Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Tímaritið Neisti kom út um ára-tugaskeið og var „málgagn Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista“ og síðar „málgagn Baráttusamtaka sósíalista“. Ýmsir lögðu sitt af mörkum í baráttunni, til að mynda Már Guðmundsson seðla- bankastjóri, sem var ritstjóri Neista nokkrum árum eftir að hann lauk námi sínu í hagfræði og á meðan hann gegndi starfi hagfræðings í Seðlabankanum.    Fremst í Neistavar yfirlýsing um áhersluatriði baráttunnar og þar sagði meðal annars: „Baráttusamtök sósíalista eru andvíg því að borgaralegu verkalýðsflokk- arnir, Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn, gangi til samstarfs við auðvaldsöflin í ríkisstjórnum.“    Þetta rifjast upp vegna þeirralöngu og erfiðu þreifinga sem átt hafa sér stað um myndun ríkis- stjórnar hér á landi þrátt fyrir til- tölulega augljósa kosti.    Engu líkara er en vofa Neistahafi gengið aftur innan VG á síðustu vikum, slík hefur tregðan verið til að setjast niður með „auðvaldsöflunum“.    Vissulega er fortíðarþráin oftheillandi, en þó að Neisti segð- ist „stefna að því að fjöldasamtök verkalýðsins setji á fót sína eigin ríkissjórn sem framkvæmir efna- hagslegar, félagslegar og pólitísk- ar ráðstafanir sem leiða okkur út úr auðvaldskreppu og gera okkur fært að stjórna samfélagi okkar lýðræðislega í hag vinnandi fólks,“ er kannski tímabært að leggja bylt- inguna til hliðar og horfa til niður- stöðu kosninga. Már Guðmundsson Neistaflug í VG? STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Verkefnið Dyrfjöll – Stórurð, gönguparadís, á vegum Fljótdalshér- aðs og Borgarfjarðar eystri hlaut í gær umhverfisverðlaun Ferða- málastofu fyrir árið 2016. Í verkefn- inu fólst að bæta aðgengi og styrkja göngusvæði Stórurðar og Dyrfjalla. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu segir að verkefnið styrki sjálfbæra ferðamennsku á svæði sem þoli meiri nýtingu, „auki öryggi ferðamanna, efli lýðheilsu, stuðli að náttúruvernd og auki staðarstolt heimamanna“. Þá er hönnuðinum Rönning Anderssen hrósað fyrir frumlega og stílhreina hönnun. Ferðamálastofa veitti í ár verðlaun fyrir fyrirmyndarverkefni sem hafði hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á árunum 2014- 2016 og þótt vera í samræmi við um- hverfisstefnu og áherslur Ferða- málastofu er varða sjálfbæra þróun og gæði hönnunar og skipulags. Umhverfisverðlaun veitt í 22. sinn  Gönguparadís á Austurlandi Samstarf Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, og Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðar eystri, tóku við verðlaununum. Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Maríu Rut Baldursdóttur guðfræðing í embætti prests í Bjarnanes- prestakalli. Prestakallinu til- heyra Höfn í Hornafirði og ná- grannasóknir. Þrír umsækjendur sóttu um emb- ættið sem veitist frá 1. janúar nk. Auk Maríu sóttu um guðfræðing- arnir Arnaldur Máni Finnsson og Sylvía Magnúsdóttir. Séra Sigurður Kr. Sigurðsson lét af störfum sóknarprests í Bjarna- nesprestakalli 1. nóvember sl. eftir 21 ár í embætti. Við embætti sókn- arprests tók sr. Gunnar Stígur Reynisson, en hann hefur starfað við hlið séra Sigurðar síðan 2012. Tveir umsækjendur voru um emb- ætti héraðsprests í Austurlands- prófastsdæmi sem auglýst var ný- lega, guðfræðingarnir Erla Björk Jónsdóttir og Randver Þorvaldur Randversson. Séra Davíð Þór Jóns- son gegndi áður embættinu en hann var valinn til prestsstarfa við Laug- arneskirkju. sisi@mbl.is María Rut Baldursdóttir Skipuð prestur á Höfn José Mourinho Fullkominn rakstur FYRIR HEIMILIN Í LANDINU LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800Umboðsmenn um land allt Veður víða um heim 30.11., kl. 18.00 Reykjavík 5 súld Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk -16 heiðskírt Þórshöfn 8 rigning Ósló -1 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki 0 heiðskírt Lúxemborg 0 heiðskírt Brussel 2 heiðskírt Dublin 4 léttskýjað Glasgow 10 léttskýjað London 3 heiðskírt París 2 heiðskírt Amsterdam 6 skýjað Hamborg 5 súld Berlín 2 rigning Vín 2 heiðskírt Moskva -12 heiðskírt Algarve 18 skýjað Madríd 13 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 10 heiðskírt Aþena 6 súld Winnipeg 0 alskýjað Montreal 1 þoka New York 11 þoka Chicago 3 heiðskírt Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:48 15:47 ÍSAFJÖRÐUR 11:23 15:22 SIGLUFJÖRÐUR 11:07 15:03 DJÚPIVOGUR 10:24 15:10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.