Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 20.01.2017, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 20. janúar 2017 lekið var þó einfalt myndband en ekki hundruð þúsunda gagna. Þetta var hið alræmda myndband sem sýnir árás áhafna á Apache árásar- þyrlu á hóp borgara í Bagdad í júlí 2007. Myndbandið var birt á netinu 5. apríl 2010 og var það fyrsta sem vakti verulega athygli í göng- um sem rakin voru til Mannings. Myndbandið hlaut titilinn Collater- al Murder, með vísan til þess kæru- leysislega orðfæris sem notað er af herjum til að lýsa stráfellingu sak- lausra borgara. Úrvinnsla og greining á þessu myndbandi fór fram í Reykjavík af sjálfsboðaliðum WikiLeaks í sam- starfi við greinarhöfund sem þá var starfandi fréttamaður hjá sjónvarpi RÚV. Tveir starfsmenn Reuters fréttastofunnar voru myrtir í þyrluárásinni þegar Apache sveit- irnar létu litlum sprengjukúlum rigna yfir hóp manna. Þyrluáhafn- irnar töldu að löng linsa Reuters- ljósmyndarans Namir Noor-Eldin væri vopn. Af samskiptum milli hermanna þyrlurnar, sem fylgdi myndbandinu, mátti greina hversu áfjáðir þeir voru í að slátra; eins og spenntir menn í tölvuleik úr sinni öruggu fjarlægð í 700 metra hæð. „Kveikið í þeim öllum“, var fyrir- skipunin sem flugstjórinn gaf skytt- unni sinni sem opnaði fyrir helvítis- regn af himnum. Einhvern vegin tókst Saeed Chmagh, aðstoðarmanni Namirs hjá Reuters, að lifa upphafsárásina af. Hann sést á myndskeiðum þyrlu- myndbandsins skríða helsærð- ur eftir gangstétt. Allan tímann er þyrluskyttan með sigtið á baki honum og pirrings gætir að ekki sé hægt að „klára“ verkið en til þess þurfti að minnsta kosti einhverja ástæðu. „Þú þarft bara að pikka upp vopn, félagi,“ heyrist skyttan segja kaldranalega, ólmur í að fá að taka í gikkinn. Þessi í stað drífur að sendibíll og út stökkva menn og stumra yfir Sa- eed. Þar var á ferð Matasher Thom- al, fjölskyldufaðir úr hverfinu, sem var að skutla börnum sínum tveim- ur í fræðslutíma en hafði gefið ná- grönnum far. Sprengjukúlunum rigndi yfir bíl- inn. Allir fullorðnir voru drepnir en fyrir eitthvert kraftaverk lifðu börnin tvö, systkinin Saeed og Doha, af árásina. Þau sátu í fram- sæti bílsins en pabbi þeirra hafði kastað sér yfir þau til að skýla þeim. Þau fengu samt í sig sprengjubrot og sködduðust illa, einkum litla stúlk- an Doha sem enn var að kljást við afleiðingar sára sinna þegar sjón- varpsmenn RÚV, greinarhöfundur og Ingi Ragnar Ingason kvikmynda- gerðarmaður, hittu hana og bróður hennar í Bagdad þremur árum eftir þennan stríðsglæp. Byltingin í Túnis Það kraumaði undir víða í hinum múslimska heimi þegar leið að lok- um 2010. Þetta voru hræringar sem spruttu úr grasrótinni, drifnar áfram á samfélagsmiðlum og fólu í sér kröfu um réttlátara samfélag og heiðarlegra stjórnarfar. Þessar hræringar fengu nafnið Arabíska vorið. Í Túnis hafa aðgerðarsinnar greint frá því hvernig upplýsingar sem birtust í bandarískum sendi- ráðsskjölum, um gerspillt stjórn- arfar einræðisklíku Ben-Ali stjórn- arinnar, var dreift og miðlað; ýttu þar með undir mótmæli sem stig- mögnuðust dag frá degi. Þær náðu hápunkti í janúar 2011 og í kjölfar- ið varð Ben-Alí klíkan að flýja land. Atburðirnir í Túnis höfðu dó- mínóáhrif og innan nokkurra mánaða logaði arabaheimur- inn í uppreisnum fólks. Þær hafa víða farið í skelfilegan farveg með bakslögum og borgarastríðum en eldar af þessu tagi, þegar þeir hafa einu sinni verið kveiktir, deyja seint. Uppljóstranir sem rekja má til Mannings urðu tundrið sem kveikti þessa elda. Herrétturinn Hefðbundir fjölmiðlar létu sig að mestu vanta við réttarhöldin yfir Chelsea Manning. Áhugaleysi þeirra var til skammar. Freedom of the Press Foundation safnaði fjármunum til að greiða fyrir hrað- ritara sem skrifaði réttarhöldin upp og sjálfboðaliðar og aðgerðarsinn- ar sáu um að koma upplýsingum á netið. Eins og David Coombs, lögmað- ur Mannings, benti síðar á fannst honum allan tímann eins og WikiLeaks væri einn sakborninga við réttarhöldin. Þar, eins og í stíf- um yfirheyrslum áður eftir margra mánaða einangrun, var reynt að fá Chelsea til að koma meðsekt yfir á Julian Assange. Reynt að þvinga fram þá skýringu að Assange hefði á einhvern hátt ýtt á og hvatt Mann- ing áfram – jafnvel platað hann til verknaðar. Það er ekki nokkrum vafa undir- orpið að reynt var að fá Manning til að koma sök að hluta yfir á Assange, efalítið gegn því að milda eigin sök og sleppa betur. Chelsea Manning féll aldrei fyrir slíkum gylliboðum og greindi rétt frá eigin vilja og þrá til að koma sannleikanum upp á yf- irborðið. Það þarf sterk bein, kjark og djúpa réttlætiskennd að standast slíkan þrýsting. Hún stóðst það próf. David Coombs hefur sagt að seinna meir eigi fjölmiðlar eftir að átta sig á því að eðli réttarhaldanna var djúpstæðara en að refsa ein- um uppljóstrara; þetta voru öðrum þræði réttarhöld yfir frjálsri fjöl- miðlun. Dómurinn yfir Chelsea Manning, 35 ára fangelsi, var skelfilega þung- ur. Henni var meinað að haga vörn sinni með því að vísa í almanna- hagsuni gjörða sinna, sem í sjálfu sér er gróft mannréttindabrot. Hún hefur þegar setið inni í meira en sex og hálft ár. Þrátt fyrir digurbarka- legan áróður um að upplýsingar sem hún hlaut dóm fyrir að leka hafi valdið stórfelldum mannskaða hefur ekki verið bent á eitt einasta dæmi. Eini skaðinn er að rista glufu í falsgrímuna sem hylur ófagurt and- lit valdsins. Assange og Chelsea Allt frá stóru lekunum árið 2010 hefur WikiLeaks verið til rannsókn- ar bandaríska dómsmálaráðuneyt- isins fyrir rannsóknardómstóli sem vinnur bak við luktar dyr. Fyrir 2-3 árum taldi skjalabunk- inn með meintum gögnum 30-40 þúsund blaðsíður. Efalítið hefur bæst vel við. Staðfest er að rannsóknin beinist gegn nokkrum einstaklingum sem skilgreindir eru sem stjórnendur og stofnendur WikiLeaks. Telja má fullvíst að greinarhöfundur sé einn þeirra sem sæta grun. Ljóst er að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins bein- ist fyrst og fremst að því að hafa hendur í hári Julian Assange, stofn- anda WikiLeaks. Hann hefur ver- ið í hálfgerðu stofufangelsi í sendi- ráði Ekvador í Lundúnum í fjögur og hálft ár. Ekvador veitti honum diplómatískt hæli eftir vandlega skoðun á þeim grundvelli að raun- veruleg hætta væri á framsali til Bandaríkjanna ef hann yrði þving- aður til að fara til Svíþjóðar til yf- irheyrslu í meintu kynferðisbrota- máli. Sænsk yfirvöld hafa allt þar til fyrir örfáum vikum þverneitað að taka skýrslu af Assange með fjar- fundarbúnaði eða með því að mæta til Lundúna. Fyrir tæpu ári komst úr- skurðardómstóll á vegum Mann- réttindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna að þeirri niðurstöðu að Svíþjóð og Bretland bæru, með vísan til al- mennra mannréttindasamninga, ábyrgð á ólögmætri frelsissviptingu Julian Assange. Til þessa hafa Svíar hunsað úr- skurðinn, Bretland áfrýjaði honum en tapaði áfrýjuninni. Staða Assange er því óbreytt. Þegar ljóst var að mikill þrýsting- ur var að myndast á Barak Obama að náða Chelsea Manning á lokametr- um sínum í embætti lét Assange þau boð út ganga að hann myndi mæta örlögum sínum gagnvart ákæru í Bandaríkjunum ef Mann- ing yrði veitt frelsi. Nú þegar stefnir í að Chelsea verði laus í maí hefur lögmaður Assange ítrekað að hann standi við þau fyrirheit en um leið ítrekað að hann telji sakarannsókn- ina tilhæfulausa og hvatt til þess að henni verði lokað. Fyrrverandi saksóknarar í Banda- ríkjunum hafa bent á það í samtöl- um við fjölmiðla að þeir telji að með náðun Chelsea Manning sé ákaflega þvælið að reyna að lengur að eltast við WikiLeaks. Arfleifð Mannings Chelsea Manning braut blað í sögunni sem mikilvægasti uppljóstr- ari í allavega áratugi. Aðgengi al- mennings að upplýsingum er mikil- vægasta jöfnunartæki gegn valdinu; án þess er lýðræði inntakslaust eða marklaust. Það má fullyrða að ef ekki hefði verið fyrir Chelsea Manning hefði líklegast aldrei verið neinn Ed- ward Snowden, opinberanir Panamaskjala eða annarra mikil- vægra uppljóstrana á síðari árum. Hún er kona sem heimsbyggðin stendur því í mikilli þakkarskuld við. Hennar nafn hefur þegar verið tryggilega skráð á spjöld sögunnar og hennar kafli mun aðeins stækka í tímans rás. Systkinin Saeed og Doha, sem lifðu af árásina í Bagdad sem greint var frá í mynd- bandinu Collateral Murder sem skók heimsbyggðina, þremur árum eftir þennan stríðsglæp sem heimsbyggðin hefði aldrei vitað um nema fyrir uppljóstranir Chelsea Manning. GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is BÓNDADAGUR Fimm rétta bóndadagsseðill HROSSA "CARPACCIO", döðlur, rucola-mayo, stökkir jarðskokkar, parmesan OFNBAKAÐIR HUMARHALAR, hvítlaukssmjör, humar-mayo, maís-chilisalsa NAUTALUND, steiktir ostrusveppir, möndlukartöflur, gulrætur, nautadjús, bernaisefroða Tveir eftirréttir SÚKKULAÐIKAKA "NEMISIS" bökuð á 90°C MÍNÍ KLEINUR, Dulce de Leche-karamella, kanill, sítróna 7.900 kr. Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.