Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 24

Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 24
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Það kostar minna að borga meira,“ sagði Henry Ford þegar hann var spurður af hverju hann hefði tvöfaldað laun þeirra sem stóðu við færi- bandið í bílaverksmiðju hans. Þegar Ford ákvað að tvöfalda launin og stytta á sama tíma vinnudaginn um klukkustund í verksmiðjum sínum árið 1914, fékk hann betra starfsfólk, fram- leiðslan jókst og kostnaður við eftirlit minnkaði. Viðskiptamódel Ford hefur síðan verið notað sem skólabókardæmi um það hvernig hærri laun og styttri vinnutími geti aukið hagkvæmni og framleiðslu. Og samkvæmt Samuel Abrams, prófessor í hagfræði menntunar, gæti þetta verið skólabókardæmi um það hvernig reka eigi góð- an skóla. Abrams, sem hélt fyrir- lestur á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs síðastliðin föstudag, starfar við Columbia há- skólann í New York þar sem hann stýrir rannsóknarmiðstöð um einkavæðingu menntastofnana. Bók Abrams, Education and the Commercial Mindset, sem kom út í fyrra segir frá því hvernig mark- aðsöflin hafa fengið sífellt aukið vægi í skólakerfi Bandaríkjanna og hvernig gæði skólastarfs og laun kennara hafi lækkað á sama tíma. Markaðurinn hækkar ekki launin Mikið hefur verið rætt um það hversu vel Finnar standi sig í PISA könnunum en minna um árangur þeirra í samanburði við nágranna- þjóðirnar. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að vera frekar litlar þjóðir sem setja jafnrétti og vel- ferð á oddinn en það sem skilur Finnland frá nágrönnum sínum er frammistaða í PISA og að hans mati stefna þeirra í menntamálum. Svíþjóð hefur farið lengst Norður- landanna í að umbreyta ríkisrekn- um skólum í einkarekna á meðan Finnland hefur haldið í ríkisrekna kerfið. Á sama tíma hefur gengi sænskra nemenda hrakað í PISA könnunum en Finnar halda sterkri stöðu sinni. Samkvæmt Abrams styrkir þessi staða þá skoðun að skólar eigi að vera reknir af ríkinu fyrir alla, en ekki af einkaaðilum fyrir suma. Abrams hóf fyrirlestur sinn í HÍ á því að fara yfir það sem hann kallar amerísku harmsöguna í mennta- málum. Harmsagan hófst að hans 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Skólar eru ekki matvara Samkvæmt Samuel Abrams, prófessor í hagfræði menntunar, er uppskriftina að góðum skóla að finna í Finnlandi. Þar eru færri nemendur á kennara, meiri leikur í skólastarfi og engin próf. Þar fá kennarar hærri laun og þar eru skólar enn reknir af ríkinu. Reynslan sýnir að hugmynd Friedmans um engin ríkisafskipti af menntun, nema með skólaávísunum, virkar ekki. Nemendur dragast aftur úr, starfsánægja minnkar og laun kennara lækka. Abrams hefur miklar áhyggjur af framtíð skóla- mála í Bandaríkjunum með útnefndum menntamálaráðherra Trumps við stjórn, Betsy DeVos. (og kennarar ekki grænmeti) Abrams segir góðan árangur finnskra skóla mega rekja til aðferða þeirra við að innleiða þekkt viðskiptamódel í ríkisrekna skóla. Hann segir mark- aðinn ekki geta búið til góðan skóla, því skólar séu flóknara fyrirbæri en matvara í súpermarkaði. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.