Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is HYUNDAI TUCSON CLASSIC 1,7D dísel, beinskiptur. Verð 4.590.000 kr. Raðnr. 255596 TOYOTA YARIS HYBRID bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð 2.790.000 kr. Raðnr. 255832 VW GOLF GTE PREMIUM PLUG IN HYBRID bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð 4.790.000 kr. Raðnr.255560 SKODA OCTAVIA COMBI AMBITION 2,0TDI sjálfskiptur. Verð 4.150.000 kr. Raðnr. 255849 MMC OUTLANDER PHEV INTENSE bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð 5.690.000 kr. Raðnr. 255843 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is NÝIR BÍLAR Á BETRAVERÐI Jólaskeið ERNU 2016 og servíettuhringur ársins Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði GULL- OG SILFURSMIÐJA Verð 21.500,- Verð 12.500,- Bergþóra að um 95% til 96% þeirra sæki meðferð á göngudeildina. „Ef fólk er ekki í meðferð er það annað- hvort vegna þess að það vill ekki koma til okkar af ýmsum ástæðum eða það dettur út úr meðferð og þá er ég ekki bara að tala um fíkniefnahópinn held- ur líka fólk sem er í afneitun eða vill ekki meðferð.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalækn- ir hjá Embætti landlæknis, segir að ef litið sé á aukna tíðni HIV og alnæmis í víðara samhengi megi líka sjá aukn- ingu í öðrum kynsjúkdómum eins og sýfilis og lekanda. „Þetta gæti bent til þess að menn séu að slaka á í kynlíf- inu, séu að nota smokkinn minna. En það hefur verið átak í gangi um aukna smokkanotkun t.d. hjá HIV-Ísland og hjá Samtökunum ’78. Það er spurning hvað annað er hægt að gera en birta tölulegar upplýsingar og vekja alla til meðvitundar um ábyrga hegðun,“ seg- ir hann. Mikil aukning í Evrópu Það er ekki aðeins á Íslandi sem fjölgar í hópi HIV-jákvæðra því aldrei hafa fleiri greinst með HIV á einu ári í Evrópu en í fyrra. Þá voru skráð 153.407 ný tilfelli af HIV sem er 7% aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar. Af nýjum til- fellum árið 2015 voru 79% í Austur- Evrópu, eða 121.088, sem er meira en tvöföldun á áratug. Flestir sem grein- ast þar eru gagnkynhneigðir. 18% nýrra tilfella voru í Vestur-Evrópu og 3% í Mið-Evrópu, sem er lítilsháttar aukning m.v. síðustu tíu ár en sam- kynhneigðir karlmenn eru þar í mest- um áhættuhópi. Einn af hverjum sjö með HIV í Evópu veit ekki af því að hann er smit- aður og 47% nýrra tilfella eru greind seint, eða að meðaltali fjórum árum eftir að manneskjan smitast. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fjöldi nýgreindra með HIV og al- næmi hér á landi hefur rokið upp á þessu ári. Í lok nóvember höfðu 24 einstaklingar greinst á árinu, 18 með HIV-smit og 6 með alnæmi. Eru það umtalsvert fleiri en síðustu þrjú ár, þegar fjöldi nýgreindra var á bilinu tíu til fimmtán. Af þeim 24 sem hafa greinst á árinu eru tíu smit rakin til fíkniefnaneyslu. Ekki hafa svo margir fíkniefnaneyt- endur greinst síðan árin 2010 og 2011 þegar þeir voru tíu og þrettán, var þá talað um faraldur í hópi fíkla. Bergþóra Karlsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir að þau hafi haldið að náðst hefði fyrir smit meðal fíkla en að utanaðkomandi aðstæður eins og erfiðleikar við að koma fólki í húsnæði spili þar inn í. Ef fólk á ekki fastan samastað getur verið erfitt að halda því á lyfjunum sem bæla niður veiruna og geta því komið í veg fyrir smit. „Húsnæðisvandræði og skortur á geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp eykur hættuna á smitsjúkdómum. Þetta er spurning um þjóðfélags- aðstæður og það er það sem veldur okkur sem vinnum við þetta miklum áhyggjum,“ segir Bergþóra. Nærri 100% greindra í meðferð Hinir fjórtán sem eru nýgreindir koma úr ýmsum áttum. Fjórir eru er- lendir ríkisborgarar sem komu hingað vegna vinnu en þeir vissu að þeir væru með HIV og komu á göngudeildina til að halda meðferð sinni áfram hér á landi og þá teljast þeir nýir í íslensk- um skrám. Bergþóra segir enga sam- kynhneigða Íslendinga hafa greinst á árinu en nokkrir gagnkynhneigðir ein- staklingar eru í hópnum. Sex einstaklingar hafa greinst með alnæmi (AIDS) á árinu, sem er alvar- legasta stig sjúkdómsins. Það mynd- ast smám saman, á 8-10 árum, hjá ein- staklingum með HIV, ef þeir fá ekki lyfjameðferð, og veikir ónæmiskerfi líkamans. Ekki hafa svona margir greinst með alnæmi hér á landi síðan árið 1994 þegar þeir voru líka sex. „Þeir sem greinast með alnæmi eru oft fólk sem hefur verið í heilbrigð- iskerfinu áður, en það gleymist að huga að þessu þegar fólk kemur inn með ýmis einkenni. Við sjáum eldri einstaklinga sem engum dettur í hug að hafi smitast af HIV og þá fara þeir seint í próf og greinast því ekki fyrr en sjúkdómurinn er kominn á þetta stig,“ segir Bergþóra. Fólkið sem hefur greinst í ár er á aldrinum frá 25 ára og uppúr að sögn Bergþóru. Nú eru skráðir yfir 200 ein- staklingar með HIV á Íslandi og segir AFP Rauði borðinn Í dag, 1. desember, er Alþjóðlegi alnæmisdagurinn. Mikil fjölgun HIV- og alnæmissmitaðra í ár  24 greinst hér á árinu og þar af tíu fíklar  Met í Evrópu Fjöldi greindra með HIV og alnæmi á Íslandi 2006 til 2016 25 20 15 10 5 0 * 11 mánuðir ársins 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016* HIV Alnæmi 11 13 10 15 24 23 20 11 10 13 18 1 1 3 1 1 2 6 0 0 0 3 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákveðið hefur verið að opna Lands- mót ungmennafélaganna. Öllum verður gefinn kostur á að skrá sig til leiks; vinahópum, félögum og ein- staklingum. Opnunin er í anda ung- lingalandsmóta og landsmóta fyrir 50 ára og eldri sem bæði hafa gengið hafa vel. Á næsta ári verður unglingalands- mótið á Egilsstöðum, að vanda um verslunarmannahelgina, og nú hefur verið gengið frá því að landsmót 50+ verði í Hveragerði í júní á næsta ári. Landsmótin fyrir 50 ára og eldri hafa verið haldin sex sinnum og hafa farið stækkandi. „Við sjáum mikil tækifæri í 50+ mótunum. Fólk sem komið er yfir fimmtugt er miklu bet- ur á sig komið en áður og meðvitað um gildi hreyfingar og heilbrigðra lífshátta,“ segir Ómar Bragi Stefáns- son, framkvæmdastjóri landsmóta Ungmennafélags Íslands. Hann segir að fleiri á aldrinum 50 til 65 mættu koma á mótin. Fólk á þeim aldri sé enn á fullu í sínu sporti, hjóli, hlaupi eða stundi golf. „Við ætl- um að sækja meira inn á það og bjóða greinar við hæfi,“ segir Ómar. „Við teljum að mótið verði mjög stórt, það stærsta til þessa.“ Tímabært að endurskoða Hin almennu landsmót ung- mennafélaganna hafa verið haldin í meira en öld. Þau hafa verið helsta íþróttamót og samkoma félaga í ung- mennafélögum landsins. Ómar segir að fyrirkomulagið þarfnist endur- skoðunar vegna breyttra tíma. Nefn- ir sem dæmi að aðrir stórir íþrótta- viðburðir taki mikið til sín og margir íþróttaviðburðir í boði fyrir fjöl- skyldurnar á sumrin. „Við höfum verið að endurskoða dagskrá og fyrirkomulag. Niður- staðan er að opna mótin, í anda ann- arra landsmóta okkar, undir kjör- orðinu: Leikur og lýðheilsa. Fólk á að geta komið og fundið sér hreyf- ingu og íþrótt við hæfi,“ segir Ómar. Í þessu felst að stigakeppni ung- mennasambandanna sem verið hefur ríkur þáttur í landsmótunum leggst niður. Látið verður reyna á nýtt fyrir- komulag á Sauðárkróki 2018. Þar verður landsmót 50+ hluti af dag- skránni. Lögð verður áhersla á að fá inn jaðaríþróttir, eins og hjólreiðar, víðavangshlaup og aukin áhersla á golf. Fólk á að geta fundið grein við hæfi og prófað, kannski í fyrsta skipti. Landsmót UMFÍ verður opnað  Búist við stóru 50+ móti í Hveragerði Morgunblaðið/Eggert Breytingar Keppni undirbúin á unglingalandsmóti. 24 hafa greinst með HIV og alnæmi á Íslandi síðustu 11 mánuði. 153.000 greindust í Evrópu árið 2015 sem er met. Fjöldi HIV greindra í Evrópu fór þá yfir 2 milljónir í fyrsta sinn. 2030 er árið sem stefnt er að búið verði að koma í veg fyrir HIV- og alnæmis-faraldurinn í heiminum. HIV OG AIDS »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.