Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 25.11.2016, Page 80

Fréttatíminn - 25.11.2016, Page 80
Laus við fótaóeirð Melissa Dream-töflurnar fá þig til að slaka á, stuðla að eðlilegum svefni og þú vaknar endurnærð/ur. Þetta er ekki lyf heldur náttúruleg vítamín og jurtir. Kynning í samstarfi við Icecare Svefn skiptir miklu máli. Við búum í hröðu og erilsömu samfélagi sem veldur því að svefntruflanir eru gríðarlega algengar. Ef þú færð ekki nægan svefn geturðu fengið bauga undir augun, húðin orðið föl og einnig getur það valdið þyngdaraukningu þar sem þú eyk- ur framleiðslu á hormónum sem kalla fram hungurtilfinningu. Laus við fótaóeirð Sigríður Helgadóttir fór að nota Melissa Dream þegar hún var búin að eiga nokkrar andvökunætur vegna fótaóeirðar sem truflaði svefn hennar. „Fótaóeirðin var mjög óþægileg og hélt fyrir mér vöku en ég er ekki vön að vera andvaka. Ég fór að leita mér ráða, þá sá ég reynslusögur í blöðun- um um Melissa Dream. Ég fór að lesa mér til um vöruna og ákvað að prófa, því það sakaði ekki að reyna.“ Sigríður tekur tvær töflur klukkutíma fyrir svefn þegar henni finnst hún þurfa á því að halda. „Þá næ ég að sofna fljótlega og svo finn ég ekki fyrir þessum fótap- irringi. Það sem mér finnst líka æðislegt við þessar töflur er að þær eru náttúru- legar og hafa engin eftirköst þegar mað- ur vaknar. Ég þarf ekki að taka þær á hverju kvöldi en mér finnst ég ná að slaka svo vel á þegar ég tek þær. Ég er mjög ánægð með Melissa Dream og ég mæli með því fyrir alla”. Skaðlegt fyrir líkamann Svefnleysi veldur því að líkaminn endurnýjar sig hægar, sem getur veikt ónæmiskerfið. Í raun getur svefnleysi verið mjög skaðlegt fyrir líkamann. Það er ekki óalgengt að vinir og samstarfs- menn hafi áhyggjur af þér. Svefnleysi er svo skaðlegt fyrir fólk að það er viður- kennt sem áhrifarík pyntingaraðferð. Til þess að stuðla að eðlilegri svefni og vakna endurnærðari ættir þú að prófa Melissa Dream- töflurnar. Sítrónu-melis-töflurnar viðhalda góðum og endurnærandi svefni. Sofðu betur með Melissa Dream Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelis (lemon balm), melissa officinalis, verið vinsæl meðal grasalækna. Þaðan dregur varan nafn sitt, Melissa Dream. Þessar vísindalegu samsettu náttúruvör- ur eru hannaðar til að aðstoða þig við að sofa betur og vakna endur- nærð/ur og innihalda ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumel- is taflan inniheldur náttúrulegu amínó sýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk alhliða B-vítamína, sem stuðla að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inni- heldur taflan mikið af magnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðva- starfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggj- um og bætir svefn. Hvernig byrjar þú daginn? „Ég er algjör A++ manneskja á morgnana og byrja daginn oftast á æfingu klukkan sex í morgunsár- ið. Ég veit fátt betra en að byrja daginn þannig.“ Hvað færðu þér oftast í morgunmat? „Ég fæ mér annaðhvort hafraklatta, sem ég baka sjálf eftir uppskrift sem ég bjó til, eða hafra- graut. Hafraklattarnir eru kallaðir Ale hafraklattar og er hægt að finna uppskriftina á bloggsíðunni minni. Hvers konar hreyfingu stundar þú? „Ég stunda fyrst og fremst styrkta- ræfingar í bland við brennslu og þolæfingar. Svo elska ég að fara í göngutúra og anda að mér fersku lofti og leyfa huganum að reika. Ég hef það sem markmið að fara einu sinni til tvisvar í viku í göngutúr um Elliðaárdalinn með kærastan- um mínum.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Mér finnst mjög erfitt að slaka á og er eiginlega enn að læra það. Ef ég ætla að slaka á set ég símann oftast nær á „silent“ og skil hann eftir þar sem ég næ ekki í hann. Þá finnst mér gott að hafa það kósí og kveiki jafnvel á kertum og horfi á mynd, fer í göngutúra, baka eða smelli mér í bað með slakandi olíu og kertaljósi.“ Lumar þú á góðu heilsuráði sem hef- ur reynst þér vel í gegnum tíðina? „Það sem hefur reynst mér best er að gera þetta að mínum lífsstíl sem ég stunda allan ársins hring. Þannig hef ég náð árangri og lært að viðhalda honum. Ekki hugsa í skammtímalausnum, öfgum eða kúrum því að það veitir einungis skammtíma árangur.“ Hvað gerirðu þegar þú vilt gera vel við þig? „Ég get verið algjör „gúrmari“ þegar það kemur að góðum mat og mér finnst einstaklega gaman að elda. Þegar ég vil gera vel við mig fæ ég mér „gúrmei“ kvöldmat og með því. Þá finnst mér líka ótrúlega gott að fá mér súkkulaði, eitt það besta sem ég fæ.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég stilli vekjara- klukkuna fyrir næsta dag. Er einmitt með þessa snilldar útvarps- og dagsbirtuvekjaraklukku sem auðveldar mér að fara á fætur á morgnana. Tala nú ekki um þegar það er gott lag í útvarpinu þá fer ég dansandi inn í daginn.“ Setur símann á „silent“ til að slaka á Alexandra Sif Nikulásdóttir, oftast kölluð Ale, starfar sem fjarþjálfari hjá FitSuccess og er förðunarfræðingur. Hún er einnig öflugur bloggari og heldur úti síðunni alesif.blogspot. com þar sem hún skrifar um allt á milli himins og jarðar A-manneskja með meiru Alexandra vaknar eldsnemma á morgnana skellir sér á æfingu. …heilsa kynningar 8 | amk… FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2016 „Ekki hugsa í skammtíma- lausnum, öfgu m eða kúrum þv í að það veitir einu ngis skammtíma árangur.“ MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.