Fréttatíminn - 20.01.2017, Side 4

Fréttatíminn - 20.01.2017, Side 4
Fíkniefni Læknalyfið Oxycontin kemur við sögu í átta dauðsföllum í fyrra. Lyfið kemur meðal annars í 80 mgr töflum en sá skammtur getur verið banvænn fyrir viðkvæmt fólk sem ekki hefur myndað þol fyrir efnunum. Fimm þeirra sem létust höfðu nálgast lyfið annars staðar en hjá lækni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Bróðir minn var ekki fíkill. Þau úrræði sem að honum stóðu til boða dugðu ekki til„ segir Birgitta Ásbjörnsdóttir sem missti bróður sinn sem hafði glímt við kvíða og þunglyndi. Hann lést eftir að hafa, að því er virðist fyrir slysni, hafði tekið of stóran skammt af lyfjunum Oxycontin og Dramatol í fyrrasum- ar. Ólögleg fíkniefni koma sjaldn- ast við í dauðsföllum vegna lyfja- eitrana, þar er læknadópið algeng- ast og áfengi. Ópíóðar koma oftast við sögu, allt frá Parkódín forte, til Tramadol, Kódeinlyfja og Ketógans. „Við reyn- um að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fara fram á skýringar ef miklu er ávísað af þessum lyfjum enda eru þau stórhættuleg þegar þau lenda í röngum höndum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlæknisemb- ættinu. „En það má ekki gleyma því að læknum er stundum vandi á höndum, þessi lyf erum gefin til að lina verki og þjáningar og þeir eru að einblína á það. Þeir kunna verr að bregðast við þegar fíklar eru að ljúga til um verki til að reyna að nálgast lyfin. Svo er líka til í dæm- inu að sjúklingarnir sjálfir séu að selja lyfin, til dæmis í gegnum Face- book.“ Ólafur segir að lyfið Oxycontin veki sérstaka athygli en það kom við sögu í átta dauðsföllum. 2543 einstaklinga fengu lyfinu ávísað, en alls jókst fjöldinn um 25 prósent á einu ári. Við rannsókn embættisins reyndust einungis þrír hafa fengið lyfjunum ávísað hjá lækni, þar af höfðu tveir gengið á milli lækna til að verða sér út um lyfin. Hinir sem létust virðast hafa keypt þau á göt- unni eða orðið sér út um þau með öðrum hætti. Oxycontin er ávísað í töfluformi, en hver tafla er allt að 80 milli- grömm. Slíkur skammtur getur verið banvænn fyrir þá sem ekki hafa myndað þol fyrir slíkum lyfj- um. Það er því ljóst að ein tafla get- ur drepið og ekki ljóst hvort allir sem kaupa slík efni á götunni gera sér grein fyrir því. „Það eykur enn á áhrifin ef þessu er sprautað í æð eða það tekið í nefið,“ segir Ólafur. „Það er stór ástæða til að vara alvar- lega við þessum lyfjum og hvetja fólk sem hefur fengið þeim ávísað í kjölfar verkjameðferðar en hætt notkun þeirra að skila lyfjunum í apótek svo hægt sé að farga þeim.“ Birgitta segir að bróður sinn ekki hafa verið fíkniefnaneytanda en hann hafi reynt að meðhöndla sig sjálfur við kvíða og þunglyndi, þar sem þau úrræði sem honum stóðu til boða dugðu ekki til. „Hann komst í lyf sem slökktu á allri vanlíðan. Hann upplifði sig kvíða- lausan. Honum leið vel. Hann hafði gert það áður. Þetta kvöld varð það hans bani. Hann sofnaði og hann vaknaði ekki aftur.“ Hún segir að rannsóknarlög- reglumaðurinn sem kynnti krufn- ingarskýrsluna fyrir mömmu þeirra nokkrum vikum seinna hafi sagt henni að lyfjaeitrun væri ein al- gengasta dánarorsök ungra manna 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Ferðamál Ísland og Suðurskautið eru helst nefnd þegar Kínverjar eru spurðir hvert þeir vilji ferðast til þess að forðast loftmengun. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Loftslagstúrismi hefur stóraukist og er svo komið að Kínverjar líta helst til Íslands annarsvegar og Suðurskautsins hinsvegar með það að markmiði að hreinsa lungun. Þetta kemur fram í könnun Ctrip. com og Bloomberg og fleiri fjöl- miðlar greina frá. Mengun í Kína er orðin svo yfirgengileg að loftslagstúrismi er orðin að meiriháttar grein í ferðamannaiðnaðinum þar í landi. Þannig hafa leitarorð tengd skóg- um, mengunarflótti og lungna- hreinsun þrefaldast. Í könnun Ctrip kemur svo fram að Kínverjar horfi helst til Íslands og Suður- skautsins þegar kemur að hreinu lofti. Einnig nefndu þeir Maldíveyj- ar og Seychelles-eyjar. Það sést einnig að það var 40% aukning á komu Kínverja hingað til lands á síðasta ári, og fóru þeir úr 47 þúsund á ári árið áður, upp í 67 þúsund. „Við höfum ekki orðið sérstak- lega vör við þennan áhuga á Ís- landi, en landið hefur ekki verið sérstaklega markaðssett þannig,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri spurð út í þessa nýju grein innan ferðamannaiðnaðarins. Það er ljóst að tilefnið er ansi ærið hjá Kínverjum en loftslags- mengun þar í landi er gífurleg en 62 borgir í Kína hafa gefið út viðvörun vegna mengunar frá ára- mótum. „Sérstaða Íslands er falin í víð- erni, og það er svarið sem við fáum oftast frá ferðamönnum, en þarna er eflaust tækifæri í ferða- mennsku,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf segir að engar rannsóknir hafi verið gerðar þar sem kannað er hvort kínverskir ferðamenn komi hingað til lands vegna loft- gæðanna. Hitt sé þó augljóst að áhuginn sé til marks um alvar- legt ástand vegna loftslagsmála í Kína. Kínverskir loftslags- túristar nefna Ísland og Suðurskautið Kínverjar vilja fara til Íslands til þess að hreinsa lungun. Hælisleitendur Íranski flótta- maðurinn Amir Shokrogozar fær ekki að giftast íslenskum unnusta sínum þar sem sýslumaðurinn í Reykjavík neitar að viðurkenna vottorð frá Íran sem sýnir fram á að hann sé ógiftur og hafi aldrei gifst. Amir er gert að fá nýtt vott- orð frá stjórnvöldum sem hann flúði vegna ofsókna í garð samkyn- hneigðra. Valur Grettisson valur@frettatilinn.is „Þarna er verið að biðja samkyn- hneigðan mann um að fá hjúskap- arstöðuvottorð í landi þar sem samkynhneigð er bönnuð,“ segir Kittý Anderson, alþjóðafulltrúi Sam- takanna ´78. Mál Amirs er keimlíkt máli þeirra Ragnheiðar Guðmunds- dóttur og unnusta hennar, Ravi Rawat. Þá var þeim meinað að giftast á þeim forsendum að gögn frá Ind- landi um hjúskaparstöðu Ravi væru ófullnægjandi. Lögmanni þeirra tókst þó að fá opinbera staðfestingu á að skriffinnska í Indlandi væri ólík þeim kröfum sem Íslendingar gera. Úr varð að innanríkisráðuneytið snéri úrskurðinum. Fréttatíminn hefur synjun sýslu- manns til Amirs og unnusta hans undir höndum, og þar má sjá að krafist er opinberrar staðfestingar á því að hjúskaparstöðuvottorð, sem Amir hefur sannarlega undir hönd- um, sé vottað frá írönskum stjórn- völdum. Þá skiptir engu að fjölskylda Amirs hefur staðfest að hann hafi aldrei gift sig. Og þá flækjast málin; Amir er hæl- isleitandi sem er að flýja harðræði stjórnarinnar sem hafnar samkyn- hneigðum algjörlega, en þarf engu að síður að fá staðfestingu íranskra stjórnvalda um að hann sé einhleyp- ur. „Hér eru tveir menn sem elska hvor annan og vilja giftast, en hafa lítinn möguleika þar sem ann- ar þeirra kemur frá landi þar sem skriffinnskan samræmist ekki okkar skriffinnsku,“ segir Kittý sem telur það afar hæpið að sýslumaður geti farið fram á að hælisleitandi setji sig í samband við ríkisstjórn sem hann telur að sé að kúga sig og hefur þegar flúið, til þess að sækjast eftir upp- lýsingum um eigin hjúskaparstöðu. Parið hefur þó ekki gefist upp, en í samtali við unnusta Amirs kemur fram að þeir hafi til byrjun febrúar að skilað inn frekari upplýsingum. Þeir vinna hörðum höndum að því nú. Áður hefur Amir verið vísað úr landi á forsendum Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Ofsóttur hommi frá Íran þarf að sanna að hann sé ógiftur Amir Shokrogozar hefur mánuð til þess að útvega sér vottorð um að hann sé einhleypur. Mynd | Rut Oxycontin er ávísað í töfluformi, en hver tafla er allt að 80 milligrömm. Slíkur skammtur getur verið banvænn fyrir þá sem ekki hafa myndað þol fyrir slíkum lyfjum. Það er því ljóst að ein tafla getur drepið og ekki ljóst hvort allir sem kaupa slík efni á götunni gera sér grein fyrir því. Sífellt fleiri látast úr lyfjaeitrun Norðurlandamet í neyslu ópíumlyfja Ísland hefur um árabil átt Norðurlandamet í ávísunum á ópíumíð og helmingi fleiri hafa látist vegna lyfjamisnotk- unar. Ljóst er þó að þessum dauðsföllum er að fjölga mikið ef marka má þessar matsgerð- ir. Þannig létust 26 úr lyfja- eitrun árið 2014 en 36 árið 2015. Fyrstu ellefu mánuði ársins hafa 40, 16 konur og 24 karl- ar, látist vegna lyfjaeitrun- ar, samkvæmt matsgerðum Landlæknis en einungis hluti dauðsfalla er skráður þar, þar sem ekki þykir alltaf ástæða til að rannsaka dauðsföll ef dánarorsök er augljós. Birgitta Ásbjörnsdóttir segir að bróðir sinn, sem glímdi við kvíða, hafi látist fyrir slysni þegar hann reyndi að sefa vanlíðan sína með lyfjum sem hafði verið ávísað á aðra manneskju. á Íslandi í dag. Hann hafi tekið of stóran skammt af lyfjum fyrir slysni. „Bróðir minn dó af völdum geðræns sjúkdóms. Bróðir minn tók inn lyf sem hafði verið ávísað á aðra manneskju í allt öðrum til- gangi. Hann lést af völdum of stórs skammts af læknadópi. Ekki eru all- ir þessir einstaklingar sem tapa líf- inu fyrir þessum skaðvaldi einstak- lingar í neyslu. Margir þó, en ekki allir.“ GERÐU VEL VIÐ BÓNDANN! Komdu við og taktu með þér Bóndasælu í fallegri g jafaöskju – aðeins 690 kr. í dag Austurstræti 16 apotek.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.