Fréttatíminn - 13.01.2017, Síða 62

Fréttatíminn - 13.01.2017, Síða 62
10 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017VEGANÚAR Vegan hárlitun á Grænu stofunni Grænkerar þurfa að hugsa út í afar margt þegar kemur að daglegu lífi. Hvort maturinn þeirra innihaldi dýraafurðir eða hvort einhver dýr hafi verið hagnýtt í fatnað eða aðra hluti sem þeir nota að staðaldri. Hárvörur er nokkuð sem flestir nota og fjölmargir lita á sér hárið en í þessar vörur eru gjarnan not- uð efni sem unnin eru úr dýra- afurðum. Græna stofan er hárgreiðslustofa við Óðinsgötu sem notar og selur einungis vegan hárvörur. Stofan, sem áður hét Feima, vinnur eftir græna kerfinu Grön salon sem miðar að því að vinna með efni sem skaðlaus eru mönnum, dýrum og umhverfinu. Þess má geta að í opnunarteiti Grænu stofunnar fyrir jól var boðið upp á sódavatn sem blandað var með lit- um sem notaðir eru í hár – til þess að sýna fram á að það sem þú notar á líkama þinn ættirðu líka að geta innbyrt! Með aquafaba saknar enginn eggja Veganmæjó og marens. Hverjum hefði dottið í hug að safinn af kjúklingabaunum væri dýrmætur sem gull fyrir græn- kera og aðra sælkera? Hann er það nefnilega og vegan fólki hrýs hugur yfir öllum þeim lítrum af þessum stórkostlega safa sem fer og hefur farið ofan í vaskinn gegnum tíðina. Aquafaba kallast þessi vökvi sem getur umbreyst í dásamlegt góðgæti með smáveg- is fyrirhöfn. Hægt er að gera ís, nota í staðinn fyrir egg í bakstur, gera majónes og marens, svo fátt eitt sé nefnt. Tvennt síðarnefnda er líklega það sem oftast er gert úr aquafaba, hér eru ljómandi góð- ar uppskriftir að hvoru tveggja. Sannarlega þess virði að prófa. Majónes úr aquafaba Uppskrift úr Eldhúsi grænkerans 3½ dl 3 msk. kjúklingabaunasafi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. eplaedik 1 tsk. dökkt síróp ½ tsk. salt ½ tsk. sinnepsduft 200 ml sólblómaolía • Setjið allt nema olíuna í þröngt ílát og blandið vel saman með töfrasprota, á hæsta hraða. Einnig má nota matvinnsluvél. • Hellið olíunni saman við í mjórri bunu, hægt og rólega þar til blandan er orðin að ljósri og þykkri sósu. Marens úr aquafaba Uppskrift úr Eldhúsi grænkerans 12—14 toppar 180 ml kjúklingabaunasafi, u.þ.b. vökvinn úr 1 dós af kjúklingabaunum 200 g flórsykur eða sykur 1 tsk. vanilludropar • Hitið ofninn í 120°C. • Hellið kjúklingabaunasafan- um í hrærivélarskál og hrærið á hæstu stillingu í 3-5 mín. eða þar til vökvinn fer að þykkna. • Þegar hann er orðinn nokkuð stífur, slökkvið og bætið sykri og vanillu við. • Hrærið áfram á miklum hraða þar til blandan er orðin þykk. • Færið deigið á bökunarpappír með matskeið og bakið í 1 klst. Eigendur Grænu stofunnar, Heiðrún Birna Rúnars- dóttir og Sigríður Kristjáns dóttir. Tilboðsverð kr. 149.639,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta á meðan birgðir endast Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.