Fréttatíminn - 13.01.2017, Page 54

Fréttatíminn - 13.01.2017, Page 54
2 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017VEGANÚAR Töfrandi tabbouleh Tabbouleh fyrir 4 100 g bulgur 150 g þroskaðir tómatar, smátt saxaðir ½ paprika, skorin í litla bita 1 rauðlaukur, skorinn smátt 4 msk. sítrónusafi 2 msk. ólívuolía handfylli steinselja, helst flatlaufa, söxuð handfylli fersk mynta, söxuð salt og pipar eftir smekk • Skolið bulgurið og sjóðið sam- kvæmt leiðbeiningum. • Kælið það lítið eitt áður en þið blandið því saman við restina af hráefninu. • Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti. Tabbouleh er klassískur réttur frá Mið-Austurlöndum. Svo skemmti- lega vill til að hann er vegan og ákaflega gómsætur. Klassískt tabbouleh inniheldur tómata, steinselju, bulgur, myntu og lauk auk ólívuolíu og sítrónusafa. En það má leika sér með hráefnið eftir því hvað finnst í eldhús- inu hverju sinni en myntunni, tómötunum og sítrónusafanum verður eiginlega að halda inni til þess að rétturinn haldi einkennum sínum. Stundum er kús kús eða kínóa notað í stað bulgur og er það vel. Hér er uppskrift að ljómandi góðu og fljótlegu tabbouleh. Dýraafurðir í  snyrtivörum Vegan snyrtivörur innihalda engin efni úr dýrum eða afurðum þeirra og langsamlega flestir telja einnig innan flokksins vörur sem ekki hafa verið prófaðar á dýrum. Þær þurfa þó vitaskuld að uppfylla fyrrnefndu skilyrðin líka. Efni sem gjarnan eru notuð í snyrtivörur og eru ekki vegan eru til dæmis: Lanólín Ein algengasta dýra- afurðin í snyrtivörum, kemur úr fitukirtlum kinda og unnið úr ullinni. Kollagen Mjög algengt í hrukku- kremum, vanalega unnið úr brjóski. Kólesteról Oft notað í augnkrem til dæmis, unnið úr fitu spendýra. Keratin Algengt efni í hárvörum, er unnið úr húð og hári spendýra, til dæmis. Gelatín Notað í sólarvarnir, margar hárvörur og freyðiböð og baðsölt. Hunang Notað í fjölmargar húð- og snyrtivörur. Býflugnavax Notað í marga varasalva og handáburði. Estrogen Unnið úr þvagi fylfullra mera og er notað í getnaðar- varnarpillur og ýmis krem og ilmvötn. Guanine (CI 75170) Búið til úr hreistri af fiskum og er gjarn- an notað í vörur sem glitra, t.d. augnskugga, kinnaliti og naglalökk. Listinn er ekki tæmandi. Lanólín er ein algengasta dýraafurðin í snyrtivörum. www.eldumrett.is VEGAN- PAKKINN ER MÆTTUR Í Bike Cave færðu úrval vegan-borgara og Bike Cave vegan-sósur af ýmsu tagi. Alltaf góður matur á frábæru verði. Einarsnes 36, 101 Rvk. - Hafnarborg, Strandgötu 24 í Hafnarfirði, 220 Hfj.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.