Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 1
ðileg jól
JÓLABLAÐIÐ
Gle
JÓLAMATUR, GJAFIR OG JÓLAHEFÐIR
Í 128 SÍÐNAAUKABLAÐI
F I M M T U D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 282. tölublað 104. árgangur
Verðandi flugfreyjur og -þjónar
hjá Icelandair sitja nú grunn-
námskeið hjá fyrirtækinu og í gær
spreytti hópurinn sig á björgun í
vatni.
Hátt í 2.000 sóttu um störf flug-
liða hjá Icelandair þegar þau voru
auglýst nýverið og var 180 manns
á aldrinum 23 til 53 ára boðið að
sitja námskeiðið.
Ingibjörg Lárusdóttir, for-
stöðumaður flugfreyja og -þjóna
hjá Icelandair, segir að líklega séu
margar skýringar á vinsældum
starfsins. „Þetta er skemmtilegt
og fjölbreytt starf þar sem engir
dagar eru eins, en þetta er líka
mikil vinna og mikið álag sem
hentar alls ekki öllum,“ segir Ingi-
björg. »6
Verðandi flugfreyjur og -þjónar skelltu sér í sund
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúa sig fyrir
störf í háloftunum
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í tilboði sem pólska verktakafyrir-
tækið Metal Mont gerði í tiltekna
verkþætti við byggingu kísilmálm-
verksmiðju United Silicon í Helgu-
vík virðist sem leiga á starfsmönnum
hafi verið búin í búning verktöku til
að komast hjá greiðslu opinberra
gjalda hérlendis. Þetta er mat Hall-
dórs Gröndvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra ASÍ, eftir að hann fór
yfir fyrrnefnd gögn sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum.
„Full ástæða er til að vefengja að
um hefðbundinn eða eðlilegan verk-
samning sé þarna að ræða. Frekar
sé verið að búa starfsmannaleigu-
starfsemi í búning verktöku. Þá er
einsýnt miðað við þær magntölur og
greiðslur sem þar koma fram að þau
kjör sem starfsmönnum er ætlað að
vinna eftir standast ekki lágmarks-
kröfur kjarasamninga og laga sem
gilda á íslenskum vinnumarkaði,“
segir Halldór. Hann segir að þó
þyrfti að fá aðgang að ráðningar-
samningum, raunverulega útgreidd-
um launum og nánari upplýsingum
um samninga milli aðila til að taka af
allan vafa um efni málsins.
Í samtali við Alþýðusambandið
kemur einnig fram að það hafi áður
gert alvarlegar athugasemdir við
starfsemi Metal Mont gagnvart
Vinnumálastofnun og að sambandið
hafi úrskurðað að ráðningarsamn-
ingar sem fyrirtækið lagði fram
stæðust ekki íslenska kjarasamn-
inga og lög í veigamiklum atriðum.
Í fyrrnefndu tilboði býðst Metal
Mont til þess að taka að sér upp-
byggingu svokallaðrar gashreinsi-
stöðvar við verksmiðjuna og að fyr-
irtækið fái greiddar 18 evrur fyrir
hverja vinnustund sem starfsmenn
þess inni af hendi. Það samsvarar
2.142 krónum á gengi krónunnar
gagnvart evru í dag.
MViðskiptaMogginn
Skákað í skjóli
gerviverktöku
hjá Utd Silicon
Pólskur verktaki virðist hafa komið
sér undan greiðslu opinberra gjalda
Framleiðsla Fyrirtækið tók form-
lega til starfa um miðjan nóvember.
Sex einstaklingar hafa greinst með
alnæmi á þessu ári og átján með
HIV, er það mikil fjölgun frá síðustu
þremur árum. Af þessum 24 manna
hópi eru tíu fíkniefnaneytendur en
svo stór hluti fíkla hefur ekki greinst
síðan árin 2010 og 2011 þegar talað
var um faraldur meðal þeirra.
Alnæmi, sem er lokastig sjúk-
dómsins, hefur ekki greinst hér á
landi í svo stórum stíl í 22 ár eða síð-
an 1994. Þeir sem greinast með al-
næmi eru oft fólk sem er búið að
leita sér þjónustu í heilbrigðiskerf-
inu jafnvel í mörg ár en það gleymist
að athuga hvort það geti verið smit-
að af HIV eða alnæmi.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir að auk HIV megi sjá
aukningu í öðrum kynsjúkdómum
hér á landi sem gæti bent til þess að
fólk sé að slaka á örygginu í kynlíf-
inu. Í dag, 1. desember, er alþjóðlegi
alnæmisdagurinn. »16
24 greinst með HIV
og alnæmi á þessu ári
Skotið var
sex sinnum
með hagla-
byssu á hraða-
myndavél, sem
var á gatna-
mótum
Stekkjarbakka
og Breiðholts-
brautar, í jan-
úar á þessu
ári. Hún hefur
verið ónothæf
síðan. Að sögn
Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, að-
stoðaryfirlögregluþjóns hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu,
er íbúabyggð í næsta nágrenni.
„Það eru stór fjölbýlishús í innan
við 100 metra fjarlægð og nær-
liggjandi raðhúsahverfi í Bökk-
unum og í Seljahverfi,“ segir Ás-
geir. » 14
Sex sinnum skotið
á hraðamyndavél
Nóvember kvaddi í gær og sam-
kvæmt bráðabirgðayfirliti Trausta
Jónssonar veðurfræðings reyndist
hann vera enn einn hlýindamán-
uðurinn á þessu ári.
Haustið hefur verið sérlega hlýtt
á landinu, það næsthlýjasta sem vit-
að er um í Reykjavík.
Á Akureyri er haustið hins vegar
það langhlýjasta frá upphafi sam-
felldra mælinga þar í bæ. Meðalhiti
var 5,2 stig. Næsthlýjast var árið
1945, 4,6 stig. »17
Methlýindi á
Akureyri í haust
Jóladagatalið er á
jolamjolk.is
dagar til jóla
23
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
RETRÓ SÓFI FUSSEENEGGER FATAEFNI SJÚKRAÞJÁLFARI
30%
AFSLÁTTUR
NÝ
SENDING
Í DAG Á MILLI
16-18
S
Æ
N
G
U
R
fatnaður
20%
AFSLÁTTUR