Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 25

Fréttatíminn - 20.01.2017, Síða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Við ferðuðumst heimshorna á milli í leit að baunum í nýjustu kaffiblönduna okkar. Mikið brennt og kröftugt kaffi sem vekur bragðlaukana. leggur heiminn að vörum þér EXPRESSÓ Dökkur kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a NÝTT „Finnum hefur tekist það í skólum sem Ford tókst við færibandið, að hámarka árangur með góðu og vel menntuðu starfsfólki, hærri laun- um og styttri vinnudag.“ mati með afskiptum eins for- sprakka frjálshyggjunnar, Milton Friedman, af rekstri skóla en fyrir hans daga voru flestir sammála um að það ætti að vera í höndum rík- isins að mennta þegna sína. Árið 1955 setti Friedman saman hug- myndina um skólaávísanir; einu afskipti ríkisins af menntun skyldi vera að leggja foreldrum til ávísan- ir sem innihéldu lágmarksgreiðslu upp í skólagjöld. Ef foreldrar svo veldu dýrari skóla þyrftu þeir, eða skólastyrkir, að borga mis- muninn. Þetta kerfi átti að gefa foreldrum frelsi til að velja skóla sem væru reknir án afskipta rík- is, losa nemendur undan því að lenda í óæskilegum ríkisskólum og stuðla að samkeppnin um bestu nemendurna. Samkeppnin myndi svo stuðla að betri og fjölbreyttari skólum, færari kennurum og hærri launum. Með dæmum frá Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Chile, benti Abrams á að draumur Friedmans hefur ekki ræst. Markaðurinn býr ekki til betri skóla og hækkar ekki laun kennara. Kennarar eru ekki grænmeti Í frægri grein sem birtist í New York Times árið 1973 og sem ber titilinn Að selja skóla eins og mat- vöru, viðraði Friedman frekar hug- myndir sínar um einkavæðingu og líkti þar skólum við matvöru. For- eldrar gætu einfaldlega valið um það besta fyrir börnin sín, óháð af- skiptum ríkisins. Líkt og neytend- ur græða á samkeppni súpermark- aða um besta grænmetið hljóta foreldrar og nemendur að græða á því að skólar sláist um bestu kennarana. Því kennarar eru eins og grænmeti, eða hvað? Nei, því líkt og Abrams bendir á, þá eru skólar ekki matur. „Aðalvandamál- ið við frjálshyggjumódelið þegar kemur að menntun, er að skólar eru ekki matvara. Skólakerfið er flókið því neytendur þess eru fyrst og fremst börn og foreldrar þeirra. Þessir neytendur geta ekki vitað jafn mikið um menntun og skóla- kerfið og þeir vita um matvöru, ” segir Abrams. Máli sínu til stuðnings notar hann niðurstöður kannana á ár- angri bandarískra nemenda eft- ir að hugmyndir Friedmans voru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Einkareknu skólarnir uxu hratt víðsvegar um Bandaríkin en slæmar niðurstöður, bæði á próf- um nemenda og í rekstri skólanna, urðu til þess að þeir drógust aft- ur úr öðrum. Abrams gagnrýnir þá einkavæðingu skóla sem var iðulega tengd lögunum frá 2002 og gengu undir nafninu No child left behind og lögum frá 2009 sem tengd voru heitinu Race to the top, og óttast að hún muni ganga enn lengra með konunni sem Trump vill sjá sem menntamálaráðherra, Betsy DeVos. Sömu sögu hafði Abrams að segja af skólum í Chile þar sem skólaávísanakerfið var innleitt árið 1981. Eftir að hafa stjórnast meira og minna af markaðinum í 36 ár sýna kannanir að árangri nemenda þar hefur hrakað og laun kennara lækkað. Svipaða sögu er að segja frá Svíþjóð, sem fullgilti skólaávís- anamódelið árið 1991. Í dag eru um 50% skóla í Svíþjóð einkareknir og 70% þeirra reknir af fyrirtækjum í hagnaðarskyni. Þegar fjárfestar opnuðu hundruð skóla sem átti að reka með hagnaði, völdu margir af innfæddum Svíum einkaskól- ana en börn innflytjenda urðu eft- ir í ríkisreknu skólunum. Þar hef- ur árangri nemenda hrakað, laun kennara hafa lækkað og skóla- stjórnendur einkareknu skólanna hafa mótmælt kerfinu. Finnski galdurinn Þrátt fyrir að vera á þeirri skoðun að markaðurinn sé ekki vel til þess fallinn að reka skóla, seg- ir Abrams skólastjórnendur geta tekið sér viðskiptalífið sér til fyr- irmyndar í ýmsum efnum og not- ar hann finnska skólakerfið máli sínu til stuðnings. Samkvæmt PISA könnunum standa Finnar Laun kennara og árangur nemenda haldast í hendur Bandaríkin og Noregur borga kennurum 68% og 71% af með- allaunum annara háskólamennt- aðra og eru nemendur þaðan undir PISA meðallagi (tölur frá 2012). Finnland og Kanada borga kennurum hins vegar jafn mikið og meira en meðallaun háskóla- menntaðra og er árangur nem- enda þar langt yfir meðallagi. Ísland er neðst á þessum lista þar sem kennarar fá greitt um 50% af meðaltali launa háskóla- menntaðra, árið 2015, og árangur íslenskra nemenda í PISA könnun- um er langt undir meðallagi. Einn af lykilþáttum góðs gengis finnskra skólabarna er að finna í frjálsum leiktíma og áherslu á lærdóm í gegnum leik. Finnsk börn fá að jafnaði 75 mínútur í frítíma en banda- rísk skólabörn fá 27 mínútur.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.