Fréttatíminn - 13.01.2017, Síða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017
Nýr menningar viti
við höfnina
Nýtt tónlistarhús, Fílharmónían
við ána Elbu, var opnað í þýsku
hafnarborginni Hamborg á
miðvikudag. Þetta magnaða
stórhýsi er eitt glæstasta
menningarhús Evrópu og þó
víðar væri leitað.
Nýja tónlistarhúsið breytir ásýnd Hamborgar heilmikið. Ásamt sjónvarpsturni borgarinnar og nokkrum kirkjuturnum er
tónlistarhúsið meðal hæstu bygginga á svæðinu, þar sem það gnæfir yfir borginni.
„Ég vild’ ég væri ennþá
út í Hamborg
ég ennþá er með hugann
út í Hamborg.“
Svona söng Raggi Bjarna á 45 snún-
inga plötu árið 1967. Þessi slagari,
um kvennafar í hafnarborginni
þýsku, verður varla á efnisskrám
í nýju tónlistarhúsi borgarinnar,
Elbphilharmonie, sem heimamenn
kalla Elphi sín á milli. Stórhýsið var
tekið formlega í notkun á miðviku-
dag með hátíðartónleikum.
Húsið stendur í HafenCity hverfinu í Hamborg. Það stendur á mörkum Elbu,
sem rennur frá fjalllendi Tékklands og að Norðursjó, og einum af hinum fjöl-
mörgu hafnarbökkum borgarinnar. Húsið er 110 metra hátt, en til samanburð-
ar má nefna að Harpa er 43 metrar. Eins og oft er með tónlistarhús af þessari
stærðargráðu fór byggingarkostnaður töluvert fram úr áætlun. Hornsteinn var
lagður árið 2007 og ráðgert var að taka bygginguna í notkun árið 2010. Kostn-
aðaráætlun þá hljóðaði upp á 241 milljón evra (29. 4 milljarðar króna á núvirði)
en endaði hins vegar í 789 milljónum evra (96, milljarðar króna).
Það eru stjörnuarkitektarnir Jacques
Herzog og Pierre de Meuron sem eiga
heiðurinn að hönnun tónlistarhússins,
ásamt auðvitað fjölmörgum öðrum. Lík-
lega eru þeir þekktastir fyrir umbreytingu
sína á Bankside orkuverinu í London sem
hefur hýst Tate Modern safnið frá árinu
2000. Þeir hafa sagt innblásturinn að
baki byggingunni koma úr þremur áttum:
Frá fornu leikhúsi í Delphi í Grikklandi,
íþróttaleikvöngum og tjöldum.
Í húsinu eru tveir tónleikasalir. Stóri salurinn tekur 2100 gesti í sæti
og er í svokölluðum „vínekrustíl“ með hallandi sætaskipan í allar
áttir, en sviðið er í miðju rýmisins. Minni salurinn er hannaður fyrir
margskonar viðburði og minni tónleika. Hann tekur 550 gesti í sæti.
Elbphilharmonie er í raun nýbygging ofan á annarri
eldri. Glerbyggingin stendur á gömlu vöruhúsi sem
heitir Kaispeicher A og var byggt eftir síðari heims-
styrjöld eftir að eldri bygging frá 1875 hafði eyðilagst
í loftárásum bandamanna. Þar var höndlað með
kakóbaunir, tóbak og te allt fram á tíunda áratuginn.
Elbphilharmonie er nýjasta tónlistarhús Evrópu. Það verður heimili
samnefndrar fílharmóníusveitar í Hamborg. Upphaflega var gert ráð fyrir
að húsið yrði opnað árið 2010 og það var því stór dagur í sögu Hamborgar
þegar húsið var loksins vígt í vikunni. Boðsgestir mættu í sínu fínasta pússi á
tónleikana en þúsund miðum úthlutað með útdrætti. Efnisskrá tónleikanna
var frá ýmsum tímum en lauk á lokakafla níundu sinfóníu Beethovens. Myndir
| Elbphilharmonie.de og Getty.
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
VILNÍUS Í LITHÁEN
Vilníus er eins og margar aðrar borgir í
Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir
því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins
1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco.
Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í
gamla bænum og gamli byggingastíllinn
blasir hvarvetna við.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
föstud. og laugard.
13. og 14. jan.
dansiball
www.kringlukrain.is
Kringlukráin
Kringlunni 4-12
Sími 568 0878
www.kringlukrain.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum
æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Samkvæmt breytingum á reglum um Æskulýðssjóð,
nr. 60/2008, auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum um styrki
tvisvar sinnum á ári, 15. febrúar og 15. október.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna
á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi
fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 15. febrúar 2017.
Nánari upplýsingar veitir
Andrés Pétursson,
andres.petursson@rannis.is,
sími 515 5833.
Umsóknarfrestur 15. febrúar 2017
Æskulýðs-
sjóður