Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 42

Fréttatíminn - 13.01.2017, Side 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Við hittumst fyrst fyrir tveimur og hálfu ári og höfum verið svo mikið saman og upplifað svo margt saman síðan. Þó ég sé ekki alltaf að hanga með þess- um stelpum þá verða þær góðar vinkonur mínar að eilífu. Við erum þakklátar fyrir hvað við náðum vel saman,“ segir Jónína Þórdís Karls- dóttir. „Við áttum að vera bestu vin- konur í myndinni og við kynntumst svo vel að við urðum bara í alvöru bestu vinkonur,“ segir Katla með bros á vör. Ástin Hafið þið einhverntímann orðið ástfangnar? Allar fara að hlæja. Jónína: „Já, ég átti kærasta frá átt- unda bekk þangað til í menntaskóla og við vorum saman í þrjú ár. Það hafa flestir orðið ástfangnir og þess vegna tengja flestir við það sem ger- ist í myndinni.“ Er erfitt að verða ástfanginn í fyrsta skiptið? Diljá: „Maður veit ekki alveg af hverju manni líður svona.“ Jónína: „Ég man að mér leist ekkert rosalega vel á þá hugmynd að verða ástfangin. Mig langar ekki að ein- hver strákur geti bara stjórnað mér og mínum tilfinningum.“ Katla: „Ég hef bara aldrei verið ástfangin þannig ég veit ekki alveg um hvað þetta snýst.“ Diljá: „Ég myndi nú ekki segja að ég hafi verið ástfangin, það er mjög þýðingarmikið og gerist ekki bara allt í einu.“ Jónína: „Enda tekur það alveg nokkur ár, ég meina allavega ár.“ Diljá: „Að vera ástfangin er að eld- ast saman og þá myndast einhver tengsl.“ Getur maður þá verið ástfanginn þegar maður er unglingur? Allar í kór: „Já.“ Rán: „Já, ég held að það sé alveg mögulegt.“ Katla: „Ég þekki fólk sem hefur verið saman síðan það var 14 ára og á 30 ára brúðkaupsafmæli, þetta er alveg hægt!“ Stelpurnar eru sammála um að ástin komi ekki af sjálfu sér. Það taki langan tíma og kosti traust að verða ástfanginn. Jónína: „Þetta þarf að vera mann- eskja sem þú eyðir miklum tíma með. Þú getur ekki verið ástfanginn af einhverri poppstjörnu.“ Rán: „Þú ert ástfanginn þegar þér finnst hin manneskja vera hluti af þér og þér finnst erfitt að vera án hennar.“ Jónína: „Og á kvöldin þarftu alltaf að senda „góða nótt“ og ef þú ert ekkert búin að heyra í manneskj- unni í heilan dag, þá ertu bara „bíddu halló?!“, og þá finnst manni eitthvað vanta.“ Hefur þú líka verið ástfangin Diljá? Allar fara að hlægja. Diljá: „Ég er á fyrsta stiginu, ég er að „deita“ strák. Það voru komnir þrír mánuðir í gær.“ Allar stelpurnar skríkja og klappa fyrir nýja sambandinu hennar Diljár. Jónína: „En hann kom samt á for- sýninguna.“ Rán: „Ég var einmitt að hugsa hvort þetta væri kærastinn hennar, ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ Diljá: „Ég verð alveg smá hrædd við þessa tilfinningu, ég spyr mig oft af hverju ég er svona upptekin af ein- hverri annarri manneskju, ég bara skildi þetta ekki alveg. Svo róaðist ég og vandist aðeins aðstæðum. Þetta er allt mjög nýtt og spennandi.“ Jónína: „Það verður líka allt svo skemmtilegt þegar maður er ástfanginn.“ Katla: „Ég held að strákar séu svolítið hræddir við mig, ég er svo svakalega opin og ég held að þeir þori bara ekki í mig.“ Dilja: „Sko, strákar í áttunda og níunda bekk hafa bara ekki alltaf aldurinn í það að vera með stelpu með skoðanir. Það eru oftast puntu- dúkkurnar sem eignast kærasta fyrst því strákarnir eru svolítið hræddir við stelpur með skoðanir.“ Katla: „Krakkar á þessum aldri eru eiginlega bara að byrja saman til þess að setja daginn sem þau byrj- uðu saman á Instragram- vegginn sinn.“ Fara svona sambönd mikið fram á samfélagsmiðlum? Diljá: „Núna eru engir strákar sem koma upp að þér og tala við þig.“ Rán: „Þeir þurfa ekki að horfast í augu við viðbrögðin, þeir geta bara ákveðið að kíkja ekki á skilaboðin eða svara þeim ekki.“ Katla: „Þeir tala bara við mann á Snapchat eða Instagram og segja kannski hvað ég er í flottum fötum en þora svo ekkert að segja það þegar ég kem í skólann. Þeir hlaupa bara í burtu þegar þeir sjá mig.“ Jónína: „Já þeir hlaupa eins hratt og þeir geta.“ Katla: Ég fæ stundum vbm (viltu byrja með mér) á Snapchat frá strák- um sem ég þekki ekki neitt.“ Vináttan Stelpurnar eyddu miklum tíma saman á meðan upptökum á Hjarta- steini stóð á Borgarfirði eystri. Traust og vinátta voru mikilvægir þættir þegar vinnudagar drógust á langinn eða stelpurnar áttu slæman dag. Það var mikilvægt í æfingaferl- inu að stelpurnar lærðu að treysta hvor annari til þess að getað leikið bestu vinkonur í myndinni. Þekktust þið áður en þið byrjuðuð á myndinni? Diljá: „Ég þekkti Jóní aðeins áður, en hún var náttúrlega einu ári eldri en ég.“ Jónína: „Við eldri stelpurnar könnuðumst allar hver við aðra áður en svo kom Katla sterk inn í hópinn.“ Katla: „Já, ég þekkti engann en við Diljá enduðum á að verða mjög góð- ar vinkonur.“ Diljá: „Það tók samt alveg sinn tíma!“ Katla: „Diljá er náttúrulega tveimur árum eldri.“ Diljá: „Ef ég á að segja eins og er, að þá er svolítið litið niður á þá sem hanga með þeim sem er tveimur árum yngri, í mínu hverfi. En við bjuggum saman í herbergi á meðan tökum stóð þannig við enduðum á því að opna okkur og tengjast mjög mikið.“ Rán: „Ég er svo þakklát að hafa unnið með ykkur stelpur því tökurnar voru ekki alltaf dans á rós- um og það var svo gott að hafa ykk- ur og ég er svo ánægð með að þið voruð svona skemmtilegar.“ Strákar hræddir við stelpur með skoðanir Diljá Valsdóttir 16 ára, Jónína Þórdís Karlsdóttir 17 ára, Rán Ragnarsdóttir ný orðin 18 ára, Katla Njálsdóttir 14 ára. Mynd | Hari. Ástin og vináttan eru aðalþemu kvikmyndar- innar Hjartasteins sem verður frumsýnd í kvöld um allt land. Stelpurnar í Hjartasteini ræða þessi mál sem fylgja unglingsárunum við blaðamann Fréttatímans sushisocial.is SURF’N TURF RÚLLA Stökk humar tempura, gómsætt nauta-carpaccio, mjúkt avókadó, teriyaki, spricy mayo og brakandi chili crumble ... geggjað! Djúsí Sushi P ORTRET T AÐGANGUR ÓKEYPIS Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is Handhafar Hasselblad-verðlaunanna 24. 9. 2016 –15.1. 2017 Heimili & hönnun ALLT UM SKIPULAG Þann 28. janúar gudrunhelga@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.