Fréttatíminn - 20.01.2017, Side 32

Fréttatíminn - 20.01.2017, Side 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 Ungi maðurinn Bradley Manning var ólík-ur öllum erkitýpum hermanna, lágvax-inn, grannvaxinn og fínlegur. Á næstu misserum átti hann eftir að þola margra mánaða einangrunarvist og ómannúðlega meðferð í aðstæðum sem sérstak- ur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga skilgreindi sem slíkar. Manning var ekki bara pyntaður. Eftir langa mæðu var hann dreginn fyrir dóm, herrétt, ákærður á grundvelli harðneskju- legrar og fornrar njósnalöggjafar sem í ýtrustu dæmum fólu í sér dauðarefsingu. Hann var sakfelld- ur og dæmdur í fáheyrða refsingu; 35 ára fangelsi. Manning hætti að vera Bradley og kallaði sig Chelsea. Hann hafði glímt við baráttu um eigin kynvit- und og varð transkona; vildi kyn- breytingu en var hafnað um slíka meðferð af fangelsisyfirvöldum. Það má fullyrða að ef ekki hefði verið fyrir Chelsea Manning hefði líklegast aldrei verið neinn Ed- ward Snowden, opin- beranir Panamaskjala eða annarra mikilvægra uppljóstrana á síðari árum. Hún er kona sem heimsbyggðin stendur því í mikilli þakkarskuld við. Heimurinn á Chelsea Manning margt að þakka Í maí 2010 bárust fyrstu fréttir af því að 22 ára gamall hermaður, Bradley Manning, hefði verið handtekinn í Írak, grunaður um að hafa miðlað leyndarupplýsingum til WikiLeaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, fer hér yfir sögu Manning, sem losnar úr fangelsi í maí eftir að Obama stytti fangelsisdóminn á síðustu dögum sínum í embætti. Chelsea þurfti að sækja rétt á þeirri meðferð með fulltingi dómstóla og hafði sigur. Samt hefur hún verið pínd áfram, nú með því að vera kona lokuð inn í karlafangelsi. Síðustu misseri hafa verið erfið og vitað er um tvær sjálfsvígstilraunir sem, eins kaldranalegt og að hljóm- ar, hefur verið refsað fyrir með ein- angrunarvist. Manning reyndi að fá mildun refsingar í skilorðsferli en var hafnað. Hún brá loks á það ráð að biðla til eina fulltrúa hins gallharða ríkisvalds sem gat orðið henni að liði; Obama Bandaríkja- forseta. Hún bað um að fá að byrja að lifa. Hún hafði aldrei náð því. Í vikunni, rétt rúmlega tveimur sól- arhringum áður en Obama lét af embætti, varð forsetinn við beiðn- inni. Dómurinn yfir Chelsea skyldi styttur úr 35 árum í 7. Hún verð- ur því frjáls 17. maí næstkomandi, nema eitthvað óvænt gerist. Ung, tæplega þrítug kona getur þá gengið út um fangelsishliðið og byrjað að lifa. Hún getur gengið stolt og hnar- reist því fáar konur hafa breytt jafn- miklu á síðari tímum. Það hefur þó verið dýru verði keypt. Uppljóstrarinn Chelsea var sakfelld fyrr að veita WikiLeaks upplýsingar sem birt- ar voru 2010 og 2011; upplýsingar sem bæði með eðli sínu og inntaki breyttu heiminum. Upplýsinga- miðlunin var ekki gerð til sjálfs- upphafningar eða í hagnaðarskyni; hún var drifin áfram af ríkri og þroskaðri réttlætiskennd sem hef- ur birst í ýmsum myndum síðan. Gögnin sem Manning játaði að hafa miðlað voru grundvöllur heimsfrétta. Í ágúst 2010 birtust 90 þúsund hernaðarskýrslur úr stríðinu í Afganistan. Fjölmiðlar kölluðu þetta mesta hernaðarleka sögunnar. Hann var það ekki lengi. Í október birtust sambærilegar skýrslur frá stríðsrekstrinum í Írak en mun fleiri eða 400.000 talsins. Undir lok árs féll svo stærsta upplýsingasprengjan; upphafið að margra mánaða ferli í birtingu 250 þúsund skjala frá sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim. Veröldin fór á annan endann; Hillary Clinton, þáverandi utan- ríkisráðherra, þurfti að leggja nótt við dag í að hringja í þjóðarleið- toga um allan heim til að biðja þá afsökunar á þeim lýsingum, sum- um ófögrum, sem hennar eigið starfsfólk dró upp af þeim. Hún baðst þó aldrei afsökunar á því að hafa sett nafn sitt við fyrirskipun um að utanríkisþjónustan safnaði gögnum, persónuupplýsingum og jafnvel DNA sýnum frá fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Allar þessar upplýsingar voru birtar í víðtækara samstarfi fjöl- miðla en áður hafði þekkst. Þegar yfir lauk voru yfir 100 fjölmiðlar í samstarfi við WikiLeaks um grein- ingu og birtingu gagnanna. Pyntingar skráðar Hernaðarupplýsingarnar frá stríðunum í Afganistan og Írak gáfu dekkri mynd af atburðunum en áður hefði birst almenningi. Í Afganistan sýndu gögnin hvernig bandarískar aftökusveitir athöfn- uðu sig í landinu; hvernig slælegar upplýsingar leiddu til þess að sak- laust fólk var stráfellt, jafnvel heilu þorpin jöfnuð við jörðu. Í Írak vöktu einna mesta athygli upplýsingar sem kipptu teppinu undan síðustu réttlætingunni, þó veik væri, fyrir því að stjórn Sadd- ams Hussein hefði verið steypt. Fyrri réttlætingar fyrir innrásinni í Írak 2003 höfðu fyrir löngu fjar- að út; þær að Saddam væri í slag- togi við Al-Kaída sem bar ábyrgð á árásinni á tvíburaturnana 11. sept- ember 2001 og því að harðstjór- inn væri komin með, eða komin á fremsta hlunn með að verða sér út um getu til að beita gereyðingar- vopnum í árásarstríði. Hin veika réttlæting fyrir því að steypa Saddam á grundvelli þess að hann væri harðstjóri sem víl- aði ekki fyrir sér að beita pynting- um eða drepa eigin þegna, fjaraði út þegar vitnaðist við opinberun skjala að arftakinn, Al Maliki, sem bandarísk yfirvöld komu til valda, ríkti yfir stjórn sem var tæpast miklu skárri. Það versta var að Bandaríkjaher hafði fulla vissu um að fangar sættu skelfilegum pyntingum og aftökum í fangelsum í Írak, héldu skrá yfir atvikin en var fyrirskipað að grípa ekki inn í. Það versta var að Bandaríkjaher var sá aðili sem helst fóðraði íraskar pyntingasveitir á föngum, fullvit- andi um örlög þeirra. Seinna sagði Chelsea Manning frá því að þetta hefði verið ein helsta ástæðan fyrir því að hún ákvað að miðla gögnum. Sem greinandi hjá hernum vissi hún að eigin liðsmenn hirtu jafnvel upp fólk sem hafði ekki unnið sér ann- að til saka en að dreifa pólitískum andófsritum en voru síðan afhent- ir stjórnvöldum í Írak, stimplaðir hryðjuverkamenn. Kveikið í þeim öllum Fyrsta birtingin á gögnum sem Manning var sökuð um að hafa Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.