Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 13.01.2017, Qupperneq 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017 Sló óvænt met í spilakassa Snorri Gunnar Sigurðsson náði næstum milljón stigum í Galaga. Snorri Gunnar Sigurðarson, múrarameistari og tæknimað- ur, sett á laugardaginn met í Galaga-spilakassanum í Fredda. Snorri segist þakka góðum félagsskap og heppni fyrir gott gengi. Galaga er einn þekktasti spilakassinn frá níunda ára- tugnum ásamt Donkey Kong og Pac-Man en markmið leiksins er að skjóta niður geimverur sem færast niður skjáinn. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Snorri endaði með 990.540 stig í leiknum sem telst mjög gott á heimsvísu og er sennilega Íslandsmet. Heimsmetið, 16 milljónir stiga, hefur staðið frá árinu 1989. Snorri segist, ólíkt öðrum afrek- smönnum í spilakössum, lítið hafa spilað leikinn frá því hann var krakki. Hann hafi síðast spil- að Galaga fyrir nokkrum árum og í þetta skipti hafi dóttir hans dregið hann á Fredda. „Ég greip seinast í þetta fyrir um tveimur árum. Ég spilaði þetta hell- ing þegar ég var pjakkur. Við getum sagt að allur blaðapeningurinn hafi farið í þetta. Þetta var uppáhalds- leikurinn í gamla daga. Það var spilasalur við Stórholt og Einholt, rétt hjá gamla DV, sem ég spilaði mikið í. Það fór ansi mikið í þessa spilakassa en þetta var skemmtunin í þá dagana,“ segir Snorri. Hann segir sér yfirleitt ganga mjög vel í Galaga. „Einhverra hluta vegna var mjög góð stemning og ég var mjög yfirvegaður í leikn- um, þannig að mér fannst þetta ekkert mál. Það var nú dóttir mín sem stakk upp á því að við færum á Fredda. Ég var ekkert á leiðinni á Fredda en þetta var skemmtilegt kvöld.“ Við erum búnir að kubba stanslaust í um mánuð,“ segir Guttormur Þor-finnsson, smiður og Le-gó-áhugamaður, en hann opnaði ásamt félögum sínum lítið Lególand í Hafnarfirði um ára- mótin. Fréttatíminn greindi frá því fyrir áramót að til stæði að opna leikland fyrir börn í Hafnarfirði. Þá sagðist Guttormur hafa fengið áhugann á Legó fyrir um 24 árum, eða þegar hann eignaðist son sinn. Nú er hann komin yfir miðjan aldur, og áhuginn hefur ekkert dvínað. Hann hefur haldið nokkrar Legó-sýningar síðustu ár, með- al annars í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þetta er sú fyrsta í Hafnarfirði. „Hingað munu koma leikskólar og vonandi fleiri,“ segir Guttormur sem segir sýninguna nokkuð um- fangsmikla. „Við eyddum meðal annars tveimur dögum í eitt mód- elið,“ segir hann. Meðal þess sem má finna verða Legó-lestir sem börnin mega leika sér að og sér- stök leiksvæði. Þeir félagar rukka 500 krónur inn fyrir alla þá sem eru eldri en 3 ára til þess að standa straum af kostnaði. „Þetta er allavega eitthvað fyrir börnin að gera,“ segir Guttormur sem nýtur þess sjálfur að kubba. Búnir að kubba stanslaust í um mánuð Guttormur hefur kubbað af kappi síðan sonur hans fæddist fyrir um 24 árum. Myndir | Hari Guttormur Þorfinnsson og félagar hans opna Lególand í Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.