Fréttatíminn - 13.01.2017, Síða 58

Fréttatíminn - 13.01.2017, Síða 58
Facetox maskinn er cruelty-free. Mynd | Rut Mattir varalitir eru til í mörgum litum frá Velvet 59. Mynd | Hari 4 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017VEGANÚAR Vandaðir og gómsætir veganvalkostir Metnaðarfullir veganborgarar á Fabrikkunni. Unnið í samstarfi við Hamborgarafabrikkuna Við höfum alltaf verið með fjölmarga kosti fyrir græn-metisætur sem hafa til að mynda getað skipt út kjötinu á öllum borgurunum fyrir heilan Portobellosvepp sem hefur verið mjög vinsælt,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, Jói, markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar. Í haust kynnti hamborgarastaðurinn frómi síðan nýja veganvalkosti á matseðlinum sem hafa vakið mikla lukku enda höndum ekki kastað til við þróun þeirra. „Við tókum okkur góðan tíma í þetta, feng- um til okkar flokk af fólki sem er vegan og hefur tekið mikinn þátt í þessari grasrótarstarfsemi sem veganisminn vissulega er. Þetta er ört stækkandi hópur sem er mjög samheldinn og vill koma því til leið- ar að það séu fleiri veganvalkostir á veitingastöðum. Við viljum vera hamborgarastaður allra lands- manna og viljum veita góða þjón- ustu. Við viljum hugsa fyrir fólk þannig að þegar fólk aðhyllist ákveðna stefnu í mat þá þarf ekki að vera viðskiptavinurinn sem er með vesenið, fólki finnst það flestu mjög leiðinlegt,“ segir Jói og leggur áherslu á að vandað hafi verið til verka þegar veganborgararnir voru hannaðir. „Við ákváðum að henda ekki bara einhverju út í skyndi eða útbúa eitthvað úr því hráefni sem við vorum með fyrir sem yrði ekkert spes, bara til að leysa málin.“ Halda bragðpallettunni Niðurstaðan varð sú að fjóra af vinsælustu borgurunum er hægt að panta í veganútgáfu. „Um er að ræða Ungfrú Reykjavík sem er kjúklingaborgarinn okkar, uppruna- lega útgáfan er með kjúklingabr- ingu í Brioche brauði með reyktri chilisósu, sólþurrkuðu tómat- mauki, osti og mangójógurtsósu. Þá tökum við út kjúklingabringuna, ostinn, mangójógúrtsósuna og brioche brauðið og setjum inn Oumph, veganost og veganmæjó og gerum hann þannig vegan. Svo er það Barbíkjú þar sem við tökum út nautakjötið, ostinn og Brioche brauðið og setjum inn veganost, sesambrauð og Oumph, sveppirnir og barbíkjúsósan á borgaran- um eru vegan,“ segir Jói en hinir tveir borgararnir sem hafa fengið veganbúning eru Aríba Salsason og Neyðarlínan. Bæði er hægt að fá veganmæjó og veganchilimæjó á borgarana og auðvitað er hægt að raða saman borgara eftir smekk. „Við erum auðvitað að gera það á hverjum degi en ástæðan fyrir því að við völdum þessa hamborgara er að okkur fannst þeir halda sínum karaktereinkennum best þegar búið var að skipta út hráefnunum fyrir veganhráefni. Þarna færðu borgara sem halda sinni upprunalegu bragðpallettu þrátt fyrir að vera orðnir vegan.“ Gott úrval af vegan snyrtivörum í Alenu Mattir varalitir, hárlitir og andlitsmaskar. Unnið í samstarfi við Alenu Vegansnyrtivöruúrval-ið í Alenu við Dalbraut er með því mesta hér á landi. Merkin eru þrjú og úrvalið eykst stöðugt, að sögn Heru Rúnar Ragnarsdóttur, eiganda Alenu. „Við erum með merki sem heitir Velvet 59 sem eru varalitir, augnskuggapallettur, skyggingapalletta og mattir vara- litir. Sú sem er með það merki er frekar ný í bransanum þannig að vöruúrvalið er ekki mikið en það bætist reglulega í,“ segir Hera en þess má geta að Paris Mann- ing, stofn- andi Velvet 59, er aðeins 23 ára gömul og hefur frá barnæsku haft ástríðu fyrir bæði dýravernd og snyrtivörum. Manning er einnig aðdá- andi kvenna á borð við Mari- lyn Monroe og Audrey Hep- burn þannig að hún hefur lagt áherslu á að þróa klassískar snyrtivörur sem töfra fram hughrif klassísku stjarnanna. Vegan hárlitir Annað merki sem er afar vinsælt er Brite Organix en í því merki eru mattir varalitir og hárvörur, meðal annars hárlitir en veganhárlitir eru ekki á hverju strái. „Þetta eru mjög góðar vörur líka og eru laus- ar við öll skaðleg aukaefni. Það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum vörum enda fleiri og fleiri sem kjósa vegan lífsstíl,“ segir Hera. Brite Organix er mjög vinsælt í upprunalandinu Ástralíu þar sem það hefur mjög mikla dreifingu og fleiri og fleiri kjósa að nota vegan og „cruelty free“ hárliti. Auk tveggja fyrrnefndu merkjanna eru Facetox andlitsmaskarnir mjög vin- sælir og að sögn þeirra sem Hera Rún Ragnarsdóttir, eigandi Alenu. Mynd | Rut hafa prófað alger bomba fyrir húðina. „Maskinn er alveg lífrænn, cruelty-free, vegan og án parabena. Hann er fyrir allar húðtýpur og hreinsar bólur og fílapensla, jafnar út húðtóninn og minnkar svitaholur,“ segir Hera. Hárlitirnir frá Brite Organix eru í öllum litum. Mynd | Hari Fallegt og klassískt frá Velvet 59. Mynd | Hari Jói segir veganborgarann ekki gefa upprunalega borgaranum neitt eftir. Myndir | Hari Fylgst með vegan- borgaranum í bígerð. Þau sem eru vegan fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð á Fabrikkunni.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.