hafa mikil áhrif á ýmsa lista­ menn á 20. öldinni. Þar má til dæmis nefna súrrealista og framúr­ stefnulistamenn á borð við skáldið Guilliaume Appolinaire og mynd­ listarmanninn René Magritte. Illmennið heillaði Amiinu Á hundrað ára afmæli þöglu mynd­ anna um Fantômas fékk íslenska hljómsveitin Amiina það óvenjulega verkefni að semja tónlist við eina myndanna eftir Feuillade. Sýning myndanna fór fram í hinu glæsilega Hljómsveitin Amiina er í dag skipuð Sólrúnu Sumarliðadóttur, Guðmundi Vigni Karlssyni, Magnúsi Tryggvasyni Elíassen og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Nú gefur sveitin út tónlist sína við aldargamla þögla spennumynd. leikhúsi Théâtre du Châtelet við Sig nubakka í miðborg Parísar á Hrekkjavöku­ kvöldi árið 2013. Það var franski tónlistarmaður­ inn Yann Tiersen sem hafði um­ sjón með verk­ efninu þar sem fimm ólíkir tón­ listarhópar sömdu tónlist við mynd­ irnar. Amiina hafði tím ann fyrir sér og fékk því að velja sér eina af mynd­ unum fimm til að semja tónlistina við. „Við heilluð­ umst algjörlega af þessu illmenni, sem er dálítíð úr karakter því við erum ekkert mikið í illmennun­ um,“ segir Sólrun Sumarliðadótt­ ir, einn liðsmanna Amiinu. „Þess­ ar myndir eru heillandi en mjög kaótískar þegar maður horfir á þær fyrst. Þarna er mikið hugarflæði á ferðinni og maður skilur hvorki upp né niður í framvindunni. Síð­ an fer maður að fá tilfinningu fyrir þessu og þá var freistandi að leika af fingrum fram undir myndinni. Við ákváðum hins vegar á endanum að semja nokkuð nákvæma og út­ skrifaða tónlist undir myndina, sem er jafnvel með sérstökum leiðar­ stefjum fyrir einstakar persónur myndarinnar.“ Kyrkislöngur og lestarslys Sólrún segir það hafa verið mjög áhugavert að takast á við að semja tónlist fyrir ríflega hundrað ára gamla kvikmynd. „Í myndinni okk­ ar var til dæmis sena sem gengur út á risastóra kyrkislöngu og mann í gaddabelti, þarna er líka mjög leikrænt lestarslys og enn ein sena úr klaustri, svo eitthvað sé nefnt. Það var þannig af ýmsu að taka í dramatískum og flottum atriðum. Það skemmdi síðan ekki fyrir að fara út til Parísar, vinna með tón­ listarfólki úr ýmsum áttum sem fengu sama verkefni og tók að sér aðrar myndir í seríunni og fá loks að flytja þetta á þessum ævintýra­ legu tónleikum í Châtelet leikhús­ inu. Það var ekkert slor að fá að vinna þar.“ Nú lítur tónlistin dagsins ljós í sjálfstæðri útgáfu, bæði á geisladisk, vínylplötu og í stafrænu formi. „Fljótlega sáum við að það lá beint við að búa til plötu úr þessu verkefni, hver sena í kvikmyndinni átti sér þannig skýran hljóðheim og okkur langaði mikið til að gefa þetta út. Okkur fannst Fantômas líka eiga það skilið.“ Útgáfudagur á nýju plötunni er laugardagurinn 26. nóvember en allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sveitarinnar, amiina. com. Útgáfunni verður fagnað í Mengi að kvöldi útgáfudagsins. Það skemmdi síðan ekki fyrir að fara út til Parísar, vinna með tónlistarfólki úr ýmsum áttum sem fengu sama verkefni og tók að sér aðrar myndir í seríunni og fá loks að flytja þetta á þessum ævintýrlegu tónleikum í Châtelet leikhúsinu. Það var ekkert slor að fá að vinna þar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.